1 / 30

Fasismi – nasismi

Fasismi – nasismi. Ítalía og Þýskaland 1918 – 1939 Bls. 88-99. Ítalía í lok fyrri heimsstyrjaldar. Í lok fyrri heimsstyrjaldar voru Ítalir vongóðir um að hljóta vænan ábata fyrir að hafa barist með Bandamönnum gegn Miðveldunum, sínum fyrri bandalagsríkjum

tuvya
Download Presentation

Fasismi – nasismi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fasismi – nasismi Ítalía og Þýskaland 1918 – 1939 Bls. 88-99

  2. Ítalía í lok fyrri heimsstyrjaldar • Í lok fyrri heimsstyrjaldar voru Ítalir vongóðir um að hljóta vænan ábata fyrir að hafa barist með Bandamönnum gegn Miðveldunum, sínum fyrri bandalagsríkjum • Við Versalasamningana urðu þeir hins vegar fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að þeir hlytu engin áhrifasvæði á Balkanskaga, einungis skerf af Suður-Tíról og svæðið í kringum Trieste • Reyndar var þátttaka Ítala í fyrra stríði ekki til þess fallin að auka hróður þeirra á alþjóðavettvangi, þrátt fyrir að hafa teflt fram hátt í sex milljón manna her og misst yfir 700.000 þá skipti þátttakan í raun engu um gang stríðsins Valdimar Stefánsson 2007

  3. Ítalía í lok fyrri heimsstyrjaldar • Eftir styrjöldina glímdi ítalska ríkisstjórnin við aukið atvinnuleysi og vaxandi verðbólgu líkt og stjórnvöld annarra ríkja álfunnar • Ekki bætti úr skák að þá, eins og nú, skiptist landið í tvennt í efnislegu tilliti, annars vegar hinn iðnvæddi norðurhluti og hins vegar bláfátækur suðurhlutinn • Í landbúnaðarhéruðunum í suðurhlutanum réðu stórlandeigendur og glæpaflokkar (mafían) lögum og lofum • Í norðurhlutanum náði hins vegar Kommúnistaflokkurinn miklum ítökum og var með um þriðjung þingsæta á ítalska þinginu en fylgi þeirra í suðurhlutanum var mun veikara Valdimar Stefánsson 2007

  4. Kommúnistaflokkur Ítalíu • Kommúnistaflokkur Ítalíu varð til þegar meirihluti sósíalista tók afstöðu með bolsévikkum í rússnesku byltingunni • Leiðtogi flokksins var Antonio Gramsci sem var af bláfátækum ættum og er talinn meðal merkari pólitískra hugsuða 20. aldar • Flokkurinn beitti sér fyrir víðtækum verkföllum og enduðu þau með því að víða tóku verkamenn verksmiðjurnar á sitt vald og reyndu að reka þær á eigin spýtur • Á Suður-Ítalíu börðust kommúnistar fyrir því að smábændur gerðu jarðir stórlandeigenda upptækar og skiptu þeim á milli sín en varð reyndar ekki mikið ágengt þar Valdimar Stefánsson 2007

  5. Fasistaflokkur Ítalíu • Árið 1919 kom nýr flokkur fram á sjónarsviðið, Fasistaflokkurinn, en hann kenndi sig við vendi (fascis) sem bornir voru á undan ræðismönnum Rómarveldis í fornöld • Flokksmenn voru í byrjun flestir uppgjafahermenn sem höfðu orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna úr stríðinu eða millistéttamenn sem verðbólga eftirstríðsáranna hafði leikið grátt • Stefna flokksins einkenndist af þjóðrembu, fortíðarþrá (Rómarveldi), útþenslustefnu og hernaðarhyggju auk dýrkunar á ríkisvaldinu og foringjanum Valdimar Stefánsson 2007

  6. Benito Mussolini • Foringi og stofnandi Fasistaflokksins var Benito Mussolini, fyrrum sósíalisti og syndikalisti, sem hafði brennt allar þær brýr að baki sér er hann tók eindregna afstöðu með stríðsþáttöku Ítala í heimsstyrjöldinni • Hann gekk í herinn og særðist í orrustu en ekki er meira vitað um afrek hans á vígvellinum • Mussolini reyndist öflugur leiðtogi flokksins og brátt tók að bera mikið á svartstakkasveitum hans sem stunduðu róstur og ofbeldi gegn sósíalistum af miklum móð, með þegjandi samþykki lögreglu og ráðamanna Valdimar Stefánsson 2007

  7. Rómargangan 1922 • Er sveitir Mussolinis höfðu tekist að skapa slíkan glundroða í öllu ríkinu að lá við borgarastríði, ákvað foringinn að efna til fjöldagöngu frá borginni Flórens til Rómar • Þegar komið var til Rómar settust 20 – 30 þúsund manns um borgina og kröfðust þess að konungur afhenti Mussolini völdin • Konungur og ríkisstjórn gugnuðu á úrslitastundu og útnefndu leiðtoga fasista forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn • Þrátt fyrir að vera í minnihluta í ríkisstjórninni og hafa lítið fylgi á þingi tók það Mussolini aðeins tvö ár að ná öllum völdum í sínar hendur Valdimar Stefánsson 2007

  8. Ítalía verður fasistaríki • Í kosningum árið 1924 hlaut Fasistaflokkurinn um 60% greiddra atkvæða og lýðræði á Ítalíu var þar með aflagt • Fasistar létu hendur standa fram úr ermum og ýmist myrtu andstæðinga sína eða vörpuðu þeim í fangelsi • Þingið varð valdalaus afgreiðslustofnun fyrir stórráð fasista sem í raun stýrði ríkinu og réði Mussolini þar lögum og lofum • Þrátt fyrir þetta höfðu fasistar allmikið fylgi meðal landsmanna sem kunnu vel að meta einurð þeirra og stefnufestu Valdimar Stefánsson 2007

  9. Efnahagsstefna fasista • Grunnatriði í efnahagsstefnu Mussolinis voru starfsgreinasamböndin en það voru ráð sem í áttu sæti fulltrúar atvinnurekenda, launþega og ríkisvalds • Þannig sögðust fasistar ætla að afnema stéttabaráttu og verkföll en raunin varð sú að fulltrúar ríkisins og atvinnurekenda stóðu jafnan saman gegn launþegum sem fengu lítt við ráðið • En sökum efnahagsuppsveiflunnar sem varð í Evrópu á þriðja áratuginum virtist sem stjórn fasista væri að gera flest rétt Valdimar Stefánsson 2007

  10. Framkvæmdir fasista • Fasistar beittu sér fyrir miklum opinberum framkvæmdum sem drógu snarlega úr atvinnuleysinu • Miklir mýrarflákar í Pódalnum voru þurrkaðir upp og gerðir að ræktarlandi, nýir vegir lagðir og stór hverfi byggð upp í Róm • Stóraukin hergagnaframleiðsla hleypti einnig nýju lífi í efnahag landsins • Mussolini náði sáttum við Páfagarð sem fékk sjálfstæði á nýjan leik árið 1927 og tryggði sér þannig stuðning fjölmargra trúaðra kaþólikka Valdimar Stefánsson 2007

  11. Fasisminn í kreppunni • Þegar heimskreppan skall á kom þó í ljós að efnahagsumbæturnar voru mest á yfirborðinu og varð Ítalía hart úti í samdrættinum • Reyndin var sú að fasistar breyttu ekki ítölsku samfélagi í neinum grundvallaratriðum, lítil breyting varð á embættismannakerfinu og á lægri stigum stjórnkerfisins gekk lífið áfram sinn vanagang • Þótt ofbeldi væri vissulega fylgifiskur fasismans er ekki hægt að líkja því saman við það sem varð í Þýskalandi skömmu síðar og gyðingaofsóknir voru óþekktar á Ítalíu fram undir síðari heimsstyrjöld Valdimar Stefánsson 2007

  12. Þýskaland eftir ósigurinn • Það kom í hlut sósíalista að setjast á valdastólana í hinu nýstofnaða Weimar-lýðveldi sem tók við af keisaradæminu þýska eftir ósigurin í fyrri heimsstyrjöldinni • Í fyrstu leit út fyrir að þeir hygðust hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sínum frá því fyrir stríð en sökum þess hörmungarástands sem stríðið hafði skapað í landinu varð minna úr efndum en skyldi • Enda fór svo að stjórnarseta sósíalista varð þeim lítt til framdráttar og kom þar fleira til en vandræðin í efnahagsmálunum Valdimar Stefánsson 2007

  13. Áfall ósigursins • Hin þýska þjóð varð fyrir gífurlegu áfalli er stríðið tapaðist enda virtist margt benda til annars nokkrum mánuðum fyrir stríðslok • Herstjórnin var ákveðin í að taka ekki afleiðingum gerða sinna og tókst að firra sig allri ábyrgð á ósigrinum • Þeim tókst einnig að telja þjóðinni trú um að hinir raunverulegu svikarar við málstað þjóðarinnar væru stjórnmálamennirnir sem undirrituðu hina smánarlegu friðarsamninga • Þannig var staða sósíalista í raun töpuð áður en þeir hófust handa við að endrureisa þjóðfélagið sem nánast var á vonarvöl Valdimar Stefánsson 2007

  14. Uppreisn spartakista • Ekki bætti úr skák að róttækari sósíalistar, svonefndir spartakistar, sem hafnað höfðu stríðsrekstrinum frá upphafi, töldu hina hófsömu til svikara við byltinguna og fór svo að þeir gerðu vopnaða uppreisn gegn stjórninni árið 1919 • Ríkisstjórn sósíalista gerði þá þau mistök að kalla til sveitir uppgjafahermanna, fríliðasveitirnar, til að berja uppreisnina niður en ekki hinn eiginlega her landsins sem hefði þá e. t. v. öðlast tiltrú á stjórninni • Fríliðasveitirnar brutu uppreisnina á bak aftur af mikilli hörku og myrtu leiðtoga spartakista, þau Karl Liebknecht og Rósu Luxemburg Valdimar Stefánsson 2007

  15. Fríliðasveitirnar • Eftir sigurinn á spartakistum efldust fríliðasveitirnar mjög og beittu sér nú eindregið gegn allri lýðræðisþróun í Þýskalandi • Ljóst er að þeir stóðu á bak við fjölmörg morð á háttsettum stjórnmálamönnum, sósíalistum og frjálslyndum, auk þess að ógna og misþyrma þeim borgurum sem þeir töldu ala með sér óþýskar skoðanir • Þótt þeir væru síður en svo einir um hermdarverk, kommúnistar gerðu líka sitt besta, þá nutu þeir velvildar lögreglu og dómstóla og voru sjaldnast dæmdir til refsingar þótt sektin væri augljós Valdimar Stefánsson 2007

  16. Weimar – lýðveldið • Hið nýja Weimar-lýðveldi, sem sett var stjórnarskrá á stjórnlagaþingi í borginni Weimar, var sambandsríki 17 fylkja en æðsta valdastofnunin var ríkisþingið sem kosið var til í almennum kosningum • Æðsti embættismaður ríkisins var forsetinn sem skipaði kanslara (forsætisráðherra), yfirmenn hers og helstu embættismenn • Að auki gat forseti, samkvæmt 48 grein stjórnarskrárinnar, stjórnað lýðveldinu með neyðartilskipunum ef hann taldi öryggi ríkisins í hættu en ríkisþingið þurfti að leggja blessun sína yfir þær síðar Valdimar Stefánsson 2007

  17. Kappuppreisnin • Mikil óánægja meðal íhaldsamra þjóðernissinna braust út í Kappuppreisninni sem naut stuðnings herforingjanna Hinderburgs og Ludendorffs • Það voru einkum hinir auðmýkjandi Versalasamningar sem gerðu þar útslagið • Herinn neitaði að berjast gegn uppreisnarmönnum en uppreisnin var brotinn á bak aftur með allsherjarverkfalli sem verkalýðsforystan stóð að • Dómarar sáu svo til þess að forsvarsmenn uppreisnarinnar fengu væga dóma fyrir tiltækið Valdimar Stefánsson 2007

  18. Óðaverðbólga og efnahagsþrengingar • Þýska keisarastjórnin hafði rekið stríðið á lánum sem hún hugðist greiða með væntalegum stríðsskaðabótum að sigri unnum • Eftir stríðið óx síðan atvinnuleysið hröðum skrefum og til að greiða atvinnulausum bætur hélt stjórnin áfram að prenta peningaseðla sem urðu sífellt verðminni í vaxandi verðbólgu • Til að bæta gráu ofan á svart hertóku Frakkar Ruhrhéraðið, til að tryggja greiðslu stríðsskaðabóta, og þar varð þýska stjórnin af stórum hluta tekna sinna • Niðurstaðan varð óðaverðbólga sem erfiðlega gekk að kveða niður Valdimar Stefánsson 2007

  19. Bjartari tímar • Undir árslok 1923 tók að birta til í efnahagsmálunum • Stresemann kanslari gekk að skilyrðum Bandamanna um greiðslu stríðsskaðabótanna gegn því að þeim yrði dreift á lengri tíma • Á móti kom síðan hagstætt lán frá Bandaríkjunum til að rétta efnahag ríkisins við • Ný mynt var tekin í notkun og verðbólgan hjaðnaði hratt, mikill vöxtur hljóp í efnahagslífið, einkum vegna fjárstreymis frá Bandaríkjunum • Árið 1925 tókst svo Stresemann að rjúfa einangrun Þýskalands á alþjóðavettvangi með samkomulagi við Vestureldin um landamæri ríkisins Valdimar Stefánsson 2007

  20. Veilur í efnahagslífinu • Svo virtist sem Þýskaland væri að rétta úr kútnum en ekki var allt sem sýndist • Efnahagslíf landsins stóð og féll með erlendum lánum sem gjarnan voru nýtt í útflutningsframleiðslu en innlendi markaðurinn sat á hakanum • Miklar fjárfestingar í stóriðjunni gerðu það að verkum að fyrirtækin stóðu mjög höllum fæti þegar kreppan mikla skall á • Hindenburg marskálkur var kjörinn forseti lýðveldisins árið 1925 og leist frjálslyndum illa á að fá slíkan íhaldskurf í þessa valdastöðu en Hindenburg reyndist þó halda sig mest til hlés í hinu daglega stjórnmálavafstri Valdimar Stefánsson 2007

  21. Afleiðingar kreppunnar • Þegar kreppan skall á var þýskt efnahagslíf illa í stakk búið til að fást við samdráttinn • Einkum var það innköllun erlendra lána sem kom illa við framleiðslufyrirtækin • Árið 1932 hafði þjóðarframleiðslan minnkað um helming og um sex milljónir manna voru án atvinnu • Fjölmargt fólk úr millistétt féll niður í hóp öreiga og átti erfitt með að sætta sig við það • Andstæður í stjórnmálum skerptust, kommúnistar juku fylgi sitt á vinstri vængnum en á hægri vængnum sópuðu þýskir nasistar til sín fylgi en fylgishrun varð hjá miðjuflokkunum Valdimar Stefánsson 2007

  22. Nasistaflokkurinn fyrir kreppuna • Hitler var orðinn foringi Þjóðernisjafnaðarflokkinn (Nasistaflokksins) árið 1921 og tveimur árum síðar stóð flokkurinn að misheppnaðri uppreisnartilraun í München • Hitler var dæmdur í fimm ára fangasvist en sat ekki inni nema í níu mánuði og notaði þá tímann til að rita bók sína Barátta mín (Mein Kampf) • Á árabilinu fram að kreppunni áttu nasistar í erfiðleikum með að safna að sér fylgi í kosningum þar sem efnahagsbatinn gerði öllum öfgasamtökum erfitt fyrir • Fjárahagur flokksins var þröngur en ítalskir fasistar studdu hann þó með fjárframlögum Valdimar Stefánsson 2007

  23. Fylgisaukning Nasistaflokksins • Fylgisaukning Nasistaflokksins í þingkosningum, eftir að kreppan skall á, varð gífurleg • Í kosningum árið 1928 hafði flokkurinn einungis hlotið 2,6% fylgi en tveimur árum síðar var fylgið komið í 18,3% • Þá var upp komin sú staða á þinginu að miðflokkarnir gátu ekki myndað starfhæfa stjórn og næstu þrjú árin stjórnaði Hindenburg forseti landinu með neyðartilskipunum • Í þingkosningunum 1932 var fylgi nasista komið í 37,3% og Nasistaflokkurinn orðinn langöflugasti flokkur landsins Valdimar Stefánsson 2007

  24. Valdataka Hitlers • Í janúar árið 1933 ákvað Hindenburg forseti að útnefna Hitler sem kanslara ríkisins en þótt Nasistaflokkurinn væri orðinn sá stærsti á þingi þá höfðu þeir ekki meirihlutann og var því mynduð samsteypustjórn með miðflokkunum • Hitler boðaði til nýrra kosninga en þrátt fyrir að nasistar fengju um 43% atkvæða dugði það ekki til meirihluta • Í lok febrúar 1933 kom upp eldur í þinghúsinu og kenndu nasistar kommúnstum um brunann • Hitler notaði þinghúsbrunann sem átyllu og fékk Kommúnistaflokkinn bannaðan og þingmenn hans voru sviptir þingsætum sínum Valdimar Stefánsson 2007

  25. Valdataka Hitlers • Að þessu búnu veitti þingið Hitler alræðisvöld til að koma á ró í landinu og var sú tillaga studd af borgaralegu flokkunum en sósíaldemókratar greiddu atkvæði á móti • Þessi völd notaði Hitler síðan til þess að banna starfsemi annarra stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga og koma á strangri ritskoðun • Það tvennt sem einkum varð þess valdandi að nasistar komust til valda í Þýskalandi var annars vegar kreppan, sem leiddi til mikillar fylgisaukningar öfgaflokka, og hins vegar deilur kommúnista og sósíaldemókrata, en þessir flokkar hefðu sameinaðir getað staðið gegn nasistum Valdimar Stefánsson 2007

  26. Nasisminn í verki • Eftir valdatöku nasista var þýsku samfélagi umbylt • Sambandsríkið var leyst upp og í staðinn komið á miðstýrðu ríki þar sem Hitler hafði öll völd á sinni hendi, flokksforingi, kanslari og, frá 1934, forseti • Nasistar voru skipaðir í öll æðstu embætti landsins og sérhver andstaða barin niður af lögreglu og stormsveitum • Skólakerfið, frá barnaskóla og upp úr, var mótað af hugmyndafræði nasismans • Andstæðingar nasista og fólk af gyðingaættum var rekið frá skólum og menningarstofnunum og margir helstu vísinda- og fræðimenn Þýskalands flúðu land Valdimar Stefánsson 2007

  27. Áróðursmeistari nasista • Jósef Göbbels var sérstakur áróðursmálaráðherra nasista og afar slyngur sem slíkur • Viðamiklar her- og skrautsýningar voru stór þáttur í áróðursherferðum eftir að nasistar komust til valda, svo og viðamiklir fjöldafundir, og átti Göbbels jafnan stóran hluta í skipulagningu þeirra • Í menningarmálum voru nasistar sérlega afturhaldssamir og má segja að öll sú list sem sköpuð var fyrir 1850 hafi verið útskúfuð úr söfnum ríkisins Valdimar Stefánsson 2007

  28. Efnahagsmál • Í efnahagsmálum sviku nasistar öll loforð um þjóðnýtingu en ýttu þess í stað undir hringamyndun þannig að nær öll efnahagsleg völd í landinu komust í hendur nokkurra forstjóra sem að sjálfsögðu voru afar hliðhollir nasistum • Gríðarlegt átak var gert í atvinnumálum strax og nasistar tóku völdin, hraðbrautir lagðar yfir landið, íbúðarhús reist og stóraukin hernaðaruppbygging • Á síðustu árum fjórða áratugarins var innflutningur á hráefnum til iðnaðar kominn langt fram úr útflutningi og viðskiptajöfnuðurinn það óhagstæður að ljóst var að ekki myndi ganga svo lengi enn Valdimar Stefánsson 2007

  29. Kynþáttahyggja Hitlers • Grundvallarhugmyndafræði Adolfs Hitlers var kynþáttahyggja • Hann trúði því að í náinni framtíð hlyti að koma til úrslitaátaka milli þeirra tveggja kynstofna sem fremstir voru, þ. e. aría annars vegar og gyðinga hins vegar • Með því að láta til skarar skríða gegn gyðingum þegar í stað mætti forða heiminum frá komandi glötun • Gyðingahatur Hitlers var síður en svo nýmæli í evrópskri menningu en segja má að nasistar hafi fært það yfir á annað stig með kerfisbundinni áætlun sinni um „endanlega lausn gyðingavandamálsins“ Valdimar Stefánsson 2007

  30. Þjóðernishyggja Hitlers • Hitler tengdi saman þjóðernisstefnu sína og kynþáttahyggju í utanríkismálum þar sem hann taldi það skyldu þjóðarinnar og köllun að auka lífsrými sitt til austurs og kveða um leið niður hina gyðinglegu bolsévikkabyltingu • Hann lagði mikla áherslu á einingu þjóðarinnar og um margt má líkja hugmyndum hans um kynþættina við hugmyndir kommúnista um stéttir • Staða foringjans var einstök í hugmyndafræði nasismans, þar sem notast var við ofurmennishugmyndir Nietzches og dulræn tengsl foringjans við vilja þjóðarinnar Valdimar Stefánsson 2007

More Related