1 / 65

Ingibjörg Auðundsóttir foreldri og sérfræðingur skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri ingibj@unak.is

Lýðræði í skólastarfi – áhrif nemenda, foreldra, starfsfólks, annarra Ingunnarskóli Reykjavík, 17.-18. nóv. 2006. Foreldrasamstarf og framhaldsskólinn. Ingibjörg Auðundsóttir foreldri og sérfræðingur skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri ingibj@unak.is.

carmelita
Download Presentation

Ingibjörg Auðundsóttir foreldri og sérfræðingur skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri ingibj@unak.is

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lýðræði í skólastarfi – áhrif nemenda, foreldra, starfsfólks, annarra Ingunnarskóli Reykjavík, 17.-18. nóv. 2006 Foreldrasamstarf og framhaldsskólinn Ingibjörg Auðundsóttir foreldri og sérfræðingur skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri ingibj@unak.is

  2. Foreldri tveggja barna Boðið í grunnskólann 6 til 10 sinnum á skólaárinu(þar af tvisvar sinnum rætt um barnið). Tæp 10 kíló af samstarfi! Samfellt samstarf við leik-, grunn- og framhaldsskóla í 30 ár.

  3. 16 ára samstarf heimila og skóla. Uppeldishlutverk skólans er meira en það var áður. Í lögum og aðalnámskrá er lögð áhersla á að mennta- og uppeldishlutverk foreldra og skólans vinnist í samvinnu.

  4. Framhaldsskólinn og samstarf við foreldra

  5. Í hverju felst samstarf skóla við foreldra nemenda? Með samstarfi skóla og fjölskyldna er átt við tengsl starfsmanna skóla og fjölskyldna sem miða að alhliða þroska og vellíðan barna/ungmenna og gagnkvæmum skilningi beggja aðila. Með því að standa saman og sameinast um markmið og leiðir eru meiri líkur á aðbarninu/ ungmenninu farnist vel í skóla og síðar á lífsleiðinni. (Epstein 2001)

  6. Samstarfið er mikilvægt Fræðimönnum ber saman um mikilvægi samstarfs heimila og skóla. Áhrif slíks samstarfs á líðan, þroska og árangur nemenda og á starf skóla geta verið mikil. Þetta á við um öll skólastig. Að auki kemur fram að þörf sé á bættu samstarfi skóla við fjölskyldur og tengsl við samfélagið. (Berger, 2004; Conaty, 2002; Epstein, 200; Finn, 1998; Goodman, Sutton og Harkavy, 1995; Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West, 1999; Swap, 1993)

  7. Samstarf skóla við foreldra • Samstarf við foreldra er mest í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskólans en oftast dregur úr því með hækkandi aldri nemenda. • Samstarf við foreldra nemenda í framhaldsskólum við nemendur á 1. og 2. ári hefur verið að aukast síðustu árin.

  8. Samstarf heimila og skóla á unglingastigi Með hækkandi aldri nemenda dregur úr samstarfi nema skólar, kennarar og foreldrar vinni að því að þróa og koma í framkvæmd viðeigandi samstarfi í öllum árgöngum.

  9. Hindranir samstarfsins • Aukin þörf unglinga fyrir sjálfstæði • Flókin uppbygging framhaldsskóla • Óöryggi foreldra og kennara • Tímaskortur (Elín Thorarensen 2004)

  10. Um engan efnisþátt skólastarfs er viðhaft meira „orðagjálfur“ en samstarf skóla og fjölskyldna.(Epstein, 2001; Fullan, 2001) • Almennur veruleiki í skólum endurspeglar ekki endilega gott samstarf. (Hargreaves, 1999) • Áhugi á samstarfi skóla við fjölskyldur nemenda hefur aukist en niðurstöður rannsókna á samstarfinu valda vonbrigðum. (Rave, 2005; Villas Boas, 2004)

  11. Hvað segja íslenskar rannsóknir um samstarfið? • Kennarar á Norðurlandi eystra sækjast hvorki eftir virkri þátttöku foreldra í skólastarfinu né leita leiða til að gera þá að virkari þátttakendum. Þeir virðast ekki líta á foreldra sem samstarfsfólk. (TraustiÞorsteinsson 2001) • Helmingur kennaranna í rannsókn Kristínar Aðalsteinsdóttur (2002) telur formleg samskipti við foreldra ónauðsynleg. Haft er samband við foreldra nánast eingöngu þegar eitthvað var að. • Sumir foreldrar: • upplifa ekki jafningjasamstarf • telja að skólinn leiti lítið eftir upplýsingum frá foreldrum um börnin • segja erfitt að koma upplýsingum áleiðis innan skólans og lítið sé gert með þær. (Erna B. Hjaltadóttir, 2003; Jónína Sæmundsdóttir, 2003; Kristín Aðalsteinsdóttir, 2002)

  12. Samstarf skóla þarf að byggjast á sex þáttum Uppeldi, samskipti, heimanám, sjálfboðastörf, ákvarðanataka og samstarf við samfélagið Til að þróa og auka gæði samstarfs skóla við fjölskyldur þurfa skólar að vinna eftir samstarfsáætlunum/líkönum.(Berger, 2004; Epstein, Sanders, Simon, Salinas, Jansorn og Voorhis, 2002; Conaty, 2002; Hornby, 1995; Swap, 1993)

  13. Sex þættir samstarfsins Uppeldi, samskipti, heimanám, sjálfboðastörf, ákvarðanataka og samstarf við samfélagið • Minnst er unnið í skólum með ákvarðanatöku og samstarf við samfélagið. • Grunnskólalög veita íslenskum foreldrum rýran rétt til þátttöku við framkvæmd skólastarfs og formleg og bein áhrif foreldra á skólastarf hér á landi eru minni en í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Englandi (Ólafur H. Jóhannsson, 2003). • “Stuðningur við skólakerfið, kennarastéttina og menntun almennt sé líklegri leið til að bæta heilsu og vellíðan en efling heilbrigðiskerfisins”(Landlæknisembættið, 2003).

  14. Unglingsárin • Almennt heilbrigði einstaklinga hefur batnað. • Unglingum hefur fjölgar sem glíma við kvilla af sálfélagslegum toga.

  15. Tengsl unglinga og foreldra(Rannsókn og greining 2003) • Samvera unglinga og foreldra dregur úr líkum á vímuefnaneyslu. • Þeir sem neyta vímuefna eiga frekar foreldra sem hafa lítið eftirlit með þeim og veita þeim lítið aðhald. • Unglingar sem eru í nánum tengslum við foreldra eru að jafnaði síður líklegir til að eiga við félagsleg eða sálræn vandamál að stríða.

  16. Brottfall úr framhaldsskóla – áhrifaþættir(Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson 2003) • Námsárangur. • Að nemendur finnist þeir fá stuðning frá foreldrum til náms. • Að nemendur upplifi samræmi á milli eigin námsvals og áherslna foreldra sinna.

  17. Samstarf framhaldsskóla og foreldra • Kynningarfundir • Upplýsingamiðlun (með pósti, fréttabréfum, á heimasíðu skóla, Innu, ….) • Umsjónakennarar hafa samband við foreldra • Námsráðgjafar senda heim bæklinga • Fræðslufundir • Foreldrafélög

  18. Tilgangur foreldrafélags VMA • Að efla samstarf milli foreldra um málefni sem varða velferð nemenda og þroska. • Vera samstarfsvettvangur heimila og skóla og skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.

  19. Lýðræði og þátttaka foreldra í framhaldsskólum • Foreldrafélög eru eyland innan skólans • Áhrif foreldrafélaga eru lítil • Foreldrar eru ekki þar sem ákvarðanir eru teknar • Foreldrar mega vera með en er á þá hlustað?

  20. Skólasamfélagið Starfsmenn skóla – nemendur – foreldrar

  21. Samvinna

  22. Höfum við áttað okkur á að: • Þátttaka foreldra í skólastarfi er fjölbreytt og flókið hugtak • Árangur er hvorki mögulegur né æskilegur á sama hátt hjá öllum foreldrum • Samstarfið þarf að vera breytilegt miða við aldur barnsins, þroska þess og aðrar aðstæður

  23. Samantekt: • Samstarfið þarf að endurskoða • Leiðin að betri skóla liggur í gegnum virkt samband starfsmanna skóla, foreldra og barna sem er tengt námsviðfangsefnum þeirra • Samstarf skóla við fjölskyldur þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu á þekkingu og færni aðila sem vinna að sameiginlegum markmiðum byggðum á björgum aðila. Slíkt samstarf byggir á gagnkvæmu trausti, sameiginlegri ábyrgð og ákvarðanatöku þar sem jafnræði er milli aðila (Rave 1995)

  24. Úr viðtölum við tvo nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla 2004 Samstarf og samstaða foreldra innan bekkjarins hafði mest áhrif. „Þá svona töluðu allir foreldrarnir saman og þá gat ekki einhver einn verið lengur úti – meira jafnrétti.“ „... það var ekki séns að maður gæti (tekið hliðarspor) í grunnskóla. Foreldrar þekktu alla og það var bara ekki hægt, skilurðu.“

  25. Nemandi hefur orðið: Ég held að það sé mikilvægast að um leið og maður byrjar með barn í skóla að kynnast öllum hinum foreldrunum. Þeir eiga eftir að vera með þér og barninu þínu kannski alveg upp í 10. bekk. Því betur sem þú þekkir hina foreldrana, því meiri sameining í hópnum, því meira getur þú verndað barnið þitt.

  26. Hvers vegna er þörf á breyttu samstarfi skóla við fjölskyldur? Íslenskt samfélag hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár • hraði • skólaárið hefur lengst og viðvera nemenda aukist, skólagangan hefur lengst • atvinnuþátttaka beggja foreldra • foreldrar vinna lengri vinnutíma en áður, tímaskortur • fjölbreyttara fjölskyldumynstur • fjölbreyttari nemendahópur • menntun mæðra hefur aukist • í lögum er lögð aukin áhersla á samstarf.

  27. Höfum við áttað okkur á að: • þátttaka foreldra í skólastarfi getur verið margbreytilegt og samstarf er flókið hugtak? • hvorki er æskilegt né hægt að ná sama árangri með öllum foreldrum? • samstarfið þarf að vera breytilegt miða við aldur nemandans, þroska hans og aðrar aðstæður?

  28. Samstarf skóla við foreldra 2006 –á þörfum hverra byggist samstarfið? Uppeldi, samskipti, heimanám, sjálfboðavinna, ákvarðanataka, samstarf við samfélagið Einstaklingsmiðað Hópmiðað Skólamiðað Kennari + foreldri/ar Allir foreldrar hópsins- Allir foreldrar í bekkjarins skólanum Nemandinn Hópurinn/ bekkurinn Skólinn

  29. Tilgangur með þátttöku foreldra í skólastarfi felur í sér skuldbindingu: • Að móta venjur og viðhorf barnanna til námsins og skólans. • Að styðja börnin sem námsfólk. • Að stuðla að og byggja upp vilja og áhuga barna til náms (Coleman 1998).

  30. Virkni - Ábyrgð - Ákvarðanataka • Coleman (1998) segir það grundvallaratriði skólaþróunar að foreldrar og börn séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku vegna námsins. • Ábyrgð barna á eigin námi byggir á samstarfi kennara og foreldra og þátttöku barna. Slík ábyrgð er undir viðhorfum og gjörðum þessara aðila komin(Coleman 1998).

  31. Samantekt: • Samstarfið þarf að endurskoða reglulega. • Leiðin að betri skóla liggur í gegnum virkt samband starfsmanna skóla, foreldra og barna sem er tengt námsviðfangsefnum þeirra. • Samstarf skóla við fjölskyldur þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu og á þekkingu og færni aðila sem vinna að sameiginlegum markmiðum byggðum á björgum allra. • Samstarf þarf að byggja á gagnkvæmu trausti, sameiginlegri ábyrgð og ákvarðanatöku þar sem jafnræði er milli aðila (Rave 1995).

  32. Hvað þarf að gera? • Líkan Epstein reyndist ágæt leið til að endurskoða samstarf heimila og skóla. • Skapa þarf foreldrum möguleika á virkari aðild að námi og menntun barna sinna og undirstrika þannig ábyrgð þeirra gagnvart börnum sínum • gefa þeim betri tækifæri til að vinna sem næst námi barnsins. • Gera þarf samning við foreldra um þátttöku í samstarfi heimila og skóla við upphaf skólagöngu og endurnýja hann árlega. • Skólar þurfa að setja fram áætlun um samstarfið við foreldra. • Löggjafinn þarf að tryggja betur aðkomu foreldra í skólastarfi með lögum.

  33. Heimildir • Berger, E. H. (2004). Parents as partners in education: Families and schools working • Together (6. útg.). New Jersey: Merill. • Coleman, P. (1998). Parent, student and teacher collaboration: The power of three. • Thousand Oaks: Corwin Press. • Conaty, C. (2002). Including all: Home, school and community united in education. • Dublin: Veritas Publications. • Epstein, J. L. (1995). School/family/community partnerships. Caring for the children we share. Phi Delta Kappan, 76, 701–712. • Epstein, J. L. (2001). School, family & community partnerships: Preparing educators and improving schools.Boulder, CO: Westview Press. • Epstein, J. L., Coates, L., Salinas, K. C., Sanders, M. G. og Simon, B. S. (1997). School, family & community partnerships: Your handbook for action.Thousand Oaks: Corwin Press. • Epstein, J. L., Sanders, M. G., Simon, B. S., Salinas, K. C., Jansorn, N. R. og Voorhis F. L. V. (2002). School, family & community partnerships: Your handbook for action (2. útg.).Thousand Oaks: Corwin Press.

  34. Heimildir • Finn, J. D. (1998). Parental engagement that makes a difference. Educational Leadership55 (8), 20–24 • Fullan, M. (1997). Emotion and Hope: Constructive Concepts for Complex Times. Í A. Hargreaves (Ritstj.), ASCD Yearbook: Rethinking Educational Change with Heart and Mind (bls. 216–233). Alexandria, VA: Association for Supervision and Curriculum Development • Fullan, M. (2001a). The new meaning of educational change (3. útg.). London: Routledge/Falmer. • Fullan, M. (2001b). Leading in a culture of change. San Francisco: Jossey–Bass. • Goodman, J.F., Sutton, V. og Harkavy, I. (1995). The effectiveness of family workshops in a middle school setting. Phi Delta Kappan76, 694–700. • Hargreaves, A. (1999). Professionals and parents: A social movement for educational change. Sótt 28. júní 2005 af • http://www.keele.ac.uk/depts/ed/kisnet/interviews/hargreaves.htm • Kristín Aðalsteinsdóttir (2000). Small schools, interaction and empathy: A study of teachers behaviour and practices, with emphasis on effects on pupils with special needs. Óbirt doktorsritgerð: University of Bristol. • Landlæknisembættið (2003). Áherslur til heilsueflingar. Skýrsla fagráðs Landlæknisembættisins um heilsueflingu. Reykjavík: Höfundur.

  35. Heimildir • Ólafur H. Jóhannsson (2003). Hlutdeild foreldra í stjórnun grunnskóla á Íslandi og í nokkrum nágrannalöndum: Greinargerð unnin fyrir Fræðsluráð Reykjavíkur. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. • Rave, B. (1995). Samarbejde, magt og tillid – en begrebsundredning, et analysegrundlag og er forslag til samvirke. Í Arneberg, P. og Birte, R. (Ritstj.), Mellem hjem og skole. Et sporgsmál om magt og tillid. Oslo: Praxis Forlag og Unge Pædagoger. • Rave, B. (2005). An ambiguous relationship. Challenges and contradictions in the field of family–School–Community Partnership. Questioning the discourse of partnership. Í Martínez–Gonzáles, R.–A., M.del H. Pérez–Herrero og B. Rodríguez–Ruiz (Ritstj.), Family–school community partnerships merging into social development. (bls. 453–475). Oviedo: Publica • Rósa Eggertsdóttir og Gretar L. Marinósson (Ritstj.) Sigalés, C., Ingibjörg Auðunsdóttir, Halldóra Haraldsdóttir, Pacheco, J., Wilhelm, M. og Þóra Björk Jónsdóttir (2002). Bætt skilyrði til náms: Starfsþróun í heiltæku skólastarfi. (Rúnar Sigþórsson þýddi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. • Rúnar Sigþórsson (Ritstj.) Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West (1999). Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. • Swap, S. M. (1993). Developing home – school partnerships: From concepts to practice. London: Teacher College press. • Trausti Þorsteinsson (2001). Fagmennska kennara: Könnun á einkennum á fagmennsku grunnskólakennara á Norðurlandi eystra. Óbirt M.Ed.-ritgerð: Kennaraháskóli Íslands.

  36. Grunnskólinn – samstarf við foreldra

  37. Leikskólinn – samstarf við foreldra

  38. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri skilning á samstarfi skóla, fjölskyldna og samfélags Rannsóknarspurningar: • Hvernig hentar samstarfsáætlun Epstein (2001) aðstæðum hér á landi? • Hvernig geta starfsmenn íslensks grunnskóla og foreldrar notað samstarfsáætlun Epstein (2001)?

  39. Af hverju? Starfendarannsókn / þróunarverkefni(action research) • Stuðla að skólaþróun og auka möguleika nemenda til náms • Kennarar tengja saman starf og rannsóknir • Skólinn lærir (Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir, Rúnar Sigþórsson, 2002; Epstein, 2001)

  40. Niðurstöður: 12 viðtöl, vettvangathuganir, Lokamat: 21 kennari og 140 foreldra, ýmis gögn ...

  41. Vinnuferlið • Námskeið - samstarf, viðtalstækni, heimanám • Aðgerðahópur 6 – 12 manns • Bjargir • Upphafsmat á samstarfi skóla og fjölskyldna • Framkvæmdaáætlun til 3 ára - 1 árs nákvæm framkvæmdaáætlun • Framkvæmdaáætlun komið í gagnið • Símat og lokamat • Þriggja ára framkvæmdaáætlunin endurskipulögð (4. árið) og áætlun til eins árs unnin nákvæmlega (2. ár)

  42. Kennarar Ánægja/óánægja kennara með þróunarverkefnið (lokamat, 21 svöruðu)

  43. Upphafsmat Vinnuferið 1. Námskeið – samstarf, viðtalstækni, heimanám 2. Aðgerðahópur 6 – 12 manns 3. Bjargir 4. Upphafsmat á samstarfi skóla og fjölskyldna 5. Framkvæmdaáætlun til þriggja ára - Eins árs nákvæm framkvæmdaáætlun 6. Framkvæmdaáætlun komið í framkvæmd 7. Símat og lokamat 8. Þriggja ára framkvæmdaáætlunin endurunnin (4. árið) og áætlun til eins árs unnin nákvæmlega (2. ár) „Núna að vori þegar maður horfir aftur á bak á þetta þá finnst mér við ekki hafa getað sleppt því.... Mér fannst við vera dálítið lengi í þessu en núna finnst mér við ekki geta gert þetta öðruvísi eiginlega ... held samt að það hafi verið krítiskasti punkturinn.“ „Það sem mér fannst svo spennandi ... voru ólíkar skoðanir sem kennarahópurinn hafði. Það kom mér mjög á óvart. En gott að nálgast hlutina á þennan hátt.“

  44. Þriggja ára framkvæmdaáætlun Vinnuferið 1. Námskeið – samstarf,viðtalstækni, heimanám 2. Aðgerðahópur 6 – 12 manns 3. Bjargir 4. Upphafsmat á samstarfi skóla og fjölskyldna5. Framkvæmdaáætlun til þriggja ára - Eins árs nákvæm framkvæmdaáætlun 6. Framkvæmdaáætlun komið í framkvæmd 7. Símat og lokamat 8. Þriggja ára framkvæmdaáætlunin endurunnin (4. árið) og áætlun til eins árs unnin nákvæmlega (2. ár)

  45. Foreldri tveggja barna Boðið í skólann 6 til 10 sinnum á skólaárinu(þar af tvisvar sinnum rætt um barnið). Tæp 10 kíló af samstarfi! Samfellt samstarf við leik-, grunn- og framhaldsskóla í 30 ár.

  46. “Á nú að fara að taka út heimilin?” (úr viðtölum) “Ég held að svona sprengja, ef maður má kalla þetta því nafni, sé bara hreinlega pínulítið holl. Auðvitað er þetta erfitt og sárt og olli ringulreið í nokkurn tíma en svo fannst lausn .... Ef við pössum okkur bara að hún sé á þessum faglega grundvelli og tengist starfinu okkar, held ég að þetta sé bara gott.”(kennari) “Það var innsta sannfæring fólks að þetta virkaði ekki. ... Sumum fannst þetta bara fáránlegt og vildu ekki sjá þetta.”(kennari) „Þetta er bara vinnan mín og ég vil bara vinna hana í vinnunni og hún er bara þessi kassi. Þegar ég er í þessum kassa þá vil ég ekki fara yfir í eitthvað annað ...“ (kennari) „... óvart hvað fólk var hrætt að feta sig aðeins út úr þessum ramma og inn í rammann okkar – foreldra og nemenda.“(foreldri)

  47. Reynsla foreldra afheimsóknunum (viðtöl) “Þarna mynduðust strax góð tengsl milli kennarans og barnsins. Litla stúlkan mín var svo ánægð með nýja kennarann sinn og spennt allt sumarið að byrja í skólanum.” “Mér fannst, sko, það sem var lang áhrifaríkast var þegar kennarinn tók það stóra skref að stíga inn til okkar .... Það var „hjúds“ stórt skref bara ótrúlega flott og það sem mér finnst – það sem skilur mest eftir sig í huganum ....”

  48. Úr viðtölum við kennara eftir heimsóknirnar „Um leið og maður er búinn að kynnast öllum foreldrunum verða bara öll samskipti miklu einfaldari, jákvæðari, skemmtilegri.“ “Öll viðtölin hjálpuðu mér alveg gríðarlega mikið ... að bregðast öðruvísi við sko aðstæðum sem ég hafði lent í áður eins og hegðunarmálum eða einhverju. Ég brást öðruvísi við í kjölfar viðtalanna. Vegna þess að ég hiklaust skynjaði betur hvað var á bak við þessa hegðun ... maður er miklu betur í stakk búinn til að hjálpa.”

  49. Jákvæð umsögn, viðtal við nemendur: N:Það var mjög gaman að fá umsögnina á blað. Mér fannst það mjög gaman. N:Já, ég á tvö og þau eru bæði uppi á vegg hjá mér. Mér fannst rosa gaman að fá þau. N:Maður heyrir þetta aldrei. Maður fékk fullt af jákvæðum atriðum sem maður vissi ekki að öðrum fyndist um mann. Gaman að sjá svona gott sagt um mann. N:Kannski hef ég lagt mig fram í einhverju og fólkið er að taka eftir því.

  50. Hve vel tókst til? • Samstarfsáætlunin og það vinnulag sem lagt var til reyndist vel. • Foreldrar (97%) og allir kennarar sögðust vera ánægðir með skipulag samstarfsins. • Foreldrar (93%) sögðu samstarfið hafa verið árangursríkt, sömuleiðis allir kennarar. • Umsjónarkennarar öðluðust nýja reynslu og þekkingu – skuldbinding við samstarfið jókst • Skólinn heldur áfram að nota samstarfsáætlunina og vinnulagið, nú tveimur árum síðar • Aukning varð á samstarfi foreldra á unglingastigi

More Related