420 likes | 778 Views
Garðyrkjufélag Íslands. Vorlaukalisti 2007. Hnýði skógarsóleyja og asíusóleyja. Skógarsóleyjar / anemonur eru lagðar í bleyti í 3-4 klst. fyrir gróðursetningu. Á Anemonum koma í ljós ör eftir stöngla að ofan en rætur að neðan. Asíusóleyjar / ranunculus eru lagðar í bleyti í 12-24 klst.
E N D
Garðyrkjufélag Íslands Vorlaukalisti 2007
Hnýði skógarsóleyja og asíusóleyja • Skógarsóleyjar / anemonur eru lagðar í bleyti í 3-4 klst. fyrir gróðursetningu. • Á Anemonum koma í ljós ör eftir stöngla að ofan en rætur að neðan. • Asíusóleyjar / ranunculus eru lagðar í bleyti í 12-24 klst. • Á asíusóleyjum eiga klærnar að snúa niður. • Þeir sem eru enn í vafa geta gróðursett laukana upp á rönd. • Gæta þarf þess að ekki sé of heitt og/eða of blautt á þessum hnýðum fyrst eftir gróðursetningu, því á hættir þeim til að rotna.
Rauð einföld blóm Hæð: 20-25cm Skógarsóley / snotra Anemone coronaria Hollandia
Rauð og hvít einföld blóm Hæð: 20-25cm Anemone coronaria bicolor Skógarsóley / snotra
Blá einföld blóm Hæð: 20-25cm Skógarsóley / snotra Anemone coronaria ´Mr.Fokker´
Gott að forrækta í gróðurhúsi. Sómir sér vel í gróðurskála. Þarf sól, skjól og stuðning út í garði. Litur: Rauður Hæð: 1,5 – 2,5m Stokkrós Alcea rosea
Gott að forrækta í gróðurhúsi. Sómir sér vel í gróðurskála. Þarf sól, skjól og stuðning út í garði. Litur: Hvítur Hæð: 1,5 – 2,5m Stokkrós Alcea rosea
Litur: Rauður Hæð: 50-60cm Þarf rakan jarðveg, bjartan og hlýjan stað. Gott að forrækta inni Blómgast í júlí Musterisblóm Astilbe
Begóníur eru með litríkustu blómum sem við getum haft í pottum eða í garðinum. Hýðunum er komið af stað í rakri mómold við vægan hita og síðan pottuð (holan í hnýðinu er látin snúa upp). Gott að forrækta inni, blómstra fram í frost, en eru ekki frostþolnar. Hnýðin eru geymd á þurrum stað að vetrinum við ca. 10°C. Blómlitur: Tvílit, gul og rauð Fyllt. Hæð: 25-41cm Skáblað Begonia ´Picotee´
Litur: Bleikur Fyllt Hæð: 20cm Skáblað Begonia Grandiflora
Litur: Hvítur Fyllt Hæð: 20cm Skáblað Begonia Grandiflora
Rauð blóm Hæð: 50-70cm Hentar vel í sólskála eða sem stofublóm. Stofukanni Canna ‘Red King´
Hvít blóm Hæð 15-25cm Blómstrar í maí – júní hvítum, ilmandi blómum, er þó ekki alltaf árviss með blómgun hér á landi. Er góð afskorin. Dalalilja eða liljur vallarins Convallaria majalis
Dalíur blómstra frá miðju sumri og fram í frost. Hnýðunum er komið af stað í rakri mómold við vægan hita og góða birtu. Vökvun stillt í hóf til að byrja með. Hnýðin eru geymd á þurrum stað að vetrium við ca. 5-10°C. Hæð 60-80cm Litur: Rauður Glitfífill Dahlia decorative ´Garden Wonder´
Litur: Tvílit, rauð og hvít. Hæð: 60-80cm Glitfífill Dahlia decorativ ´Duet´
Litur: Fjólublár Hæð: 80-100cm Glitfífill Dahlia kaktus ´Purple Gem´
Litur: Bleikur Hæð: 60-80cm Glitfífill Dahlia kaktus bedding ´Park Princess´
Litur: Bleikur Hæð: 70-90cm Glitfílfar Dahlia pompon ´Stolze von Berlin´
Litur: Gulur Hæð: 80-100cm Glitfífill Dahlia dec. ´Canary Fubuki´
Fjölær, þokkafull og glæsileg, er alltaf í tísku enda mynda blómin hjarta. Þarf töluvert rými. Sól eða hálfskugga. Blómin bleik og hvít Hæð: 50-90cm Hjartablóm Dicentra spectabilis
Litur: Gulur Hæð: 25-35cm Góðar til afskurðar. Freyslilja Freesia
Litur: Blár Hæð: 25-40cm Góðar til afskurðar. Freyslilja Freesia
Sólelsk og hitakær, hentar vel í gróðurhús eða sólskála. Áburðarrík, sendin mold. Góð til afskurðar. Kornlilja Ixia spotlight mix
LILJUM þarf í öllum tilvikum að ætla skjólgóðan og sólríkan stað í garðinum og gott frárennsli, í mörgum tilvikum skýli yfir veturinn. Við pottræktun er liljulaukurinn látinn neðarlega í pottinn og látinn standa rétt upp úr moldinni. Potturinn er geymdur á svölum stað og þarf ekki mikla birtu í fyrstu. Því hægar sem laukurinn fer af stað því betra verður rótarkerfið. Eftir því sem stöngullinn vex er fyllt upp með mold og potturinn settur Í góða birtu en látinn vera áfram á svölum stað. Litur: Gul - kremhvít Hæð: 120cm Lilja ´Yelloween´ Lilium orinetale Yelloween
Blómin tvílit, bleik og hvít, hvíti liturinn út við jaðar blómsins. Hæð: 75-85cm Lilja ´Pep Talk’ Lilium orinetale ´Pep Talk´
Litur: Appelsínurauður Hæð: 75-85cm Lilium asiatica ´Brunello´ Lilja ´Brunello´
Forræktaðar í góðum potti, henta bæði í gróðurhús, stór ker eða í garðinn. Þurfa sól og skjól. Góðar til afskurðar. Litur: Fjólublá Hæð: 120 -150 cm, Jómfrúrlilja Gladiolus Fidelio
Litur: Appelsínugul Hæð: 120-150cm Jómfrúrliljur eru í flokki viðkvæmari jurta, þó harðgerðari en t.d. begóníur og dalíur. Jómfrúrlilja ´Peter Pears´ Gladiolus ´Peter Pears´
Litur: Bleik með rauðu Hæð: 120-150cm Jómfrúrlilja ´Wine and Roses´ Gladiolus ‘Wine and Roses´
Blómsmærriog lægri jómfrúrliljur, eru ekki eins viðkvæmar eins og þær sem eru blómstærri og hærri. Blandaðir litir Hæð: 70cm Jómfrúrlilja Gladiolus - Nanus Butterfly mix.
Hentar bæði í garðinn og gróðurhúsið. Góð afskorin. Litur: Bleikur Hæð: 40-50cm Eyjarlilja Nerine bowdenii
Hæð: 20cm Bleik blóm Fjölær. Smærur vilja frekar þurran jarðveg, henta því vel í steinhæðir. Gæfusmæra Oxalis ´Deppei Iron´
Bóndarósir geta orðið nokkuð gamlar og eiga helst að standa óhreyfðar lengi. Ekki má gróðursetja þær of djúpt. Brumin eiga aðeins að fara 2-4 cm niður Í moldina. Þurfa gott pláss, djúpan og frjóan jarðveg. Blómin fyllt, fölbleik. Hæð: 60 cm Bóndarós ´Sarah Bernhardt´ Paeonia lactiflora´Sara Bernhard´
Blómin dökkbleik, einföld með gulum frævlum. Hæð: 60cm Bóndarós ´Sword Dance´ Paeonia lactiflora´Sword Dance´
Forræktaðar inni. Henta vel í gróðurhús, garðskála, í ker eða í garðinn. Þurfa hlýjan stað. Blómin fyllt, appelsínugul. Hæð: 30-40cm Sjá meðferð á hnýðunum á glæru #1. Asíusóley Ranunculus asiaticus Pioen
Blómin fyllt, bleik. Hæð: 30-40cm Asíusóley Ranunculus asiaticus Pioen
Blómin fyllt, blandaðir litir. Hæð: 30-40cm Asíusóley Ranunculus asiaticus
Sægræn blöð, blómin bleik/hvít. Hæð: 35-40cm Hnoðri Sedum ´Frosty Morning’
Myndar jarðlægar breiður, góður í steinhæðir. Hæð 5-15cm Blómin dökkrauð. Steinahnoðri Sedum spurium
Hæð: 25cm Blandaðir litir. Sparaxis Sparaxis, mix
Blómlitur: Ljósbleikur Hæð: 70-90cm Langdepla Veronica fascination
Hæð: 70-90cm Litur: Fjólublár Bládepla Veronica lilac fantasy