280 likes | 568 Views
12. kafli. Andlegir hæfileikar (greind) og mæling þeirra. Einstaklingsmunur. Líkamlegur Útlit Þol o.s.frv. Andlegur (huglægur) Tilfinningar Vitsmunir (hugsun, þrautalausn, sköpun, o.s.frv.). Tilgangur hæfniprófa. Fræðilegur Hagnýtur - Hlutlægur mælikvarði á getu Inntaka í skóla
E N D
12. kafli Andlegir hæfileikar (greind) og mæling þeirra
Einstaklingsmunur • Líkamlegur • Útlit • Þol • o.s.frv. • Andlegur (huglægur) • Tilfinningar • Vitsmunir (hugsun, þrautalausn, sköpun, o.s.frv.)
Tilgangur hæfniprófa • Fræðilegur • Hagnýtur - Hlutlægur mælikvarði á getu • Inntaka í skóla • Ráðning í starf • O.s.frv. • Notkun hlutlægs mælikvarða á hæfni leiðir til meiri sanngirni, meira réttlætis.
Hæfnipróf • Hæfileiki eða kunnátta • Almenn eða sértæk • Greindarpróf eru hugsuð sem almenn hæfileikapróf
Hvað einkennir góð próf? • Áreiðanleiki • Réttmæti • Vönduð fyrirlögn
Áreiðanleiki • Próf er áreiðanlegt ef endurteknar mælingar gefa sömu (sambærilega) niðurstöðu. • Áreiðanleika má meta með því að reikna fylgni milli endurtekinna prófanna (test-retest). • Góð greindarpróf hafa áreiðanleikastuðul uppá 0,9. • Vandinn við áreiðanleikamat. Við lærum af því að taka próf.
Réttmæti • Próf er réttmætt ef það metur það sem því er ætlað að meta. • Greindarpróf er réttmætt ef það metur greind • Próf í Sál403 er réttmætt ef það metur kunnáttu nemenda á námsefninu. • Réttmæti má meta með því að bera niðurstöður saman við viðmið. T.d. niðurstöður nýs greindarprófs saman við niðurstöður viðurkennds prófs.
Vönduð fyrirlögn prófa • Hvað getur haft áhrif á prófniðurstöður? • Aðstæður • Umhverfi • Fólk • Líðan • Til þess að prófniðurstöður sýni raunverulegan og réttan mun á próftökum þarf að gæta þess að allir taki prófi við sambærilegar aðstæður. • Mismunandi niðurstöður geta ella legið í mismunandi aðstæðum við próftöku.
Greindarpróf – Sögulegt yfirlit • Greindarmælingar Sir. Francis Galtons • Alfreð Binet. Fyrsta greindarprófið 1905 • Önnur greindarpróf • Gagnrýni á hefðbundnar hugmyndir um greind hefur alið af sér: • Próf sem mæla sköpunargáfu • Fjölgreindarkenningu • Kenningu um tilfinningagreind
Binet • Próf sem mælir hæfni til að leysa þrautir óháð reynslu og kunnáttu • Kunnugleg atriði • Nýstárleg atriði • Greind miðað við aldur Greindaraldur ------------------ = Greindarvísitala (IQ) Lífaldur
Greindarpróf Wechslers • Málhluti • Þekking, skilningur, reikningur, líkingar, minni, orðaforði • Verklegur hluti • Tákn fyrir tölur, ófullgerðar myndir, litafletir, röðun mynda, röðun hluta
Hóppróf • Dæmi • SAT • PACE • GRE • Galli • Fyrirlögn sem dregur úr nákvæmni • Kostur • Hagkvæmni
Forspárgildi greindarprófa • Greindarvísitala og skólaárangur • Röðun kennara og GV. r=0,6-0,8 • Slagsíða vegna aldurs, kyns og persónueinkenna • Greindarvísitala og árangur á skólaprófum (Sjá töflu 12-5) • Greindarvísitala og árangur í starfi?? • Greindarvísitala og lífshamingja???
Eðli greindar • Greind er einn almennur hæfileiki (Binet o.fl.) • Greind ræðst af almennum greindarþætti annars vegar og sérstökum hæfileikum hins vegar, G-þáttur og S-þættir (Wechsler) • Greind samanstendur af nokkrum (mörgum) sérþáttum (Frumhæfileikapróf Thurstones)
Þáttagreining • Tölfræðileg aðferð sem notuð hefur verið til að rökstyðja kenningar um eðli greindar • Má nota til þess að finna þá hæfileika (þætti) sem ráða árangri á einstökum prófum • Árangur á þeim prófum sem hafa mesta fylgni sín á milli byggir á sama hæfileikanum (þættinum)
Frumhæfileikar Thurstones • Orðskilningur • Málfimi • Tölur • Rúm • Minni • Skynjunarhraði • Rökhugsun
Hugfræði og greind • Hugfræðingar gera tilraun til þess að lýsa því hvað er að gerast í huga okkar þegar við fáumst við tiltekin verkefni • Hvaða ferli eiga sér stað við úrvinnslu? • Stýriferli • Framkvæmdaferli • Námsferli • Minnisferli • Yfirfærsluferli
Almenn sérkenni greindar Niðurstöður flestra rannsókna á eðli greindar benda til þess að greind sé: • Hæfileiki til að læra og nýta reynslu • Hæfileiki til að hugsa og draga hlutfirrtar ályktanir • Hæfileiki til að laga sig að síbreytilegum veruleika • Hæfileiki til þess að framkvæma það sem liggur fyrir að þarf að gera Greindarpróf mæla ágætlega fyrri tvo þættina en ná ekki að mæla hina!!!
Greind og sköpunargáfa • Hugsun má skipta í; • Samhverfa – rétta lausnin • Sundurhverfa – mögulegar lausnir • Sköpunargáfupróf mæla sundurhverfa hugsun • Sköpunargáfupróf hafa ekki virkað sem skyldi, e.t.v. vegna þess að hér er um flókna “gáfu” að ræða.
Hvað ræður greind? • Erfðir • Genetískir eiginleikar foreldra • Umhverfi • Uppeldi • Aðbúnaður • Umhyggja • Staður og tími
Tafla 12-10 • Eineggja tíburar • Aldir saman 0,86 • Aldir sitt í hvoru lagi 0,72 • Tvíeggja tvíburar aldir saman 0,6 • Systkini • Alin saman 0,47 • Alin sitt í hvoru lagi 0,24 • Foreldrar – börn 0,4 • Fósturforeldrar – börn 0,31 • Frændsystkini 0,15
Erfðafylgja • Hægt að meta hlut erfða með því að bera saman niðurstöður tvíburarannsókna. • Erfðafylgja/erfðahlutfall=Vg/Vt • Vt=Breytileiki sem byggir bæði á erfðum og umhverfi (munur á tvíeggja tvíburum) • Ve=Breytileiki sem byggir á umhverfi (munur á eineggja tvíburðum= • Vt-Ve=Vg • Vg=Breytileiki sem byggir á erfðum
Mikilvægi umhverfisáhrifa • Viðbragðsseiling. Erfðir ráða því í grófum dráttum hvar við stöndum. Umhverfið sér um endanlega niðurstöðu (fínstillingu) • Fjöldi umhverfisþátta eru mikilvægir hvað varðar greindarþroska. • Forskotsáætlun Johnssons 1965 skilaði varanlegum árangri.
Staða hæfileikaprófa • Prófin segja einungis að litlu leiti til um greind og ættu einungis að notast með öðrum upplýsingum • Flokkun með greindarprófum er umdeilanleg og má benda á bæði kosti og galla þess að flokka nemendur á grundvelli greindarmælinga. • Prófin mæla hæfni (gáfur) á tilteknu sviði og verða að skoðast sem slík. • Niðurstöður greindarprófa eru vel nýtanlegar ef haft er í huga að um takmarkaðar upplýsingar er að ræða og þær er einungis hægt að nota í bland við annað.
Kynþættir og greind • Svartir Bandaríkjamenn mælast 10-15 stigum lægri en hvítir • Skýringin getur legið í: • Erfðum, þ.e. að vitsmunahæfileikar séu mismunandi vegna erfða • Umhverfi, þ.e. að munurinn byggi á aðstöðumun og menningarmun hópanna
Kynþættir og greind - framhald Þegar málið er skoðað er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: • Svartir og hvítir tilheyra lífræðilega sama hópnum • Þó svo að erfðir skipti máli varðandi greind er ekki þar með sagt að þær ráði þeim mun sem er á svörtum og hvítum • Fylgni milli hörundslitar og GV sem komið hefur í ljós skýrist líkast til af mismunandi viðbrögðum fólks við mismunandi litarhafti. • Ekki var GV-munur á óskilgetnum börnum þýskra mæðra og svartra og hvítra Bandarískra feðra sem getin voru eftir stríð í Þýskalandi • Svört börn sem alin eru upp hjá vel stæðum hvítum fósturforeldrum skora 15 stigum hærra á greindarprófum en önnur svört börn • GVT Japana hefur hækkað marktækt á 80 árum Allar þessar staðreyndir benda til þess að munur á kynþáttum byggi á umhverfisaðstæðum miklu fremur en erfðaþáttum.