430 likes | 732 Views
18. FÉLAGSLEG HEGÐUN. Sálfræði 403. INNIHALD KAFLA. Félagsleg áhrif Örvunaráhrif Múghegðun Afskipti – Íhlutun Aðsemd og hlýðni Hópar – hópþrýstingur Hlýðni við yfirboðara Annað Áróður Viðmiðunarhópar Umhverfissálfræði. INNGANGUR. Félagsleg áhrif geta verið: Vísvitandi
E N D
18. FÉLAGSLEG HEGÐUN Sálfræði 403
INNIHALD KAFLA • Félagsleg áhrif • Örvunaráhrif • Múghegðun • Afskipti – Íhlutun • Aðsemd og hlýðni • Hópar – hópþrýstingur • Hlýðni við yfirboðara • Annað • Áróður • Viðmiðunarhópar • Umhverfissálfræði
INNGANGUR • Félagsleg áhrif geta verið: • Vísvitandi • Ómeðvituð • Jákvæð • Neikvæð
NÁVIST ANNARRA Félagsleg örvun • Með elstu kenningum sem tengja má við félagssálfræði • Návist annarra virðist valda örvun sem leiðir til meiri vinnuhraða • Niðurstaða sem byggir á rannsóknum á m.a. • Börnum • Hjólreiðamönnum • Kakkalökkum
HVAÐ ER FÉLAGSLEG ÖRVUN? • Samkeppnistilfinning? • Aukin streita vegna mats? • Þetta eru sambærileg áhrif og koma fram þegar áhrif streitu á lausn verkefna eru skoðuð! • Virðist byggjast að einhverju leyti á matstilfinningu
Afeinsömun og múghegðun • Af hverju ganga menn lengra en ella þegar þeir eru hluti af múg? • Afeinsömun • Nafnleynd • Hugmyndir sem upprunalega eru settar fram um 1900
AFEINSÖMUN • Nafnleysi • Spenna • Einblýnt á ytri áreyti • Samkennd hóps • Dregur úr sjálfsvitund • AFEINSÖMUN • Hömluleysi • Næmni fyrir ábeningum og tilfinningum • Sjálfstjórn, rökhugsun og tillit til skoðana annarra minna
HELSTU RANNSÓKNIR • Háskólastúlkur gefa raflost • Halloween-rannsókn • Nafnleysið hefur áhrif á hegðunina • Hjúkrunarfræðingsbúningar • Hlutverk hefur áhrif á hegðun
ÍHLUTUN VIÐSTADDRA-HJÁLPSEMI • Sagan af Kitty Genovese • Mögulegar skýringar sinnuleysis • Raunverulegar hindranir. Líkamleg áhætta • Hræðslan við að flækjast í málið • Óvæntar aðstæður • Hættan á að verða að athlægi
Aðstæður skilgreindar • Almennt afskiptaleysi er um fjölskyldurifrildi að ræða eða eitthvað alvarlegt • Strákar á biðstofu og reykur í stofu • Ef fáir þá brugðust þeir við • Þess fleiri þess meiri líkur á að bregðast ekki við • Tjald á biðstofu, kona sem þykist detta • Ef strákar einir á biðstofu þá komu þeir frekar til hjálpar en þess fleiri þess færri sem brugðust við, hræddir um að verða að athlægi
Dreifing ábyrgðar • Þess fleiri sem eru á staðnum þess minni líkur á að menn hjálpi til • Kitty Genovese er ekki gott dæmi um það, allir hver í sinni íbúð og gátu því ekki vitað hvernig aðrir brugðust við og enginn sem gat gert athugasemdir við þeirra viðbrögð • Dreifing ábyrgðar þar sem margir urðu vitni • Einhver hlýtur að hringja í lögguna • Tilraun • Háskólanemar að tala í síma • Annar aðilinn fékk flogakast og ef hinn var einn þá fór hann í 85% tilvika að leita hjálpar • Þegar menn voru orðnir fleiri létu bara 62% vita • Í 6 manna hóp létu 31% vita • Þess fleiri sem eru vitni þess minni líkur á að menn bregðist við • Tilraun í neðanjarðarlest • Manneskja sem skjögraði inn og datt fékk aðstoð í 95% tilvika innan 5 sekúndna hvort sem hún var svört eða hvít, ölvuð eða edrú í 50% tilvika o.s.frv.
Áhrif hjálpsamra fyrirmynda • Þegar einn kemur til hjálpar vilja aðrir hjálpa líka • Einhver þarf að brjóta ísinn • Tilraun • 4000 ökumenn sem keyrðu fram hjá konu í neyð, ef einhver var búinn að stoppa stoppuðu hinir frekar
Hvaða áhrif hefur menntun og upplýsing? • Þeir sem ekki höfðu lesið um efnið áttu að lesa • Nemendum sýnd mynd og þeir fóru á fyrirlestur • Eftir það komu þeir að manni sem datt • Vitorðsmaður þeirra gekk framhjá en 43% þeirra sem höfðu verið á fyrirlestri og horft á mynd stoppuðu til að hjálpa, einungis 25% manna sem ekki höfðu horft á mynd eða fengið fyrirlestur stoppuðu til að hjálpa
RANNSÓKN 1 • Framhaldsskólapiltar á biðstofu ýmist einir eða í hóp og reykur fer að streyma um loftræstiopið • Ef einir þá 75% sem brugðust við • Ef í hóp þá 13% sem brugðust við • Möguleg skýring: • Óttinn við að líta út eins og gungur
RANNSÓKN 2 • Framhaldsskólapiltar á biðstofu ýmist einir eða í hóp og heyra til konu í næsta herbergi sem dettur og virðist meiðast og vera ósjálfbjarga. • Ef einir þá 70% sem brugðust við • Ef í hóp þá 40% sem brugðust við • Nálægð annarra virðist þannig draga úr hjálpsemi. Ályktanir dregnar af viðbrögðum hinna um að neyðin sé ekki mikil
RANNSÓKN 3 • Tilraunadýrið í klefa að tala við aðra, ýmist einn, þrjá eða sex. Hljóðkerfi notað og aðeins einn gat talað í einu. • Fyrst lýsir einn þátttakandinn því að hann hafi tilhneigingu til þess að fá flogaveikiköst. • Síðan berast frá honum hljóð eins og hann hafi fengið eitt slíkt.
FRH • Niðurstöður á mynd hér til hliðar • Aðstæðurnar eru sannarlega neyðaraðstæður • Skýringin í þessu tilviki virðist því fremur vera að ábyrgð dreifist
AÐSEMD OG HLÝÐNIMyndun á hegðunarreglum við tvíræðar aðstæður • Fólk treystir hvert á annað þegar það gerir upp hug sinn til aðstæðna og túlkar tvíræðni þeirra • Félagshættir = hið sameiginlega álit um það hvernig beri að hegða sér við hinar ýmsu aðstæður • Meirihluti þeirrar undarlegu hegðunar sem sjá má á geðstofnunum er oft ekki annað en smávægileg frávik frá félagsháttum
Þrýstingur frá félögum • Solomon Asch • Rannsókn á hópþrýstingi • Gerði röð tilrauna • Getum við ímyndað okkur aðstæður þar sem við erum fullviss um að okkar skoðun sé rétt en að meirihlutinn hafi rangt fyrir sér? Myndum við þá láta undan hinum félagslega þrýstingi við slíkar aðstæður? • Þetta eru spurningarnar sem Asch reyndi að svara með rannsóknum sínum
Hlýðni við yfirvöld • Er hlýðni við yfirboðara aflmikill og ríkur þáttur í atferli venjulegra borgara? • Stanley Milgram vildi fá svar við þessari spurningu
Tilraunir Milgrams • Framkvæmdi nokkrar mikilvægar en umdeildar tilraunir • Auglýsti í dagblöðum eftir venjulegu fólki • Tilraun um nám, minni og gleymsku • Viðföng fengu borgað • Viðföng léku hlutverk kennara • Lásu upphátt lista með orðapörum • Prófuðu minni nemenda með því að lesa fyrra orðið og nemandi átti að koma með seinna orðið • Nemandi svarði vitlaust = kennari gaf raflost • Ekki raunverulegt raflost og nemandi í vitorði • Niðurstöður: 65% viðfanga hlýddu allt til enda tilraunarinnar
Hvað orsakar hlýðni? • Milgram: Hlýðni við yfirvöld nauðsynleg mönnum til að samfélag þeirra fái staðist, innbyggð í okkur við þróun tegundarinnar • Til að geta skilið hlýðni við tilteknar aðstæður verðum við að þekkja til þátta sem verða til þess að einstaklingar afsala sér sjálfstæði sínu og gerast sjálfboðaliðar fyrir kerfið
Milgram athugaði fimm þætti • Að komast í sjálfheldu • Kurteisisvenjur • Milliðliður • Eftirlit • Yfirvöld og hugmundafræði
Að komast í sjálfheldu • Fólk látið halda að væri verið að athuga minnið • Aðstæður breytast • Þátttakandi kominn í sjálfheldu þegar hann veit hvað stendur til • Ef fólk ætlar að hætta þá er það að skemma tilraunina • Því lengur sem fólk heldur áfram þess erfiðara er að viðurkenna mistök og dómgreindarleysi og því betra að klára bara dæmið • Hlýðni væri lítil ef hefði verið byrjað á sterkasta raflostinu strax í byrjun
Kurteisisvenjur • Er búinn að samþykkja að taka þátt í tilraun og kann ekki við að hætta við af kurteisis ástæðum • Tveir aðrir sem eiga að vera að taka þátt í tilrauninni • 10% halda áfram þegar tveir aðrir eru komnir með, kunna að koma sér úr aðstæðunum • Tveir svokallaðir vísindamenn með og ef þeir hættu þá hætti viðfangið, vegna menntunar þeirra, eiga að vita best
Milliliður • Rafloststilraunin • Þegar viðfangið hélt að væri milliliður var auðveldara að meiða nemandann því þá gat hann varpað ábyrgðinni á milliliðinn eða þriðja aðilann sem gaf raflostið þegar hann ýtti á hnappinn • Hlýðnin var 93% í upphafi • Þegar viðfangið þurfti að horfa á nemandann minnkaði hlýðnin niður í 65% • Í sama herbergi og nemandinn minnkaði hlýðnin niður í 40% • Þegar viðfangið þurfti sjálft að sjá til þess að manneskjan héldi utan um það sem gaf lostið minnkaði hlýðnin niður í 30% • Því nærri sem fólk er okkur því erfiðara er að meiða það eða skaða • T.d. Eichmann sem gaf skipanir en drap ekki marga sjálfur • Nálægðin skiptir miklu máli
Eftirlit – yfirvöld og hugmyndafræði • Nálægð vísindamannsins jók hlýðnina • Þegar hann var fjarverandi minnkaði hún til muna og menn reyndu jafnvel að svindla og gefa vægara raflost • Viðurkenning einstaklingsins á alls ráðandi hugmyndafræði, sem löggildir vald yfirmannsins og réttlætir framkvæmd skipanna hans er mikilvægasti þátturinn í því að skapa sjálfsviljuga hlýðni eins og þá sem hér hefur verið fjallað um • Fylgnin mikil vegna virðingar fyrir vísindum og yfirvöldum • Tilraun í niðurníddu húsi dró úr hlýðni
Dagleg hlýðni við yfirvöld • Ath tilraun Milgrams á starfsmönnum sjúkrahúss bls. 311 - 312 • Undirstrikuðu að fólk vanmetur stórlega áhrif félagslegra og aðstæðubundinna þátta á mannlegt eðli
DAS EXPERIMENT http://www.dasexperiment.de/frameset.php?path=&seite=inhalt.htm&status=film
FORTÖLUR • Rannsóknir sem gerðar hafa verið á fortölum hafa leitt í ljós, að því meira álit sem fólk hefur á áróðursmeistaranum því meiri líkur eru á því að fólkið láti sannfærast af boðskapnum • Tveir þættir koma mest við sögu þegar fólk gerir upp hug sinn til áróðursmeistarans • hversu trúverðugur hann sýnist vera • hversu aðlaðandi hann er
Áróðursmeistarinn er trúverðugur og aðlaðandi • Tveir þættir koma mest við sögu þegar fólk gerir upp hug sinn til áróðursmeistarans • hversu trúverðugur hann sýnist vera • hversu aðlaðandi hann er
Trúverðugleiki • Það hve vel áróðursmeistara er trúað fer eftir • Þekkingu hans á málefninu • Óhlutdrægni hans í málflutningi sínum • Trúverðugleiki og einlægni kunna að bíða hnekki ef vitað er að verið er að reyna að hafa áhrif á mann
Aðdráttarafl • Hversu vel viðkomandi líkar við áróðursmeistarann • Líkamlegt atgervi og útlit • Aðdráttarafl vekur samsömun • Fólk reynir að samsamast eða líkjast þeim sem það lítur upp til eða líkar vel við • Fólk tekur upp skoðanir og viðhorf þeirra sem litið er upp til
Viðmiðunarhópar og viðhorfsbreytingar • Viðmiðunarhópar hafa áhrif á viðhorf og atferli einstaklinga með því að láta í té umbun og refsingu og ákveðna túlkun á atburðum og félagslegum málefnum • Einstaklingur getur samsamast viðmiðunarhópum án þess að heyra til þeirra • Samsömum okkur flest fleiri en einum viðmiðunarhópi sem getur leitt til togstreitu og átaka í sálarlífinu • Kemur í ljós hjá framhaldsskóla nemendum þegar viðhorf þeirra breytast frá því sem foreldrar leggja áherslu á og til þess sem skólafélagar og vinir leggja áherslu á • Viðhorfsbreyting í frjálslyndisátt
Frh. • Benington – Rannsóknin • Ítarleg úttekt á viðhorfum og stjórnmálaskoðunum nemenda 1935 – 1939 • Stúlkur frá auðugum íhaldsfjölskyldum • 2/3 foreldra tengdir Repúblikanaflokknum • Yfirbragð skólans frjálslynt • Niðurstöður • Nemendur færðust með hverju árinu fjær viðhorfum foreldra sinna en nær viðhorfum sem ríkjandi voru í skólanum • 66% foreldra kusu Repúblikana • 62% nema á 1. ári • 43% nema á 2. ári • 15% nema á 3. og 4. ári
Frh. • Eltikönnun framkvæmd 25 árum síðar • Voru ennþá mjög frjálslyndar • 60% þeirra studdu Demókrata í samanburði við 30% annarra kvenna með sömu menntun, úr sama þjóðfélagshópi og frá sambærilegum stöðum í Bandaríkjunum • Viðhorf og stjórnmálaskoðanir héldust stöðug
Frh. • Dregið hefur úr rótttækni í bandarískum framhaldsskólum eftir að Víetnamstríðinu lauk • Kannanir sýna að þó að nemendur verða frjálslyndari í framhaldsskólum og breyta viðhorfum sínum frá viðhorfum foreldra sinna á þessum aldri • Þetta á sérstaklega við um viðhorf til félagslegra mála eins og hassreykinga, samkynhneigðar o.s.frv.
UMHVERFISSÁLFRÆÐI • Fengist við rannsóknir á áhrifum umhverfis á sálarheill fólks • Tvö helstu viðfangsefnin eru áhrif hávaða og þrengsla á atferli fólks
Áhrif hávaða • Rannsóknir á hávaða • Hávaði hefur minni áhrif en forsagnarmöguleikinn • Ófyrirséð hljóð setja fólk mun fremur úr jafnvægi en sambærileg hljóð sem fólk getur búið sig undir • Langvarandi hávaði hefur þau áhrif á börn að blóðþrýstingur hækkar og dregur úr einbeitingu • Þegar fólk veit að það getur haft stjórn á hávaða dregur stórlega úr hinum neikvæðu áhrifum hávaðans
Áhrif þrengsla • Þrengsli í sálfræði • fólki finnst þröngt um sig og margir eru í kringum það • huglægt mat hvers og eins • stafa að hluta til af þéttni = raunverulegum mannfjölda á einhverju tilteknu svæði • Í rannsóknum hefur fundist • jákvæð fylgni milli geðrænna sjúkdóma og þrengsla • fylgni milli þrengsla og glæpa • Ekki er um orsakasamband að ræða
Frh. • Ytri þéttni = fjöldi á hvern ferkílómetra virðist ekki hafa neikvæð áhrif í sjálfu sér • Innri þéttni = fjöldi á heimili virðist tengjast ýmsum félagslegum vandamálum • Bundið við menningu, ekki vart í öllum samfélögum • Tilgáta = að þrengsli heima fyrir leiði til meiri heftingar sem aftur leiði til ofbeldis og ýgi
Rannsóknir á tilraunastofum • Tilbúin þrengsli • hefur mistekist að sýna fram á reglubundin áhrif þrengsla
Blandaðar rannsóknir • Mikilvægustubreyturnar er getan til þess að stjórna umhverfi sínu og fyrirframvitneskja • Þrengsli hafa flest vandamál í för með sér þegar þau leiða til tilfinningar um hjálparleysi og getuleysi til þess að hafa áhrif á samskipti sín við aðra • Lært hjálparleysi = uppgjöf og tilhneiging til að draga sig í hlé