1 / 51

Sjö hópar úr frumkristni

?. 1. Sjö hópar úr frumkristni. Grundvallarspurningar. Hver er staða Biblíunnar í nútímanum? Hjúpuð dulúð, hunsuð og lítið þekkt. Hver er Biblía kristinna manna? Hvaðan kemur hún, hvernig er hún samsett, hverskonar bækur tilheyra henni.

coligny
Download Presentation

Sjö hópar úr frumkristni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. ? 1

  2. Sjö hópar úr frumkristni

  3. Grundvallarspurningar. • Hver er staða Biblíunnar í nútímanum? • Hjúpuð dulúð, hunsuð og lítið þekkt. • Hver er Biblía kristinna manna? • Hvaðan kemur hún, hvernig er hún samsett, hverskonar bækur tilheyra henni. • Hver var boðskapur Jesú frá Galíleu og hvers vegna hafði hann svona mikil áhrif? • Hvernig gat hugmyndafræði þessa minnihlutahóps orðið að ríkistrú í Róm á rúmum 300 árum?

  4. Nýja testamentið • 27 bækur ritaðar á 1. og 2. öld sem saman mynda regluritasafn kristinna manna. • Allar bækur Nt. eru ritaðar á grísku. • Bækurnar eiga það eitt sameiginlegt að hafa að umfjöllunarefni, hver Jesús er.

  5. Guðspjöll Q (50-70) Markúsarguðspjall (70) Matteusarguðspjall (85-95) Tvíbókaritið (Lk+P) (90-120) Jóhannesarguðspjall (95-120) ------------- Tómasarguðspjall (65-85/2. öld) Pétursguðspjall (60-65/2. öld)

  6. Pálsbréf Fyrra bréf Páls til Þessaloníkumanna (51) Bréf Páls til Filippímanna (52-54) Bréf Páls til Fílemons (52-54) Fyrra bréf Páls til Korintumanna (53-54) Bréf Páls til Galatíumanna (55) Síðara bréf Páls til Korintumanna (55-56) Bréf Páls til Rómverja (55-58)

  7. Devt. Pálsbréf Hirðisbréfin - Fyrra bréf Páls til Tímóteusar - Síðara bréf Páls til Tímóteusar - Bréf Páls til Títusar Bréf Páls til Efesusmanna Bréf Páls til Kólossumanna Síðara bréf Páls til Þesaloníkumanna Bréfið til Hebrea

  8. Önnur rit Nt. Jakobsbréf (65 / 2. öld) Fyrra Pétursbréf Júdasarbréf Síðara Pétursbréf Fyrsta Jóhannesarbréf Annað Jóhannesarbréf Þriðja Jóhannesarbréf Opinberunarbók Jóhannesar

  9. 1. Ræðuheimildin (Q) • Tveggja heimilda kenningin • Fyrst sett fram í núverandi mynd af H.C. Weisse 1835. • Áhugi Nt. fræðinga á Q jókst mjög á 6. áratugnum í kjölfar Nag Hammadi fundarins (1945). • Tengsl eru á milli bókmenntaforms Tómasarguðspjalls og Q. • IQP, alþjóðlegur rannsóknarhópur sem vann að endurgerð Q. Gaf út endurgerð sína í heilu lagi árið 2000 eftir rúmlega 20 ára starf.

  10. 1. Ræðuheimildin (Q)

  11. 1. Ræðuheimildin (Q) • John S. Kloppenborg. • Lagskipting Q (1987) Q1 - Elsta lag ræðuheimildarinnar, spekiefni og ummæli Jesú. Afdrifarík eftirfylgniskrafa. Ríki Guðs miðlægt. Q2 - Gyðinglegt efni verður áberandi. Devterónómískt sögustef og sagan af Lot. Jóhannes Skírari. Q3 - Lögmálshyggja, freistingarfrásagan. - Margir fræðimenn gera sér í hugarlund að Q hópurinn hafi samlagast samfélaginu að baki Matteusarguðspjalli.

  12. 1. Ræðuheimildin (Q) Elska óvini sína (Q 6.27) Bjóða hina kinnina (Q 6.29) Gefa öllum sem biðja (Q 6.30) Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir (Q 6.37) Bjálkinn og flísin (Q 6.42) Lát hina dauða grafa þá dauðu (Q 9.60) Farið út sem sauðir á meðal úlfa (Q 10.3) Hafa ekki pyngju, mal eða skó (Q 10.4) Boðið ,,Guðs ríki er í nánd” (Q 10.9) Biðjið og yður mun gefast (Q 11.9) Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hverju þér eigið að klæðast (Q 12.22) Leitið heldur ríkis hans og þá mun þetta veitast (Q 12.31)

  13. 2. Yfirlýsingarsögur- Pronouncement Stories. • Kreijur - (Chriae) Grísk form á ræðulist sem aðallega er tengt Kýnikeum (Cynics). • Kýnikear voru menn sem höfnuðu gildum samfélagsins og lifðu á eigin forsendum. • Kallaðir hundingjar vegna þess að þeir neituðu að sýna mannasiði. • Verk um kýnikea sbr. Líf merkra heimspekinga Diogenes Laertius og Lúsíans frá Samosata. • Margar slíkar sögur í samstofna guðspjöllunum benda til að þær eigi rætur að rekja til hóps sem safnaði slíkum sögum eignuðum Jesú.

  14. 2. Yfirlýsingarsögur- Pronouncement Stories. • Sögurnar þjóna því hlutverki að færa umræðuna frá gagnrýni á þann sem lifir ekki í takt við gildi samfélagsins og yfir á þann sem gagnrýnir. • Áherslurnar eru í andstöðu við hreinlætiskröfu Farísea, sem bendir til að þessi hópur hafi verið í tengslum við eða komið úr bakgrunni Farísea. • Húmor gegnir veigamiklu hlutverki í Kreijum ;)

  15. 2. Yfirlýsingarsögur- Pronouncement Stories. J-1 Þegar Jesús er spurður hversvegna hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum, svarar hann ,, Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.” (Mk 2.17) J-2 Þegar Jesús er spurður hversvega lærisveinar hans fasta ekki, svarar hann: „Hvort geta brúðkaupsgestir fastað meðan brúðguminn er hjá þeim?”(Mk 2.19) J-3 Þegar Jesús er spurður hversvegna lærisveinar hans tína kornöx á hvíldardegi, svarar hann: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“ (Mk 2.27)

  16. 2. Yfirlýsingarsögur- Pronouncement Stories. J-4 Þegar Jesús er spurður hversvega lærisveinar hans þvo sér ekki um hendur fyrir mat, svarar hann: ,,Ekkert er það utan mannsins er saurgi hann þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn sem út frá honum fer.“(Mk 7.15) J-5 Þegar Jesús er spurður hver þeirra væri fremstur, svarar hann: „Hver sem vill vera fremstur sé síðastur allra og þjónn allra.“ J-6 Þegar Jesús er ávarpaður „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“ svarar hann, „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.”

  17. 2. Yfirlýsingarsögur- Pronouncement Stories. J-7 Þegar Jesús er spurður hvort auðmenn komist til himna, svarar hann: ,,Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ (Mk 12.17) J-8 Þegar Jesú er sýndur peningur með mynd keisarans og hann er spurður: ,,Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki?”, svarar hann: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ (Mk 12.17) ofl.

  18. 2. Kreijur Kýnikea K-1 Þegar Antisteþenes er ávítaður fyrir að vera í slæmum félagsskap, svarar hann: ,,Læknar umgangast sjúklinga sína án þess að fá hita.” (DL 6.6) K-2 Þegar einhver orðar við Antisteþenes ,,margir lofa þig”, svarar hann: ,,Hví, hvað hef ég gert rangt” (DL 6.8) K-3 Þegar einhver óskaði eftir því að gerast lærisveinn Díógenesar, gaf hann honum fisk og sagði honum að bera hann um fyrir sig. Lærisveinninn blygðaðist og henti fisknum en þá hlær Díógenes og segir ,,Vinslit okkar urðu sökum fisks.” (DL 6.36) K-4 ,,Flestir”, segir Díógenes, ,,eru svo bilaðir að putti skiptir þá sköpum. Ef ég geng um með löngutöng á lofti telja mig allir brjálaðann, en það sama gildir ekki um litla fingur. K-5 Þegar Díógenes er ávítaður fyrir að dvelja á óhreinum stöðum, svarar hann: ,,sólin skín hvar sem hún vill án þess að saurgast. Ofl.

  19. 3. Tómasarguðspjall • Fræðimenn hafa vitað um tilvist Tómasarguðspjalls allar götur en kirkjufeður frá 3. öld vitna um það. • Ritinu var hinsvegar markvisst eytt af kirkjunni á 5. öld og var því aðeins þekkt í umfjöllun kirkjufeðra fram á 20. öld. • Í Oxyrhynchus (1897) í Egyptalandi fundust ruslahaugar frá fornöld þar sem leyndust mörg skjöl frá fornöld, m.a. annars brot af ummælum Jesú sem tilheyrðu ekki þeim guðspjöllum sem varðveitt voru. • Við fundinn í Nag Hammadi (1945) eignuðumst við í fyrsta sinn heildarútgáfu Tómasarguðspjalls en í koptískri þýðingu. Þá varð ljóst að textabrotin frá Oxyrhynchus tilheyrðu Tómasarguðspjalli.

  20. 3. Tómasarguðspjall • Tómasarguðspjall er einstakt vegna þess að það er í eðli sínu ummælasafn Jesú en fremst er narratískur formáli. • Fræðimenn höfðu gert sér í hugarlund að í frumkristni hafi slík ummælaguðspjöll verið til og Tómasarguðspjall staðfestir það. • Tómasarguðspjall er dagsett frá 60 -140 en fræðimenn hafa verið mjög ósammála um dagsetningu þess. • Mest sannfærandi eru þær hugmyndir að guðspjallið sé að kjarna frá því fyrir ritun guðspjalla Nýja testamentisins og síðan orðið fyrir ritstýringu.

  21. 3. Tómasarguðspjall • Ritið er ekki gnóstískt í eðli sínu en augljóst er að einhver gnóstísk áhrif er það að finna, líklega á síðasta stigi. • Umfjöllunarefnið er ríki Guðs en hlutverk hins trúaða er nokkuð ólíkur áherslum Nt. • Hinn trúaði öðlast inngöngu í ríki Guðs með uppljómun hið innra og verður þá jafn Jesú. • Elsta lag Tómasarguðspjalls (T1) ber tengsl við innihald Q1 en á síðari þrepum er ekki leitað fanga í gyðinglegri hefð heldur í Tímeusi (sköpunarsögu Plátóns) og loks í gnóstískum hefðum.

  22. 3. Tómasarguðspjall §2) Nú hefur einhver leit. Megi sá sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu. §3) Setjum sem svo að þeir sem eru í forsvari fyrir yður segi: Sjá ríki konungsins er í himingeimnum. Þá yrðu fuglar himinsins á undan yður ef satt væri. Sömuleiðis segi þeir: Ríki konungsins er í undirdjúpunum. Þá yrðu fiskarnir yður fyrri til ef satt reyndist. En þar skjátlast þeim því konungsríkið er bæði innra með yður og utan yðar. Þá aðeins að þér þekkið sjálfa yður munu kennsl verða borin á yður og yður mun skiljast að þér eruð afkomendur hins lifanda föður. Ef þér ekki hlotnast að þekkja yður sjálfa munuð þér lifa í fátækt og fátæktin mun eiga yður.

  23. 3. Tómasarguðspjall • Líkt og aðrar greinar kristni (sbr. Jóhannesarkristni) þróaðist Tómasarkristni og eru til þrjú varðveitt rit sem bera vitni um þann meið. • Tómasarguðspjall (1. öld) • Tómasarkver (2. öld) • Tómasarsaga ( 3. öld) • - Er m.a. varðveitt í íslensku riti frá miðöldum.

  24. 4. Kraftaverkasögur. • Markúsarguðspjall ber vitni um kraftaverkahefðir sem skipað hafa veigamikinn sess fyrir einhverja hópa í frumkristni. • Ein af ráðgátum Markúsarguðspjalls er launstef guðspjallsins en mikil áhersla er á það í guðspjallinu að leyna því hver máttur Jesú er. ,,en Jesús lagði ríkt á við þá að láta engan vita þetta og bauð að gefa henni að eta”

  25. 4. Kraftaverkasögur. Jesús stillir storminn (Mk. 4.35-41) Maður andsetinn af Hersingu (Mk. 5.1-20) Dóttir Jaírusar (5.21-23, 35-43) Konan sem glímir við blóðlát (Mk 5.25-34) Jesús mettar 5000 (Mk 6.34-44, 53) Jesús gengur á vatni (Mk. 6.45 - 51) Blindi maðurinn í Bethsaídu (Mk. 8.22-26) Sýrlenska konan (Mk. 7.24b-30) Daufdumbi maðurinn (Mk 7.32-37) Jesús mettar 4000 (Mk 8.1-10)

  26. 5. Máttarstólparnir í Jerúsalem. • Söfnuðurinn í Jerúsalem var efalítið mest áberandi á árunum fyrir fall musterisins en Pálsbréfin vitna um miðlæga stöðu hans. • Í söfnuðinum voru þrír máttarstólpar, Pétur, Jakob og Jóhannes en Jakob, bróðir Jesú, var forystumaður safnaðarins. • Páll lendir deilum við þá um hið gyðinglega eðli fagnaðarerindisins og um borðsiði. • Eftir átökin í Jerúsalem í lok sjöunda áratugarins varð söfnuðurinn að flýja Jerúsalem segir hefðin að hann hafi flúið til Pella.

  27. 5. Máttarstólparnir í Jerúsalem. • Jakobsbréf er sú heimild sem líklegust er að varðveita áherslur safnaðarins í Jerúsalem en mjög ritunartími bréfsins hefur verið deiluefni fræðimanna. • Jakobsbréf er það bréf Nt. sem næst stendur ummælahefð Jesú og tengsl þess við Q eru mjög sterk. • Hin himneska speki er miðlæg persóna í Jakobsbréfi og má segja að hún sé frelsandi afl. • Áherslan á félagslegt réttlæti og misskiptingu auðs eru áberandi stef í bréfinu, sem og áherslan á að sýna trú sína í verki.

  28. 5. Máttarstólparnir í Jerúsalem. Uppbygging Jakobsbréfs • Inngangur: Umfjöllunarefni bréfsins kynnt. • (A) Ríkir og fátækir • (B) Gerendur orðsins • (C) Um orð og að gæta tungu sinnar • (D) Speki: Spekin að ofan • (D) Speki: Spekiorð • (C) Um orð og að gæta tungu sinnar • (B) Gerendur orðsins • (A) Ríkir og fátækir • Niðurlag: Umfjöllunarefni dregið saman.

  29. Jakobsbréf 3.13-18 Hver er vitur og skynsamur á meðal yðar? Hann sýni það með því að vera hóglátur og vitur í allri breytni sinni. En ef beiskur ofsi og eigingirni býr í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki. Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns spilling. En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus. En friðflytjendur uppskera réttlæti og frið.

  30. Jesús og persónugerfð speki / viska. (Sófía). • Q: • Jesús (og Jóhannes skírari) er sendiboði spekinnar. Kennir veg hennar en er hafnað. • Jakobsbréf: • Jesús er upphafinn til föðursins, dýrðardrottinn. Tekur á sig hlutverk spekinnar. • Matteusarguðspjall: • Jesús er holdgerfing spekinnar. Talar sem staðgengill spekinnar og tekur á sig hlutverk hennar. • Lúkasarguðspjall: • Nær sami skilningur og í Q en spekin er ekki persónugerfing heldur Guð sjálfur.

  31. 6. Forverar Páls. • Af Pálsbréfum má ráða að hann hefur komist í snertingu við hópa sem að játa krist sem frelsara. • Arfleifð kristsdýrkendanna má fyrst og fremst greina í sálmum og játningum sem Páll notar. Sálmur: Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn. (Fil 2.6-11) • Játning og samantekt:Því það kenndi ég ykkur fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna synda okkar samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf.(1 Kor 15.3-5)

  32. 7. Páll Postuli

  33. Pálsbréf Fyrra bréf Páls til Þessaloníkumanna (51) Bréf Páls til Filippímanna (52-54) Bréf Páls til Fílemons (52-54) Fyrra bréf Páls til Korintumanna (53-54) Bréf Páls til Galatíumanna (55) Síðara bréf Páls til Korintumanna (55-56) Bréf Páls til Rómverja (55-58)

  34. Devt. Pálsbréf Hirðisbréfin - Fyrra bréf Páls til Tímóteusar - Síðara bréf Páls til Tímóteusar - Bréf Páls til Títusar Bréf Páls til Efesusmanna Bréf Páls til Kólossumanna Síðara bréf Páls til Þesaloníkumanna Bréfið til Hebrea

  35. Reglurit? • Á annari öldinni hófst umræða um hvaða rit skyldu vera álitin heilög, þ.a. hvernig Nýja testamentið skyldi vera. • Flestir hópar sem kenndu sig við Jesú lásu og viðurkenndu hina grísku þýðingu Gamla testamentisins, Septuagintu (LXX). • Elsta tilraunin til að mynda regluritasafn er Markíon frá Sinope (um 140) en hann taldi 10 Pálsbréf + Lúkasarguðspjall en hafnaði LXX.

  36. Reglurit? • Íreníus (d. 202) var fyrstur til að viðurkenna fjögur guðspjöll og taldi þá tölu heilaga. Aðrir töldu að gera ætti samsuðu úr guðspjöllunum sbr. Tatían (f.120-d.180) sem skrifaði samantekt guðspjallanna diatessaron en það náði gríðarlegri útbreiðsl • Snemma á 3. öld komu fram listar með ritum nálægt þeim 27 sem nú mynda Nýja testamentið en umræðan um hvaða rit skyldi telja stóð fram undir lok 3. aldar. Aþanasíus biskup í Alexandríu nefndi fyrstur manna þau 27 rit sem nú mynda Nýja testamentið canon eða regluritasafn (árið 367).

  37. Reglurit? • Marteinn Lúter vildi taka upp á nú spurninguna um regluritasafn en hann taldi að Hebreabréfið, Jakobsbréf, Júdasarbréf og Opinberun Jóhannesar ættu heima í Nýja testamentinu, m.a. vegna þess að þau endurspegluðu ekki þá áherslu sem hann taldi mikilvægasta hugmyndir Páls um réttlætingu af trú. • Handritafundir 20. aldar hafa krafið fræðimenn til að lesa rit á borð við Ræðuheimildina Q og Tómasarguðspjall sem einar elstu heimildir sem varðveittar eru um kristin átrúnað.

  38. Credo - Ég trúi? • Þegar deilan um hvaða rit bæri að taka gild var frá, tóku við deilur um hvernig beri að lesa samhengi úr ritasafni sem innihélt mjög fjölbreyttar og ólíkar áherslur. • Trúarjátningar og dómar um rétttrú (orthodoxy) og villutrú (heresy) einkenndu þessar deilur sem enduðu í markvissri eyðingu ,,villutrúarrita” á 4.-5. öld. • Játningarnar svara spurningum um hverjir trúa rétt og hverjir trúa rangt. Extra Ecclesiam nulla salus (Utan kirkjunnar er enga sáluhjálp að finna) sbr. Kýpríanus frá Karþagó (d. 258).

  39. Postullega trúarjátn. 390 Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

  40. Nikeujátningin 325 Ég trúi á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega. Og á einn Drottin Jesú Krist, Guðs einkason, sem er af föðurnum fæddur frá eilífð, Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur, eigi gjörður, samur föðurnum. Fyrir hann er allt skapað. Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar, steig hann niður af himni, klæddist holdi fyrir heilagan anda af Maríu mey og gjörðist maður.

  41. Hann var og krossfestur fyrir oss á dögum Pontíusar Pílatusar, píndur og grafinn. Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og steig upp til himna, situr við hægri hönd föðurins og mun aftur koma í dýrð að dæma lifendur og dauða. Á ríki hans mun enginn endir verða. Og á heilagan anda, Drottin og lífgjafann, sem út gengur af föður og syni og með föður og syni er tilbeðinn og ávallt dýrkaður og mælti af munni spámannanna. Og á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju. Ég játa, að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar. Amen.

  42. Aþanasíusarjátningin 5. öld 1 Sérhver sá sem hólpinn vill verða, verður umfram allt að halda almenna trú 2 og sá sem ekki varðveitir hana hreina og ómengaða mun á efa glatast að eilífu. 3 En þetta er almenn trú, að vér heiðrum einn Guð í þrenningu og þrenninguna í einingu 4 og vér hvorki ruglum saman persónunum né greinum sundur veruna. 5 Því að ein er persóna föðurins, önnur sonarins, önnur heilags anda. 6 En guðdómur föður, sonar og heilags anda er einn, jöfn er dýrð þeirra og hátignin jafneilíf.

  43. 7 Svo sem faðirinn er, þannig er sonurinn, þannig er og heilagur andi. 8 Faðirinn er óskapaður, sonurinn er óskapaður, heilagur andi er óskapaður. 9 Faðirinn er ómælanlegur, sonurinn er ómælanlegur, heilagur andi er ómælanlegur. 10 Faðirinn er eilífur, sonurinn er eilífur, heilagur andi er eilífur 11 og samt sem áður eru ekki þrír eilífir, heldur einn eilífur 12 eins og þeir eru ekki þrír óskapaðir og ekki þrír ómælanlegir, heldur einn óskapaður og einn ómælanlegur. 13 Á sama hátt er faðirinn almáttugur, sonurinn almáttugur, heilagur andi almáttugur. 14 Þó eru ekki þrír almáttugir, heldur einn almáttugur. 49

  44. 40 Þetta er almenn trú. Sérhver sem ekki trúir henni í einlægni og staðfastlega mun ekki geta frelsast.

More Related