130 likes | 340 Views
Nývöxtur / Æxlisvöxtur. er sjúklegur vefjamassi sem er afleiðing stjórnlausrar frumuskiptingar í vef. Ummyndaðar frumur vefjarins taka upp á því að skipta sér stjórnlaust óháð lömálum annarra frumna vefjarins. Æxlivexti er gjarnan skipt í Góðkynja æxli (benigne) og Illkynja æxli (maligne).
E N D
Nývöxtur / Æxlisvöxtur • er sjúklegur vefjamassi sem er afleiðing stjórnlausrar frumuskiptingar í vef. • Ummyndaðar frumur vefjarins taka upp á því að skipta sér stjórnlaust óháð lömálum annarra frumna vefjarins. • Æxlivexti er gjarnan skipt í • Góðkynja æxli (benigne) og • Illkynja æxli (maligne) Bogi Ingimarsson
Staðbundið Vex ekki inn í aðra vefi og dreyfir sér ekki um líkama Regluleg í lögun, umlukt bandvefshylki Frumur sérhæfðar Vaxtarhraði hægur Sjaldan banvæn, en geta orðið stór og valdið skaða vegna þrýstings (stasis) á aðra vefi. Vex inn í aðra vefi Dreyfir sér með blóðrás, sogæðum, líkamsholum um líkama Illa afmarkað Frumur ósérhæfðar, frumur oft stórar og óreglulegar í lögun, hlutfall kjarna og umfrymis raskast Vaxtarhraði oft mikill Oft banvæn. Góðkynja æxli - Illkynja æxli
Góðkynja æxli geta myndast frá flestum vefjagerðum Eru auðkennd með viðskeytinu –oma Dæmi: Fibroma; góðkynja frá bandvef Til undantekningar (seminoma) Ilkynja æxli flest frá stoðvef eða þekjuvef. Auðkennd með viðskeytunum sarkmein -sarcoma frá stoðvef og krabbamein -carcinoma frá þekjuvef Dæmi: Osteosarcoma Adenocarcinoma Flokkun og nafnakerfi æxla
Sameiginlegt einkenni illkynja æxla • Stjórnlaus og stundum hraður frumuvöxtur í vef. • Staðbundið æxli myndast í upprunavef eða líffæri þar sem æxlisvöxtur hófst. • Meinvörp koma fram ef illkynja frumur dreifa sér með blóði eða vessi um líkamann og mynda æxli í öðrum vefjum • Meinvörp eru aðaleinkenni illkynja æxla.
Orsakir æxlisvaxtar • Frumorsökin eru skemmd eða breyting á erfðaefni (DNA) frumu, sem henni hefur ekki tekist að lagfæra eða eyða. • Breytingarnar verða oftast á löngum tíma og umhverfis-og erfðaþættir hafa áhrif á hvort þær þróist í illkynja vöxt.
Forstigsæxlisgen - Æxlisgen • Forstigsæxlisgen eru venjuleg frumugen sem ummyndast eftir ýmsum leiðum í æxlisgen, yfirleitt vegna áhrifa æxlis vaka • Æxlisgen eru ummynduð frumugen (forstigsæxlisgen) sem koma af stað æxlisvexti í vef.
Æxlisvakar - Æxlisbæligen • Æxlisvakar (carcinogen efni) eru efnasambönd sem geta ummyndað forstigsæxlisgen í æxlisgen. • Dæmi: sígarettutjara, anilín, asbest • Æxlisbæligen eru gen sem draga úr frumufjölgun og hafa eftirlit með því að frumur sem hafa orðið fyrir skemmdum eða stökkbreytst fjölgi sér ekki.
Þekktir áhættuþættir illkynja æxla • Innri þættir • Aldur og erfðir (ættlægni) • Ytri þættir • Tóbaks-og hassreykingar • Loftmengun frá iðnaði, umferð, þéttbýli • Efnamengun frá iðjuverum, landbúnaði • Geislamengun, útfjólubláir, kjarnorkugeislar o.fl • Feitur matur, reyktur og mikið saltaður matur • Ákveðnar veirusýkingar, hepatitis B og C, EBV, HPV, sumar tegundir retroveira
Hættumerki illkynja vaxtar • Þrálátur hósti eða hæsi • Breyting á vörtu eða fæðingarbletti • Blæðing eða útferð frá kynfærum, endaþarmi, geirvörtu, þvagrás. • Breyting á hægðavenjum eða þvaglátum. • Ógleði eða erfiðleikar við kyngingu. • Sár sem ekki gróa • Þykkildi eða hnútar í brjóstum eða vörum.
Meðferð illkynja æxla • Skurðaðgerðir • Lyfjameðferð • Geislameðferð • Blönduð meðferð • Stuðnings-og einkenna meðferð • Hjúkrun og endurhæfing. • Allt saman eða einstakir þættir, háð sjúkdómstigi, ástandi og vilja einstaklings og mati læknis.
Algengar aukaverkanir meðferðar við illkynja sjúkdómum • Ógleði og vannæring • Sáramyndanir í munni og meltingarvegi • Hárlos • Ýmsar sýkingar • Blæðingar í húð og slímhúðir • Blóðleysi • Þreita og úthaldsleysi • Kvíði og depurð