1 / 21

Heimsstyrjöldin fyrri

Heimsstyrjöldin fyrri. Aðdragandi. Þjóðernishyggja 19. aldar. Þýskaland sameinast (1871) undir forystu Prússa Frakkland og Austurríki töldu sér ógnað Prússar (Bismarck) í stríð gegn þeim og Dönum til að ná undir sig héruðum sem hann vildi fá í hið sameinaða Þýskaland

chaim
Download Presentation

Heimsstyrjöldin fyrri

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heimsstyrjöldin fyrri Aðdragandi

  2. Þjóðernishyggja 19. aldar • Þýskaland sameinast (1871) undir forystu Prússa • Frakkland og Austurríki töldu sér ógnað • Prússar (Bismarck) í stríð gegn þeim og Dönum til að ná undir sig héruðum sem hann vildi fá í hið sameinaða Þýskaland • Frakkar biðu auðmýkjandi ósigur • þurftu að láta Elsass og Lothringen héruðin af hendi • Þýska keisaradæmið stofnað í framhaldi

  3. Þýska keisaradæmið • Vilhjálmur Prússakonungur valinn keisari • Bismarck varð ríkiskanslari (forsætisráðherra) • Þjóðverjar stoltir af því að þýski stórveldisdraumurinn var orðinn að veruleika • Þjóðverjar vildu fá hlut í nýlenduauði annarra Evrópuríkja og tóku nú aukinn þátt í kapphlaupinu um nýlendur

  4. Hernaðarkapphlaup fyrir 1914 • Evrópuveldin kepptu um nýlenduyfirráð, markaði og völd á alþjóðavettvangi • Hervæðing og hernaðarhyggja • Frakkar í hefndarhug eftir tap Elsass og Lothringen • Tyrkjaveldi í upplausn – höfðu ekki sinnt lýðræðisþróun og iðnvæðingu líkt og Evrópuríkin

  5. Rússland og Austurríska keisaradæmið reyndu að ná völdum á Balkanskaga í stað Tyrkja sem voru að tapa ítökum sínum þar • Eitt Balkanskagaríkið hafði stóra drauma líka... • Serbar vildu stofna stórríki Serba á skaganum • Margir serbar, slóvenar, múslimar og króatar bjuggu innan landamæra Austurríska keisaradæmisins • Evrópuveldin lengdu herskyldu og juku útgjöld til hergagnaframleiðslu • Iðnvædd samfélög gátu framleitt mikið magn vopna • Heræfingar og sýningar eins og um þjóðhátíð væri að ræða

  6. Stjórnvöld Evrópuríkjanna gerðu sér grein fyrir kostum ágengrar þjóðernis og hernaðarhyggju: • skyggja á vandamál heima fyrir svo sem fátækt og takmarkanir á lýðræði • Í nýstofnuðu Þýskalandi var áherslan á hernað gífurleg • 1% þjóðarinnar var í senn undir vopnum • herskylda í 2-3 ár hið minnsta • Ítalir reyndu að fylgja í fótspor Þjóðverja • 5 ára herskylda

  7. Bretland og Bandaríkin einu löndin sem ekki komu á herskyldu • Áróður þjóðernissinna gífurlegur • áróður í skólum og í dagblöðum sem fengu nú aukna útbreiðslu vegna aukins læsis • Frakkar hafa verið í fararbroddi menningarþjóða og vísað öðrum veginn. Það felst enginn oflátungsháttur í að segja að aðrir hafi litið á þjóðina sem menninguna holdi klædda. (...) Á öldum áður voru Frakkar nefndir hermenn guðs; hvað sem því líður tilheyra þeir framvarðarsveit mannkyns. (...)Frakkar eru fremstir Evrópuþjóða og þeirra bíður glæstari framtíð en nokkurra annarra í álfunni. • Herinn og flotinn bera Þýskaland tryggilega uppi ekki síður en Atlas heiminn í fornöld. Þýskaland er frjálst og voldugt og mun standa um aldur og ævi. Megi það dafna í friði og farsæld undir stjórn Vilhjálms 2. og verða sigursælt ef til stríðs kemur (...) Lokaátökin um heimsyfirráðin standa nú fyrir dyrum. Enn er ekki ljóst hvort úrslitin ráðast í friðsamlegri samkeppni eða vopnin verða látin tala. Hvernig sem fer má enginn liggja á liði sínu; hverja taug þarf að þenja til hins ítrasta og berjast þarft til síðasta blóðdropa...

  8. Morð aldarinnar • 28. júní 1914 var Franz Ferdinand ríkiserfingi austurríska keisaradæmisins skotinn þegar hann ók um götur Sarajevo. • Ungur Bosníu-Serbi vildi grafa undan veldi Austurríkismanna.

  9. Heimsstyrjöldin fyrri hefst • Herskáir stjórnmálamenn og hershöfðingjar í Austurríska keisaradæminu voru fljótir að skella skuldinni á Serbíustjórn • Sáu tækifæri til að þagga niður í Serbum og sjálfstæðiskröfum slavnesku þjóðanna á Balkanskaga • Mánuði eftir morðið örlagaríka lýsti Austurríki-Ungverjaland yfir stríði á hendur Serbíu

  10. Ný hertækni • Ný hertækni: jarðsprengjur, tundurdufl, risafallbyssur, eiturgas, flugvélar, kafbátar og skriðdrekar. • Skotgrafahernaður einkennandi • Konur gengu í margvísleg störf karlmanna s.s. í verksmiðjum

  11. Áróður BNA BNA Bretland

  12. Enskir hermenn á leið í stríð með bros á vör

  13. Þýskir hermenn á leið í stríð með bros á vör

  14. Ofurstar ganga um í drullu og bleytu í skotgröfum

  15. Uppdráttur af skotgröf Stuttur myndbútur frá skotgrafhernaði í Heimsstyrjöldinni fyrri

  16. Miðveldin: Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland (Austurríska keisaradæmið), Tyrkjaveldi og Búlgaría. • Bandamenn: Bretar, Frakkar, Rússar, Belgar, Serbar o.f.l Þjóðir á Balkanskaga, síðar Ítalir, Bandaríkin, Ástralía og Kanada. Japanir o.fl. studdu einnig Bandamenn • Það sem Bandamenn höfðu fram yfir Miðveldin: • Meiri efnahagsmáttur • Fleiri hermenn undir vopnum • Yfirburðir á heimshöfum • Yfirburðir í öðrum heimsálfum (nýlendur)

  17. Þegar Þjóðverjar hófu að beita kafbátum af fullum þunga hófu Bandaríkjamenn þátttöku í stríðinu (vorið 1917) Hvers vegna? • Bandamenn unnu sigur og samið var um vopnahlé þann 11. 11. Kl. 11 árið 1918. • Eftir fjögurra ára stríð: • Um 10 milljónir hermanna létust • Helmingi fleiri voru særðir • Barist var á Vesturvígstöðvum, Austurvígstöðvum, Suðurvígstöðvum, Mið-Austurlöndum, Afríku og á hafi

  18. Bandaríkin verða mesta efnahagsveldi heims • Mikil eftirspurn eftir bandarískum vörum í heimsstyrjöldinni fyrri því í Evrópu var lítið annað framleitt en hergögn • Versalasamningarnir • Dæmi um það hvernig ekki á að semja um frið! • Buðu upp á áframhaldandi óánægju og hatur milli þjóða sem leiddi til Heimsstyrjaldarinnar Síðari • Heimsstyrjöldin fyrri plægði akur fyrir kommúnisma, fasisma og nasisma

  19. Austurríski keisarinn hrökklaðist frá völdum í byrjun nóvember 1918. Ríkið skiptist upp í fjögur ríki: Austurríki, Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Pólland • Keisaranum (Zarinn) í Rússlandi var steypt af stóli 1917 og bolsévikar tóku völdin - • Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena stofnað sem varð síðar að Júgóslavíu • Bretar og Frakkar fengu yfirráð yfir löndum araba í Austurlöndum nær • Finnland hlaut sjálfstæði frá Rússum sem og Eystrasaltslöndin

More Related