1 / 37

Kristni

Kristni. Upphaf og mótun til 476. Upphaf kristni. Engin þeirra andlegu stefna sem urðu til í Rómarveldi hefur markað jafn djúp spor í menningarsögunni og kristin trú Kristin trú á upphaf sitt í gyðingdómi og tók að breiðast þaðan út til annarra menninga á fimmta og sjötta áratug fyrstu aldar

boyd
Download Presentation

Kristni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kristni Upphaf og mótun til 476

  2. Upphaf kristni • Engin þeirra andlegu stefna sem urðu til í Rómarveldi hefur markað jafn djúp spor í menningarsögunni og kristin trú • Kristin trú á upphaf sitt í gyðingdómi og tók að breiðast þaðan út til annarra menninga á fimmta og sjötta áratug fyrstu aldar • Hún skaut strax á 1. öld rótum í borgum við Miðjarðarhaf, einkum í Litlu-Asíu og löndum í kringum Palestínu; þá fyrst og fremst sem sértrúarsöfnuður gyðinga Valdimar Stefánsson 2006

  3. Heimildir um frumkristni • Helstu heimildir um upphaf kristninnar á áratugunum um miðja fyrstu öld eru bækur Nýja testamentsins • Guðspjöllin fjögur fjalla um starf Jesús Krists, dauða hans og upprisu (líklega í kringum árið 30) og eru rituð á árabilinu 60-90 • Postulasagan rekur starf postulanna, fyrst einkum Péturs en síðan Páls eftir að hann kemur til sögunnar allt fram til áranna 62 – 64 • Önnur rit Nýja testamentisins eru síðan bréf postulanna, einkum Páls, líklega rituð á tímabilinu um 50 - 70 Valdimar Stefánsson 2006

  4. Heimildir um frumkristni • Aðrar heimildir um frumkristnina en Nýja testamentið (einkum Tacitus og gyðingurinn Jósefus) eru hvorki miklar né nákvæmar þannig að erfitt er að meta heimildagildi hinna kristnu trúarrita • Rétt er þó að nefna að þar sem óháðar heimildir geta um kristnina, þótt i litlu sé, eru þær í engu ósamhljóða Nýja testamentinu Valdimar Stefánsson 2006

  5. Fyrsti áratugur kristninnar • Á fyrstu árunum eftir dauða Jesús boðuðu lærisveinar hans upprisuna í Jerúsalem, kenndu í musterinu þar og lutu forystu Péturs postula • Talsverður fjöldi tók hina nýju trú og fljótlega brugðust gyðingar við með því að hefja ofsóknir gegn kristna söfnuðinum þar • Þetta varð til þess að hinir kristnu tóku að dreifast til nágrannalanda og þannig mynduðust nýir söfnuðir þar Valdimar Stefánsson 2006

  6. Fyrsti áratugur kristninnar • Á þessum árum boðuðu lærisveinarnir upprisuna einungis meðal gyðinga og þeirra útlendinga sem tekið höfðu gyðingatrú • Söfnuðir sem spruttu upp utan Palestínu, s. s. í Sýrlandi og Egyptalandi, urðu þannig til innan gyðingasamfélaga þar • Engar heimildir eru um skipulagðar ofsóknir á hendur kristnu söfnuðunum á þessu tímabili; nema í Jerúsalem Valdimar Stefánsson 2006

  7. Sál verður Páll postuli • Einn þeirra sem gekk hart fram í ofsóknum á hendur kristna söfnuðinum í Jerúsalem var ungur faríseii, Sál að nafni • Sál var frá borginni Tarsus í Litlu-Asíu, rómverskur borgari, grískumælandi og vel menntaður, bæði í gyðingdómi og í heimsmenningu hellenismans • Á leið til Damaskus í Sýrlandi, til að ofsækja hina kristnu þar, varð Sál fyrir opinberun sem gjörbreytti honum og snerist hann þegar til kristni og tók upp nafnið Páll Valdimar Stefánsson 2006

  8. Páll postuli • Að frátöldum Jesús sjálfum á enginn jafnstóran þátt í að móta þróun kristninnar og tryggja þannig framgang hennar en Páll postuli • Hann var ötull trúboði sem ferðaðist um alla Litlu-Asíu og Grikkland og lauk síðan trúboði sínu í Rómarborg • Allt bendir til þess að þar hafi hann verið líflátinn í fyrstu ofsóknum gegn kristnum þar á valdatíma Nerós keisara, árið 64 • Það er til marks um mikilvægi Páls að hann hefur jafnan verið titlaður postuli án þess að vera einn lærisveina Jesús Valdimar Stefánsson 2006

  9. Páll postuli • Er Páll fer í sína fyrstu trúboðsferð tekur hann til við að boða trúnna á meðal heiðingja, án þess að leggja á það áherslu að þeir þyrftu að gangast undir lögmál gyðinga og umskerast • Þetta olli deilum meðal kristnu safnaðanna og lagðist söfnuðurinn í Jerúsalem gegn þessu háttalagi • Á fundi sem Páll sótti í Jerúsalem náðist síðan samstaða þar sem Páll hafði sitt fram að mestu Valdimar Stefánsson 2006

  10. Safnaðarlíf í frumkristni • Svo virðist sem söfnuðirnir hafi að jafnaði hist í heimahúsum á fyrstu áratugum kristninnar • Safnaðarfundir voru látlausir; söngur, fræðsla og umræður • Flestir safnaðanna fylgdu hinni gyðinglegu hefð þar sem skipaðir voru öldungar (presbyteros) er stýrðu söfnuðunum • Fljótlega komst sú hefð á að útnefna einn biskup (episkopos) sem vera skyldi fremstur meðal jafninga Valdimar Stefánsson 2006

  11. Stéttastaða kristinna • Nær fullvíst má telja að kristnin hafði framan af mun meira aðdráttarafl fyrir lágstéttafólk en þá sem betur voru stæðir en þó voru frá upphafi alltaf einhverjir vel stæðir borgarar á meðal safnaðarmeðlima • Mikil samhjálp ríkti í söfnuðunum, séð var fyrir nauðþurftum ekkna, munaðarleysingja og bágstaddra almennt, úr sameiginlegum sjóði og með sérstökum söfnunum var sent fé frá velstæðum söfnuðum til hinna bágstaddari Valdimar Stefánsson 2006

  12. Frumkristnin og Róm • Frá gyðingdómi tóku hinir frumkristnu í arf þá tilhneigingu að greina sig frá samfélagi heiðingjanna • Róm, á hinn bóginn, krafðist þess að sérhver meðlimur ríkisins færði fram fórn við mynd eða líkneski keisarans • Hvorki gyðingar né hinir kristnu töldu sér fært að verða við því en jafnan litu fulltrúar Rómar framhjá því, þótt öðru hverju kæmi til ofsókna Valdimar Stefánsson 2006

  13. Frumkristnin og Róm • Nær allir rómverskir sagnaritarar frá upphafsöldum krisninnar gefa kristnum mönnum slæma einkunn • Ástæðan liggur ekki í augum uppi þar sem þeir eru ekki að gagnrýna siðsemi þeirra • Liklegast er að sú afstaða hinna kristnu að vilja sem minnst hafa við hina heiðnu að sælda hafi valdið sömu kennd meðal Rómverja gagnvart þeim kristnu Valdimar Stefánsson 2006

  14. Kirkjan verður til • Í Nýja testamentinu er orðið kirkja (gr. ecclesia) notað sem samheiti yfir alla kristna menn en einnig sem heiti á stökum söfnuðum s. s. kirkjan í Antíokkíu • Þegar á leið og söfnuðir reistu sér samkomuhús færðist kirkjuheitið yfir á bygginguna Valdimar Stefánsson 2006

  15. Skipulagning kirkjunnar • Á 2. öld komst sú venja á að einn biskup sæi um stóran söfnuði eða nokkra samliggjandi • Brátt varð það viðurkennt að biskupar mikilvægustu borganna þættu mikilvægari en aðrir og þar kom að farið var að nefna fimm biskupa patríarka • Það voru biskuparnir yfir Alexandríu í Egyptalandi, Jerúsalem, Antiokkíu í Sýrlandi, Konstantínópel og Róm Valdimar Stefánsson 2006

  16. Kristin kenning þróast • Þegar á 2. öld var lagður grunnur að safni rita sem öll voru með einhverjum hætti vitnisburður um Jesú Krist • Lögðu forystumenn kirkjunnar alla áherslu á að sú eindrægni sem einkenndi trúnna á fyrstu áratugunum myndi ekki glatast • Helstu spekingar kristninnar frá 2. öld og fram á þá 5. hafa verið nefndir kirkjufeðurnir Valdimar Stefánsson 2006

  17. Jústiníus (um 100 – 165) • Jústiníus varð kristinn er hann var á milli þrítugs og fertugs eftir að hafa áður sökkt sér í stóuspeki og nýplatónsku • Hann hélt því fram að kristin kenning væri ekki aðeins skynsamleg heimspeki, heldur mætti finna sömu spekina í ófullkominni mynd í hjá gömlu grísku heimspekingunum • Þannig vísuðu Sókrates og Platón til Krists á sama hátt og Abraham og Móses Valdimar Stefánsson 2006

  18. Klementíus (um 150 – um 210) • Klementíus hélt áfram verki Jústiníusar, að laga kristna kenningu að mennningu hellenismans • Hann var menntaður í Alexandríu og því hæg heimatökin • Hann hélt því fram að heimspekin væri Grikkjum það sama og lögmálið gyðingum, þ. e. undirbúningur fyrir opinberun Jesús Krists Valdimar Stefánsson 2006

  19. Tertúllíanus (d. um 225) • Tertúllíanus var afrískur lærdómsmaður sem hafði stundað lögfræði og kennslu í Karþagó áður en hann kristnaðist • Þekktasta setning hans er líklega: ég trúi af því að það er fjarstæða! • Rit hans eru einkum ádeila á ýmsar hellenískar kenningar sem hann taldi spilla hinni hreinu kristnu kenningu og á endanum sagði hann skilið við kirkjuna • Áhrif hans síðar meir eru þó helst fólgin í því að hann ritaði á latínu og mótaði þannig tungutak miðaldakirkjunnar Valdimar Stefánsson 2006

  20. Origenes (185 – 254) • Origenes fetaði einnig í fótspor Jústínusar er hann ritaði hugleiðingar við flestar bækur biblíunnar þar sem hann nýtti sér heimspeki Grikkja til að að skýra út merkinguna í gyðinglegum texta • Hann varð öflugasti kennimaðurinn í samþættingu kristninnar og nýplatónskunnar þar sem hann tengdi logosarhugtakið við Krist og gerði þannig trúnna á hann að lykilhugtaki í frelsun sálarinnar frá hlekkjum holdsins Valdimar Stefánsson 2006

  21. Átök: Kristni og gnostíkismi • Gnostíkerar gengu út frá því að í öllum trúarbrögðum fælist nálgun við hinn mikla sannleika sem þeir einir bjuggu yfir • Gnostíkisminn tók því óhikað til handargagns ýmsar kenningar annarra trúarbragða, þar á meðal kristninnar • Hinir kristnu brugðust ókvæða við og töldu, reyndar með réttu, að með því væru gnostíkerar að tæla til sín saklausar kristnar sálir Valdimar Stefánsson 2006

  22. Átök: Kristni og eðli Krists Á 4. öld geisuðu miklar deilur um grundvallaratriði kristinnar trúar og mest þó um eðli Jesú Krists Hafði Kristur bæði mannlegt og guðlegt eðli, einungis guðlegt eða e. t. v. einungis mannlegt? Þessar deilur hjuggu mjög nærri einingu kirkjunnar svo við lá að varanlegur klofningur yrði innan hennar Valdimar Stefánsson 2006

  23. Átök: Kristnin og Aríanisminn • Aríus sem var prestur í kristna söfnuðinum í Alexandríu hafnaði guðdómleika Jesús á þeim forsendum að Guð væri einn • Hann tók að predika það að Kristur væri ekki hluti af Guði og hefði því aðeins mannlegt eðli • Þetta leiddi til harvítugs klofnings meðal kristinna manna allt þar til á fyrsta kirkjuþinginu í Nikeu árið 318 að kenning Aríusar var fordæmd • Aríanisminn skaut upp kollinum ítrekað eftir þetta í Austrómverska ríkinu allt fram á 6. öld Valdimar Stefánsson 2006

  24. Átök: Kristnin og eineðliskenningin Á 5. öld var enn tekist harkalega á um hvernig guðlegt og mannlegt eðli gætu farið saman í Jesú Kristi Þrenningarkenningin varð ofan á en nokkrar kirkjudeildir neituðu að sætta sig við það og héldu því fram að Kristur gæti aðeins haft guðlegt eðli Þessar kirkjudeildir klufu sig frá almennu kirkjunni og hafa verið sjálfstæðar síðan Valdimar Stefánsson 2006

  25. Átök: Kristni og eðli Krists Valdimar Stefánsson 2006

  26. Hieronymus (347 – 420) • Hieronymus var einn lærðasti maður sinnar tíðar, jafnt í kristnum sem grískum fræðum • Hann er þekktastur fyrir latnesku biblíuþýðingu sína, Vulgata, sem var sú fyrsta sem gerð var og notuð innan Rómversk – kaþólsku kirkjunnar um margra alda skeið • Hieronymus þótti maður mikilla andstæðna þar sem lystisemdir og meinlæti toguðust mjög á í honum Valdimar Stefánsson 2006

  27. Ágústínus (354 – 430) • Ágústínus er þekktastur og áhrifamestur kirkjufeðranna • Hann var biskup í Hippo í Afríku um áratuga skeið og andlegur leiðtogi kristinna manna í álfunni • Ágústínus er sá síðasti í hópi kirkjufeðranna og lagði grundvöllinn fyrir kristna kirkju miðaldanna Valdimar Stefánsson 2006

  28. Ágústínus (354 – 430) • Hann kom fyrstur fram með fyrirhugunar-kenninguna sem gengur út á það að Guð hafi fyrirhugað sárafáum að njóta guðsríkisins en flestir myndu hljóta eilífa glötun • Einnig var hann forvígismaður í því að krefjast þess að allar guðfræðilegar kenningar yrðu að vera studdar af heilagri ritningu Valdimar Stefánsson 2006

  29. Ágústínus (354 – 430) • Þekktastur er Ágústínus þó fyrir verk sitt „Ríki Guðs“ • Þar teflir hann fram sem andstæðum og andstæðingum annars vegar ríki Guðs og hins vegar ríki heimsins • Þessar andstæður hafa áttst við frá upphafi vega og munu ekki ljúka baráttu sinni fyrr en við dómsdag er ríki Guðs mun sigra Valdimar Stefánsson 2006

  30. Kristnin sigrar Rómarveldi Í upphafi 4. aldar sættu kristnir sínum hörðustu ofsóknum af hendi Díókletíanusar keisara en er Konstantínus tók við af honum árið 313 lét hann það verða sitt fyrsta verk að lýsa yfir trúfrelsi í Rómarveldi Kristnin efldist stöðugt eftir þetta og árið 380 gerði Þeódósíus keisari hana að ríkistrú Árið 392 var trúfrelsið afnumið og iðkun annarra trúarbragða en kristni bönnuð Valdimar Stefánsson 2006

  31. Valdabarátta patríarkanna • Eftir að kristni hafði verið gerð að einu trú Rómarveldis jókst ágreiningur milli patríarkanna um vald þeirra yfir hvorum öðrum • Í raun voru það eingöngu patríarkarnir í Konstantínópel og Róm sem settu fram kröfurnar en hinir gerðu sitt besta til að halda sínu Valdimar Stefánsson 2006

  32. Helstu borgir í Býsansríkinu 476 Valdimar Stefánsson 2006

  33. Patríarkinn í Konstantínópel • Konstantínópel var á 5. öld orðin höfuðborg Rómverska keisaradæmisins • Í krafti þess krafðist Patríarkinn þar að hann yrði talinn æðsti stjórnandi kristinna manna • Hinir patríarkarnir tóku dræmt í það og báru því helst við að keisarinn sem einn réði í Konstantínópel fengi þá fullmikil völd yfir kirkjunni Valdimar Stefánsson 2006

  34. Patríarkinn í Róm • Rómarborg var á fallanda fæti á 5. öld og átti ekki bjarta framtíð í vændum • Eigi að síður tók patríarkinn þar að krefjast þess að verða æðstur kristinna manna • Rök hans voru einkum þau að þar sem Pétur postuli hafði stofnað söfnuðinn í Róm væri patríarkinn þar arftaki Péturs Valdimar Stefánsson 2006

  35. Patríarkinn í Róm • Þannig hafði Kristur útnefnt Pétur sem yfirmann kirkjunnar: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég reisa kirkju mína (Matt. 16:18) • Einnig hafði Róm sérstakt sögulegt gildi í augum kristinna vegna allra þeirra píslavotta sem þar höfðu látið líf sitt Valdimar Stefánsson 2006

  36. Páfinn í Róm • Ef til vill má kalla Leó I fyrsta páfann í Róm • Hann fór fyrir söfnuðinum þar á tímabilinu frá 440 til 461 og naut mikillar virðingar • Tvívegis átti hann stóran þátt í samningum við germanska þjóðflokka sem ógnuðu friði á Ítalíu • Einnig tókst honum að fá Attila Húnakonung ofan af því að hernema Róm Valdimar Stefánsson 2006

  37. Páfinn í Róm • Leó I krafðist þess alla tíð að aðrir patríarkar yrðu honum undirgefnir eins og hinir postullarnir hefðu verið Pétri undirgefnir • Eftir hans dag höfðu nær allir söfnuðir í vestrómverska ríkinu viðurkennt vald hans í andlegum efnum en Austurkirkjan þrjóskaðist við Valdimar Stefánsson 2006

More Related