1 / 28

Tekjuskipting á Íslandi: Þróun og ákvörðunarvaldar Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001

Kynning á fundi Alþýðusambands Íslands, 20. febrúar 2002. Tekjuskipting á Íslandi: Þróun og ákvörðunarvaldar Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001. Ásgeir Jónsson, Ásta Herdís Hall, Gylfi Zoega, Marta G. Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001.

sinjin
Download Presentation

Tekjuskipting á Íslandi: Þróun og ákvörðunarvaldar Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kynning á fundi Alþýðusambands Íslands, 20. febrúar 2002 Tekjuskipting á Íslandi: Þróun og ákvörðunarvaldarHaustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001 Ásgeir Jónsson, Ásta Herdís Hall, Gylfi Zoega, Marta G. Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson

  2. Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001

  3. Þýðing tekjujafnaðar • Jöfnuður hlýtur ávallt að hafa jákvæða merkingu. • Mikil misskipting dregur úr hagvexti og veldur eymd og óstöðugleika. • En hvernig á að skilgreina “jöfnuð” ? • Sumir vilja jafna lífskjör allra með tekjutilfærslum. • Aðrir vilja jafna tækifærin, en síðan sé uppskorið eins og til var sáð.

  4. Þýðing tekjujafnaðar • Jöfnuður er þó ekki hið sama og velferð. • Gini mælir ekki hversu margir eru undir fátæktarmörkum - aðeins bil á milli hópa. • Í nútímasamfélagi getur fólk auðgast án þess að aðrir verði fátækari. • Ójöfnur sem stafar af því að menntun, frumkvæði, dugnaður og útsjónarsemi skapa ný verðmæti, þarf því ekki að teljast slæmur. • Stundum verða árekstrar á milli jafnræðis og skilvirkni, hagvaxtar og jöfnuðar

  5. Hvaða máli skiptir tekjujöfnuður? • Viðhorf til launamunar ræðst af efnahags-aðstæðum, aldri og stjórnmálaskoðunum

  6. Hvaða máli skiptir tekjujöfnuður? Mynd 2.1 Afstaða til spurningarinnar um hvort launamunur sé of mikill á Íslandi

  7. Að mæla tekjujöfnuð • Tekjujöfnuður er yfirleitt mældur með Gini kvarða, sem liggur á milli 0 og 1. • Ef allir hefðu hnífjafnar tekjur, er Gini 0. • Ef einn hefur allt en hinir ekkert, er Gini 1. • Athugið að Gini mælir ekki aðeins mismun á hæstu og lægstu tekjum, heldur bil á milli allra tekjuhópa. • Jöfnuður getur breyst, jafnvel þótt bilið á milli þeirra efstu og neðstu haldist óbreytt. • En hægt er að mæla jöfnuð, ekki með tekjum heldur með neyslu, en neysla hlýtur að vera endanlegur mælikvarði á velferð.

  8. Hvað skýrir breytingar á ójöfnuði? • Launamunur hefur vaxið á Vesturlöndum á síðustu áratugum. • Alþjóðavæðing og tækniframfarir hafa verið nefnd til sögunar. • Alþjóðavæðing leiðir til samkeppni starfsmanna á Vesturlöndum við láglaunalönd í þriðja heiminum. • Tækniframfarir eru taldar hafa nýst menntuðu fólki fremur en ómenntuðu og þess vegna hefur launabil vaxið á milli þessara tveggja hópa.

  9. Hvað veldur auknum ójöfnuði? • Hagsveiflur hafa einnig mikil áhrif. • Uppsveiflur koma þeim tekjulægstu yfirleitt vel, vegna þess að atvinnuástandið batnar. • En niðursveiflur koma sér aftur á móti illa. • Þeir tekjulægstu er líklegastir til þess að verða atvinnuleysi að bráð eða fá tekjumöguleika sína skerta. • Ennfremur, getur verðbólga og háir vextir komið þeim tekjulægri mjög illa • Þess vegna er sveiflujöfnun sérlega mikilvæg.

  10. Staðan á Íslandi • Jöfnuður atvinnutekna minnkaði hérlendis í kjölfar niðursveiflu og stöðnunar 1988-94, m.a. vegna atvinnuleysis.

  11. Staðan á Íslandi • Yfirstandandi uppsveifla hefur ekki orðið til þess að auka jöfnuð atvinnutekna á nýjan leik. • Á árunum 1988-95 áttu sér stað gífurlegar kerfisbreytingar í efnahagslífi hérlendis. • Verðbólga hjaðnaði, fjármagnsmarkaðir urðu frjálsir og atvinnulífið tók stakkaskiptum. • Ójöfnuður virðist hafa aukist varanlega, m.a. vegna aukins launamunar á milli menntaðs og ómenntaðs vinnuafls og tilkomu fjármagnstekna.

  12. Tekjujöfnuður fyrir og eftir skatta Ójöfnuður hjá fjölskyldum og einstaklingum fyrir skatta og opinberar tilfærslur (vinstri mynd) og eftir (hægri mynd)

  13. Hvaða jöfnuður? • Jöfnuður eftir skatta og velferðarbætur jókst, þrátt fyrir að jöfnuður atvinnu- og fjármagnstekna ykist á sama tíma. • Þetta má rekja til aukinna tekjutenginga og hærri jaðarskattar á árunum 1988-94. • Jöfnuður fjölskyldutekna er einnig mun meiri en einstaklingstekna, þótt munurinn hafi minnkað á síðari árum. • Tilkoma fjármagnstekjur hefur aukið jöfnuð fjölskyldutekna en minnkað jöfnuð einstaklingstekna.

  14. Er aukinn jöfnuður heppilegur? • Ríkisvaldinu er ætlað að auka jöfnuð meðal þjóðarinnar - en því fylgja aukaverkanir. • Fólk missir hvata til vinnu ef afrakstur erfiðisins hverfur vegna skattheimtu og minni bóta. • Áhrifin eru sérstaklega mikil á tekjulágar konur sem hafa ekki lengur fjárhagslegan ávinning af vinnu utan heimilis. • Ef betur er að gáð sést að skattkerfisbreytingar eftir 1988 höfðu mun meiri áhrif á tekjujöfnuð kvenna en karla. • Ástæðan gæti verið minni atvinnuþátttaka kvenna.

  15. Tekjujöfnuður kynjanna Mynd 7.7 og 7.8 Ójöfnuður tekna karla og kvenna eftir skatta og opinberar tilfærslur eftir búsetu

  16. Hreyfanleiki • Ekki er nægjanlegt að skoða tekjudreifingu í kyrrstöðu, hreyfanleikinn skiptir öllu máli. • Öllum landsmönnum var skipt í 10 tekjuhópa árið 1988 og síðan var fylgst með ferðum þeirra á milli tekjuhópanna fram til ársins 2000. • Niðurstöðurnar sýna að Íslendingar eru alla jafna mjög hreyfanlegir innan tekjudreifingarinnar. • Hreyfanleiki kvenna var mun minni en karla á vinnumarkaði. • Sérstaklega voru konur í lægri tekjuþrepum fastar á sínum stað – þær voru fastar í “fátæktargildru”.

  17. Niðurstöður

  18. Tekjudreifing og búseta • Tekjujöfnuður er mismunandi á milli svæða. • Mesti ójöfnuðurinn er á Seltjarnarnesi, vegna innflutnings af tekjuháu fólki á síðasta áratug. (Garðabær er ekki langt undan) • Það er tiltölulega mikill ójöfnuður í litlum sjávarplássum en aftur á móti mikill jöfnuður á stöðum úti á landi sem stunda ekki sjávarútveg. • Mesti jöfnuðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í Efra Breiðholti, vegna þess að fáir tekjuháir búa þar. • Ójöfnuður og háar meðaltekjur fylgjast yfirleitt að á milli búsetusvæða.

  19. Tekjujöfnuður eftir landshlutum Mynd 8.1 Ójöfnuður í þéttbýli á Íslandi 2000

  20. Er jöfnuður heppilegur? • Er aukinn ójöfnuður á Seltjarnarnesi slæmur? • Fjölgun tekjuhárra einstaklinga leiðir til hærra útsvars og aukinna fjárráða. • Er það heppilegt ef jöfnuður eykst út á landi vegna þess að tekjuháir einstaklingar flytja burt, t.d. vegna þess að kvótinn flust burt? • Það er athugunarefni til framtíðar hvort tekjuhópar á Íslandi muni greinast niður eftir búsetusvæðum og velferðarkostnaður lendi misjafnlega á sveitarfélögum.

  21. Tekjudreifing og búseta Mynd 7.6 Atvinnutekjur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, meðaltekjur á landinu öllu eru jafnar 100 árið 1993

  22. Jöfnuður eftir búsetu Mynd 7.5 Þróun ójafnaðar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni

  23. Tillögur Fyrsta tillaga: Skilið verði á milli tekna og gjalda ríkisins með einfaldri reglu sem gerir ráð fyrir föstum og stöðugum vexti ríkisútgjalda sem taki t.d. mið af langtímahagvexti en sé óháður tekjuflökti vegna skammtímahagsveiflna.

  24. Tillögur Önnur tillaga: Dregið verði úr jaðarsköttum með minnkun tekjutenginga og lækkun skatthlutfalls.

  25. Tillögur • Þriðja tillaga: • Hvetja ætti til aukinnar og almennari menntunar með • sérstökum menntunarstyrkjum og auknu framboði og • fjölbreytni náms.

  26. Samandregið • Tekjujöfnuður á Íslandi er sá annar mesti í heimi á eftir Slóvakíu. • Að þessu leyti er landið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin. • Enn hafa engar stórkostlegar breytingar átt sér stað. • Hins vegar hefur ójöfnuð aukist hérlendis á síðustu árum. • Þjóðin er að greinast í sundur í tekjulegu tilliti eftir menntun, hæfileikum og búsetu. • Sú þróun felur í sér bæði kosti og galla.

  27. Næsta skýrsla Næsta haustskýrsla Hagfræðistofnunar verður helguð byggðaþróun á Íslandi.

More Related