1 / 19

Handbók um ritun og frágang Kafli 7

Handbók um ritun og frágang Kafli 7. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Skammstafanir, tölustafir og greinarmerki. Í þessum kafla er greint frá nokkrum algengum skammstöfunum , íslenskum og erlendum.

arnav
Download Presentation

Handbók um ritun og frágang Kafli 7

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Handbók um ritun og frágangKafli 7 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Skammstafanir, tölustafir og greinarmerki • Í þessum kafla er greint frá nokkrum algengum skammstöfunum, íslenskum og erlendum. • Að auki er fjallað um notkun tölustafa og setningu greinarmerkja í rituðum texta.

  3. Skammstafanir • Grundvallarregla í skammstöfun er sú að punkt skal setja á eftir hverju orði sem skammstafað er. • Punktarnir verða því jafn margir og orðin sem skammstöfunin stendur fyrir: • það er að segja = þ.e.a.s. • með öðrum orðum = m.ö.o.

  4. Skammstafanir • Í orðabókum er sú aðferð notuð við skammstöfun á öllum myndum fornafnsins einhver. • Þar er tekinn upp fyrsti og síðasti stafur beygingarmyndar og tengt á milli með bandstriki. Ekki er settur punktur á eftir síðari stafnum: • einhver = e-r • einhverja = e-a • einhverri = e-i • o.s.frv.

  5. Skammstafanir • Best fer á því að nota skammstafanir í hófi í rituðum texta. • Ekki fer vel á því að hefja eða enda málsgrein á skammstöfun! • Sjá lista yfir algengar skammstafanir í íslenskum og erlendum ritum á bls. 60-61.

  6. Tölustafir • Í rituðu máli þykir oft fara betur á því að skrifa tölur með bókstöfum nema um sé að ræða háar upphæðir, dagsetningar, ártöl, húsnúmer eða bílnúmer. • Þetta gildir þó ekki um skýrslur. Í þeim eru vanalega allar tölur skrifaðar með tölustöfum. • Í öðrum textum eru lágar tölur yfirleitt skrifaðar með bókstöfum, a.m.k. þær tölur sem fall- og kynbeygjast. • Sjá dæmi á bls. 63.

  7. Tölustafir • Forðast skal að blanda saman tölustöfum og bókstöfum: • *2svar • *3ja • Tölustafir eru oft notaðir til að afmarka liði í upptalningu og er þá hafður punktur eða svigi á eftir þeim: • 1. • 1) • Punktur á eftir tölustaf breytir merkingu hans. Tala sem punkti hefur verið bætt aftan við kallast raðtala: • 1 = einn • 1. = fyrsti • Sjá reglur um notkun rómverskra talna á bls. 62-63.

  8. Greinarmerki • Greinarmerki eru merki eða tákn sem eiga að auðvelda okkur að lesa úr rituðu máli en hafa yfirleitt enga merkingu í sjálfu sér. • Hér á eftir verða talin upp helstu greinarmerki í íslensku:

  9. Punktur. • Aðallega notaður við þrenns konar aðstæður: • Á eftir málsgrein: • Einu sinni var lítill drengur sem átti heima í gömlu húsi. • Á eftir raðtölu: • 1. = fyrsti • Á eftir skammstöfun: • A.m.k. = að minnsta kosti

  10. Komma, • Notuð til að afmarka ótengda liði í upptalningu. • Til að afmarka innskotsorð eða innskotssetningar. • Til að afmarka ávarpsliði. • Notuð á milli ótengdra setninga í málsgrein. • Komma er ekki sett á undan setningum sem tengdar eru með samtengingum nema þær séu hugsaðar sem innskot. • Sjá dæmi á bls. 63-64.

  11. Spurningarmerki • Sett á eftir málsgrein sem felur í sér beina spurningu: • Hvenær kemur þú aftur? • Fór Kristín í prófið?

  12. Upphrópunarmerki • Notað á eftir málsgrein sem felur í sér upphrópun: • Farðu strax burtu! • Eða á eftir ávarpi: • Kæri vinur!

  13. Tvípunktur: • Notaður á undan beinni ræðu eða tilvitnun: • Þá sagði konan við mig:„Börnin hafa verið stillt og prúð í allan dag.” • Notaður á undan upptalningu eða skýringu sem kemur á eftir einhverjum formála: • Þessir eiga að mæta í fyrramálið: Jón, Ásgeir, Halldór og Sigurður. • Á eftir tvípunkti kemur stór stafur ef um heila málsgrein er að ræða. Þá jafngildir tvípunktur venjulegum punkti. • Ef upptalning eða setningarbrot kemur á eftir tvípunkti er notaður lítill stafur (nema þegar um sérnöfn er að ræða) og þá gegnir tvípunkturinn frekar hlutverki kommu.

  14. Semikomma; • Aðallega notuð þegar málsgreinar eru svo nátengdar að vafaatriði er hvort það á að skilja á milli þeirra eða ekki: • Hjónin komu seint heim; þau voru því þreytt morguninn eftir.

  15. Gæsalappir (tilvitnunarmerki)„” • Settar um beina ræðu eða orðréttar tilvitnanir: • „Höldum áfram“, sagði Jón, „svo að við komumst heim fyrir myrkur.“ • Einnig eru þær stundum notaðar til að afmarka vafasama orðmynd eða slettu í texta þegar höfundur hefur ekki betra orð á takteinum: • Þegar við komum á staðinn voru „megabeibin“ Linda og Íris að fara. • Íslenskar gæsalappir má búa til í Word á tvenna vegur: • Insert symbol (normal text). • Alt 0132 (niðri) Alt 0147 (uppi).

  16. Bandstrik - • Notað þegar tengd eru saman nöfn og viðurnefni þar sem síðari liðurinn er sérnafn og í samstettum staðarnöfnum þar sem síðari liðurinn er sérnafn: • Grasa-Gudda • Suður-Múlasýsla • Einnig notað til að tákna sama fyrrihluta og í orðinu á undan eða sama seinnihluta og í orðinu á eftir: • Lögreglumenn og –konur • Farþega- og flutningaskip • Síðast en ekki síst notað til að til að tengja saman orð sem skipt er á milli lína. • Sjá reglur um skiptingu á bls. 66.

  17. Þankastrik – • Notað til að afmarka innskot: • Hér – og aðeins hér – fást þessar fallegu myndir.

  18. Svigar ( ) • Notaðir utan um innskot sem sett eru til skýringar á því atriði sem fjallað er um: • Jón Jónsson (þ.e. Jón eldri) hætti búskap árið 1978.

  19. Hornklofar [ ] • Settir utan um útskýringu á beinni tilvitnun og önnur innskot í beina tilvitnun: • Málshættir [eru] stuttar og gagnorðar málsgreinar, mjög oft ein setning hver. • Hornklofar eru líka notaðir í heimildaskrá til að afmarka upplýsingar sem bætt er inn í (t.d. útgáfuár, útgáfustað, útgáfuryrirtæki eða upplýsingar sem vantar).

More Related