1 / 42

Námstækni

Námstækni. Vinnubrögð í námi Skipulagning náms. Dagskrá. Námshringurinn Skipulagning náms - dagbókarskráning Lestrartækni Minnistækni Skipulagning náms - gerð tímaáætlunar Glósutækni Aðalatriði – vísbendingar Undirbúningar fyrir próf – próftaka

zavad
Download Presentation

Námstækni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Námstækni Vinnubrögð í námi Skipulagning náms

  2. Dagskrá • Námshringurinn • Skipulagning náms - dagbókarskráning • Lestrartækni • Minnistækni • Skipulagning náms - gerð tímaáætlunar • Glósutækni • Aðalatriði – vísbendingar • Undirbúningar fyrir próf – próftaka • http://www.kvenno.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1889

  3. Námshringurinn • Hvar var stigagjöfin hæst? • Hvar var stigagjöfin lægst?

  4. Rafrænt efni GardnerFjölgreindirhttp://www.nams.is/klarari_klb/index.htmNámsaðferðirhttp://vark-learn.com/english/index.asp

  5. Námstækni-1 • Skipulagning náms - dagbókarskráning • Lestrartækni Minni Skipulagning Glósutækni Lestur Próftaka Aðalatriði

  6. Skipulagning náms-dagbók • Halda skrá yfir daglegar athafnir í 5 daga. • Skrá t.d. kennslustundir, heimanám (sundurgreina námsgreinar), tómstundir, tíma sem fór í að ,,gera ekki neitt”, svefn o.s.frv. • Draga saman í lokin og skrá í hvað mesti/minnsti tíminn fór.

  7. Þriggja þrepa lestrarlíkan 1 Að líta yfir námsefnið „Skima” 2 Lestur á texta 3 Upprifjun HG

  8. Lestrartækni • Skimun • Lestur á texta (djúplestur/nákvæmnislestur) • Upprifjun • Verkefni: Notið námsbók t.d.í sögu til að vinna verkefnið. Lesið 3-4 bls. með ofangreindri lestraraðferð. Notið meðfylgjandi eyðublað til upprifjunar.

  9. Muna! • Dagbókarskráningu heima. • Æfa sig í að nota þriggja þrepa lestrarlíkan: skimun/lestur á texta/upprifjun.

  10. Námstækni næst: • Minni • Gerð vikuáætlunar • Glósutækni

  11. Námstækni-2 • Minnistækni • Skipulagning náms-gerð tímaáætlunar • Glósutækni Minni Skipulagning Glósutækni Lestur Próftaka Aðalatriði

  12. Minni • Skammtímaminni • Langtímaminni • Minnisaðferðir

  13. Skammtímaminni/langtímaminni • Nýjar upplýsingar fara í skammtímaminnið (STM). Geymum þær aðeins í stuttan tíma (u.þ.b. 7-9 ný atriði geymast í um 20 sekúndur). • Verðum að færa atriði úr STM í langtímaminni (LTM) til að muna í lengri tíma. • Grundvallaratriði að tengja nýjar upplýsingar (nýtt námsefni) fyrri reynslu og þekkingu (námi).

  14. Skammtímaminni/langtímaminni • Notum ákveðnar minnisaðferðir til að setja og geyma upplýsingar í langtímaminni. • Minnistæknina notum við síðan til að endurheimta úr langtímaminninu þegar við þurfum á því að halda, t.d. í prófi. • Með skipulagi og reglu má ná stjórn á LTM og tryggja skjóta upprifjun þegar á þarf að halda.

  15. Verkefni • Lesið texta merktan A í 1 mínútu og leggið hann á minnið. • Rifjið upp textan með því að skrifa hann aftan á blaðið. Þið fáið 1 mínútu til verksins. • Hvað munduð þið mörg orð?

  16. Verkefni • Lesið texta B í 1 mínútu og leggið hann á minnið. • Rifjið upp textann með því að skrifa hann aftan á blaðið eins og áðan. Þið fáið aftur 1 mínútu. • Hvað munduð þið mörg orð?

  17. Minnisaðferðir • Hvaða aðferðir notið þið? • Dæmi um minnisaðferðir: skilja efnið glósa strika undir sjá innihaldið fyrir sér (sjónminni) búa til sögu hugarkort þylja atriðin o.s.frv.

  18. Minnisaðferðir • Viðhorf skiptir máli. Neikvætt viðhorf hamlar, jákvætt hvetur. • Finndu einhvern tilgang með náminu. Afhverju er nauðsynlegt að kunna þetta? • Lærðu frá hinu almenna til hins sérstæða. Sjáðu heildarmyndina fyrst. • Búðu til tengingar (við fyrra nám, reynslu eða bara að ímynda þér eitthvað).

  19. Minnisaðferðir • Afslappaður nemandi man frekar. • Dragðu úr truflun. Sá sem er að gera margt í einu er ekki með fulla athygli á neinu og man því síður. • Gott að dreifa námsefninu, þrepa námið, og taka hlé. • Lærðu aðeins meira en nauðsynlega þarf um ákveðið efni, þú manst það frekar.

  20. Minnisaðferðir • Hættu að nota einungis skammtímaminnið með því að frumlesa fyrir próf. • Próflestur felst í upprifjun á áður lesnu/lærðu efni. Meiri líkur á að geta munað og sótt flókið efni í langtímaminnið. • Lærðu með því að framkvæma (Learning by doing/John Dewey). • Nýttu það áður en þú týnir því.

  21. Nota myndræntákn Koma skipulagi á gögnin svo þú skiljir

  22. Teiknaðu-miðjumynd -greinar Skrifaðu-grunnhugtökin Byrjun Númeraröð 123 Stigveldi Bættu við-greinum-undirgreinum Uppsetning Notaðu áherslu! Aðalatriðið Notaðu tengingar örvar-litir-tákn Eiginn stíll Aðferðir Hægt að nota MindManager Vertuskýr Prentstafir-línulengd o. fl.

  23. Gerð tímaáætlunar • Setjið fyrst inn fasta liði og daglegar athafnir, t.d. kennslustundir, íþróttir/tómstundir, matartíma, svefn o.s.frv. • Gerið ráð fyrir ,,smáu” hlutunum sem taka samt tíma (kaupa hitt og þetta). • Tími fyrir afslöppun og eitthvað skemmilegt.

  24. Gerð tímaáætlunar • Raunhæf markmið (það sem tekur 4 klst. tekur ekki 2 klst.). • Sveigjanleiki. Óvæntir hlutir geta komið upp. Gerið ráð fyrir þeim í tímaáætluninni (opinn tími). • Áætlið 2 klst. heimanám fyrir hverja kennslustund. Árangurinn kemur fram á prófi.

  25. Gerð tímaáætlunar • Ekki gera maraþonáætlun í námi. Þrepa námið niður og vinna í styttri lotum. • Gerið ráð fyrir ,,pásu”. • Skýrir upphafs- og endatímar. • Gerið ráð fyrir því óvænta. Bílar bila, börn veikjast, tölvan frýs o.s.frv. Þá er gott að hafa varadekk og eiga einhvern bakhjarl.

  26. Næst: • Aðalatriði • Próftaka • Prófkvíði

  27. Næst • Aðalatriði • Undirbúningur fyrir próf • Próftaka

  28. Prófkvíði Hvað er til ráða?

  29. Dagskrá • Kvíði og kvíðaviðbrögð • Hugsanir • Tilfinningar • Vinnubrögð • Slökun • Atriði sem getið aukið kvíða

  30. Kvíði og kvíðaviðbrögð - einkenni • Hugsun: Ég get þetta ekki; mér tekst aldrei að klára; þetta er hræðilegt; ég fell o.s.frv. • Tilfinningar: kvíði, vanlíðan o.s.frv. • Líkamleg einkenni: líkamleg spenna, óþægindi í maga, ógleði, skjálfti, sviti, aukinn hjartsláttur o.fl. • Hegðun: truflun á einbeitingu, getur ekki lesið fyrir próf, erfitt með að stija kyrr, skipuleggur ekki próflestur, hættir við að taka próf (veik/ur).

  31. Kvíði og kvíðaviðbrögð • Hugsun: Ég segist vera veik(ur); ég sleppi prófinu; ég geri þetta seinna; ég læri allt utanbókar; stöðugar áhyggjur af prófunum. • Tilfinningar: Kvíði, óróleiki, reiði. • Líkamlegt: Vöðvabólga, þreyta, svefnleysi, höfuðverkur o.fl. • Hegðun: Hliðrun; dregur sig í hlé; kemur sér undan kröfum; einbeitir sér að því að læra betur, læra allt.

  32. Hugsanir • Hugsanir einkennast af neikvæðni og rökvillum. • Alhæfingar – dæma sjálfan sig útfrá einstaka atburðum eða hegðun. • Bjögun í vali á upplýsingum – einblína á veikleika; gleyma styrkleika. • Allt eða ekkert hugsun – sjá heiminn annað hvort svartan eða hvítan, gleyma gráa svæðinu. Dæmi: Ég næ prófinu aldrei hvort sem er.

  33. Hugsanir • Persónulegir hlutir – taka inn á sig hluti; taka á sig of mikla ábyrgð • Draga fljótfærnislegar ályktanir – vera með forspár og fordóma sem eiga ekki við rök að styðjast; dæma sig út frá ímynduðum forsendum. Dæmi: Ég er ekki nógu klár til að leysa formúlur.

  34. Hugsanir-hvað er til ráða? • Fáðu skýra mynd af þessum hugsunum. Hvenær birtast þær? Talaðu um þær; skrifaðu þær niður. • Hugsaðu á gagnrýninn hátt um slíkar fullyrðingar. Reyndu að sundurgreina hvað eru raunhæfar hugsanir og hverjar eru ímyndun.

  35. Rangar hugsanir – 6 góð ráð • 1. Stopp – ef þú finnur fyrir því að slíkar hugsanir eru að taka völdin, segðu stopp. • Fylltu hugann af jákvæðum hugsunum, það dregur úr kvíðahugsunum. Láttu þig dreyma um eitthvað jákvætt. • Sjáðu fyrir þér í huganum góðan árangur. Sjáðu þig sem sigurvegara.

  36. Rangar hugsanir – 6 góð ráð • Beindu athyglinni að einhverjum hlut í umhverfinu. Skoðaðu hann í smáatriðum, t.d. mynd á vegg. • Hrósaðu sjálfum/sjálfri þér í huganum. Talaðu jákvætt við þig í huganum (eins og þú myndir tala við vin). • Hugleiddu hvað er það versta sem gæti gerst. Er heimsendir í nánd?

  37. Tilfinningar – Slökun - 7 góð ráð • Beindu athyglinni að andardrættinum – andaðu djúpt 2-3 sinnum. • Beindu athyglinni að líkamanum. Segðu vöðvunum að slaka á. Farðu yfir öll svæði líkamans (slökun). • Spenntu og slakaðu á vöðvum til skiptis (auðveldara að finna slökunina). • Notaðu ímyndunaraflið og ferðastu í huganum á stað sem þér líður vel á.

  38. Tilfinningar – 7 góð ráð • Lýstu tilfinningunum (verkjunum) fyrir þér í huganum. Hvar eru þær, hvernig eru þær á litinn og í laginu o.s.frv. • Stundaðu líkamsrækt. Eitthvað sem fær hjartað til að slá örar. • Leitaðu aðstoðar ef þessi ráð duga ekki. Sérstaklega ef þú finnur fyrir depurð, þunglyndi eða finnst þú félagslega einangruð/einangraður.

  39. Atriði sem geta aukið kvíða • Hreyfingarleysi. • Tímaskortur – lélegt skipulag. • Aðgerðarleysi. • Fresta/ýta frá sér verkefnum. • Óreglulegur svefn. • Óhollar matarvenjur (sykur, kaffi o.fl.). • Óhóf t.d. í mat, tóbaki og áfengi • Vosbúð eða kuldi (sérstaklega ef þú ert þreytt/ur).

  40. Atriði sem geta aukið kvíða • Þröng og óþægileg föt (sérstaklega úr gerviefnum). • Mikið áhorf á ofbeldis- og hryllingsmyndir. • Hlustun á háværa og skerandi tónlist. • Mannmargir, háværir staðir og fráhrindandi umhverfi s.s. verksmiðjur, flugvellir, skemmtistaðir. • Umgengni við fólk sem er neikvætt, dómhart og tillitslaust.

More Related