100 likes | 366 Views
Sólkerfið. Myndun sólkerfis. Sólkerfið myndaðist fyrir um 4,6 milljörðum ára úr geysimiklu skýi úr gasi og ryki – sólþokunni. Massi skýsins var margfaldur massi sólar. Á milljónum ára féll skýið saman og myndaði flatan disk sem snerist hægt um heita, þétta miðju.
E N D
Myndun sólkerfis • Sólkerfið myndaðist fyrir um 4,6 milljörðum ára úr geysimiklu skýi úr gasi og ryki – sólþokunni. • Massi skýsins var margfaldur massi sólar. • Á milljónum ára féll skýið saman og myndaði flatan disk sem snerist hægt um heita, þétta miðju. • Miðjan varð síðar að sólinni og diskurinn að reikistjörnunum. • Ferlinu má skipta í sex skref.
1. Sólþoka myndast • Sólþokan (solar nebula) var í upphafi mikið ský úr gasi og ryki, margfald massameira en sólkerfið er í dag. • Hiti þokunnar hefur verið um -230°C (43 K) • Sennileg hefur það snúist frá upphafi.
2. Frumsólin • Miðja þokunnar fellur saman í þétta miðju vegna þyngdarkrafta. • Miðjan þéttist smámsaman í frumsól en ytra efnið þynnist. • Þegar efnið fellur inn að miðju eykst snúningshraði kerfisins. • Með auknum snúningshraða flest diskurinn út og miðjan hitnar. Þegar frumsólin er orðinn nógu heit byrjar hún að skína.
3. Hringir og reikisteinar • Efnið í disknum er ekki dreift jafnt og það veldur því að efnið þéttist smám saman í hringi. • Á löngum tíma myndast smáir hnettir úr bergmolum, ryki og ís, svonefndir reikisteinar
4. Bergreikistjörnur • Smáu hnettirnir í skífunni skella saman og mynda með tímanum stærri hnetti. • Þeir hnettir sem eru næstir sólinni verða það heitir að þeir halda illa léttasta efninu og myndast aðallega úr bergi og málmum.
5. Gasrisar • Utar í sólkerfinu verða berg og málmhnettirnir nógu stórir til að draga til sín mikið af gasi og lausu efni umhverfis. • Hnettirnir sem myndast nógu utarlega eru því að miklu leyti úr gasi og verða mjög stórir.
6. Efnið sem var eftir • Geislun frá sólu (sólvindur) blés burt því gasi sem ekki hafði bundist reikistjörnunum. • Fjarlægustu bergmolarnir mynduðu Oort skýið en af og til berast þaðan halastjörnur til sólarinnar.
Skipting • Sólkerfinu má skipta upp í flokka: • Sólin • Innri reikistjörnurnar • Ytri reikistjörnurnar • Dvergreikistjörnur • Aðrir hnettir á braut um sólu. • Sameiginlegt öllu að það gengur á braut um sólu í sömu stefnu en brautirnar eru mjög mismunandi.