1 / 9

Líkindareikningur

Líkindareikningur. Hverjar eru líkurnar á að það snjói í næstu viku?. Hvort er meiri áhætta að ferðast í bíl eða með flugvél?. Hverjar eru líkurnar á að vinna í lottóinu?. Stundum er hægt að reikna líkur nákvæmlega, en oft er byggt á fyrri reynslu, könnunum eða rannsóknum.

kevina
Download Presentation

Líkindareikningur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Líkindareikningur Hverjar eru líkurnar á að það snjói í næstu viku? Hvort er meiri áhætta að ferðast í bíl eða með flugvél? Hverjar eru líkurnar á að vinna í lottóinu? Stundum er hægt að reikna líkur nákvæmlega, en oft er byggt á fyrri reynslu, könnunum eða rannsóknum. Líkum er hægt að lýsa með tölum og þá er til dæmis sagt að líkurnar á einhverjum viðburði séu 0,9 eða 90% Stundum lýsum við líkum þó með orðum og segjum ef til vill að séu miklar líkur, töluverðar líkur eða jafnvel engar líkur á að einhver atburður eigi sér stað.

  2. Líkindareikningur Líkur á útkomu = Það sem spurt er um / Öllum möguleikum 0 er útilokuð útkoma. 2/5 0,4 40 % eru mögulegar útkomur 1 eða 100 % eru öruggar útkomur.

  3. Líkindareikningur - hverjar eru líkurnar? Í bekk eru 12 strákar og 14 stelpur. Ef við veljum einn nemanda af handahófi úr bekknum, hverjar eru líkurnar á að hann sé stelpa?

  4. Líkindareikningur - líkindatilraunir Oft notum við tilraunir til að meta líkurnar á að ákveðinn atburður eigi sér stað. Til dæmis þegar við köstum teningi þá vitum við ekki hver útkoman er. Við segjum að útkoman sé tilviljanakennd og að kasta teningi sé líkindatilraun. Hverjar eru líkurnar á að fá sex ef við köstum upp teningi? fjöldi hagstæðra útkoma _______________________ Líkur = fjöldi mögulegra útkoma

  5. Líkindareikningur - líkindatilraunir Prufum að kasta teningi 20 sinnum. Reiknum út líkurnar á að fá 6

  6. Líkindareikningur - líkindatilraunir Hvaða líkur eru á örin stoppi á bláum ? Ef þú snýrð hjólinu 100 sinnum hve oft er líklegt að örin lendi á bláum ?

  7. Líkindareikningur - Líkindatré Oft er gott að teikna líkindatré til að hjálpa okkur að segja til um líkur Teiknum upp líkindatré sem sýnir okkur mögulegar útkomur ef við köstum upp krónupeningi fyrsta kast annað kast

  8. Líkindareikningur - endurteknar líkindatilraunir Ef við köstum krónu tvisvar sinnum, hverjar eru líkurnar á að fá þorsk í bæði skiptin? Líkur á ákveðinni grein = margfeldi líkindanna á greininni

  9. Dragðu kúlu af handhófi. Settu hana svo ofan í kassann og dragðu aftur. Hvaða líkur eru á því að þú fáir bleika kúlu í bæði skiptin ? Hvað líkur eru á því að fá fyrst bleika og svo græna ? Hvaða líkur eru á því að fá mismunandi kúlur (bleika eða græna)? Dragðu kúlu af handhófi. Geymdu hana hjá þér og dragðu aftur. Hvaða líkur eru á því að þú fáir bleika kúlu í bæði skiptin ? Hvað líkur eru á því að fá fyrst bleika og svo græna ? Hvaða líkur eru á því að fá mismunandi kúlur (bleika eða græna) ?

More Related