350 likes | 520 Views
Stjórnskipun landsins Vika 3. Leiðsöguskólinn Íslenskt samfélag – ÍSA 101 steinn@ru.is http://staff.ru.is/steinn/isa101.htm. Lýðveldi og lýðræði. Ísland hefur verið lýðveldi með þingbundinni stjórn frá 17. júní 1944. Æðsti maður ríkisins er forseti sem er þjóðkjörinn á 4 ára fresti.
E N D
Stjórnskipun landsinsVika 3. Leiðsöguskólinn Íslenskt samfélag – ÍSA 101 steinn@ru.is http://staff.ru.is/steinn/isa101.htm Steinn Jóhannsson
Lýðveldi og lýðræði. • Ísland hefur verið lýðveldi með þingbundinni stjórn frá 17. júní 1944. • Æðsti maður ríkisins er forseti sem er þjóðkjörinn á 4 ára fresti. • Með þingbundinni stjórn er átt við að ríkisstjórnin sé ábyrg gerða sinna fyrir löggjafarþingi sem er Alþingi. • Ísland er lýðræðisríki, þ.e. landsmenn hafa rétt til að stjórna sér sjálfir með aðstoð þjóðkjörinna fulltrúa (fulltrúalýðræði). Steinn Jóhannsson
Stjórnarskráin. • Íslendingar fengu fyrst stjórnarskrá árið 1874 (1000 ára afmæli Íslandsbyggðar). • Árið 1903 varð mikilvæg breyting á henni með ákvæði um heimastjórn sem tók gildi 1904. • Árið 1915 urðu talsverðar breytingar á stjórnarskránni þegar konur fengu kosningarétt til Alþingis og kosningaréttur var rýmkaður. Steinn Jóhannsson
Stjórnarskráin. • Ný stjórnarskrá gekk í gildi 1920 eftir að Ísland varð fullvalda ríki 1918. • Hún breyttist lítið þar til Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. • Helstu breytingar á stjórnarskránni eftir það hafa verið vegna kjördæmaskipunar og jöfnun atkvæðisréttar. • Mikilvæg breyting var gerð 1995 á mannréttindarkafla stjórnarskrárinnar og hann aðlagaður að alþjóðasáttmálum. Steinn Jóhannsson
Stjórnarskráin. • Til að breyta stjórnarskránni þarf að leggja tillöguna fyrir Alþingi. • Fáist hún samþykkt skal rjúfa þing og stofna til alþingiskosninga. • Sama tillagan er þar næst lögð fyrir nýkjörið þing og fáist hún aftur samþykkt er hún lögð fyrir forseta landsins til undirskriftar. • Eftir þetta ferli verður hún gild stjórnskipunarlög. Steinn Jóhannsson
Stjórnarskráin. • Grunnhugmyndir stjórnarskrárinnar eru eftirfarandi: • Ríkið er lýðveldi. • Ríkisvaldið er þrískipt. • Löggjafinn fær vald sitt frá þjóðinni í lýðræðislegum kosningum. • Vegna þingræðisskipunar er framkvæmdavaldið háð löggjafanum. • Dómsvaldið er óháð. • Sveitarfélögin eiga að hafa ákveðið sjálfstæði. • Mannréttindi skulu tryggð. Steinn Jóhannsson
Þrískipting ríkisvaldsins. • Alþingi og forseti Íslands fara með löggjafarvaldið. Alþingi setur reglur og lög og forseti Íslands verður að samþykkja þau með undirskrift sinni. • Forseti og önnur stjórnvöld, þ.e. ríkisstjórnin, fara með framkvæmdavaldið. Ríkisstjórnin á að framfylgja reglum og ákvörðunum Alþingis í umboði forseta Íslands. • Dómsvaldið liggur hjá óháðum dómstólum og Hæstiréttur fer með æðsta dómsvaldið í landinu. Steinn Jóhannsson
Þrískipting ríkisvaldsins? • Í raun er valddreifingin í landinu ekki fullkomlega þrískipt þar sem löggjafarvald og framkvæmdavald skarast. • Ráðherrar eru einnig alþingismenn, þ.e. þeir koma bæði við sögu framkvæmdavalds og löggjafarvalds. • Einnig er forsetinn nefndur sem æðsti handhafi framkvæmdavalds og annar aðalhandhafi löggjafarvalds þó svo að í raun séu völd hans ekki eins mikil og ætla mætti samkvæmt stjórnarskránni. Steinn Jóhannsson
Forsetinn. • Forsetinn er handhafi framkvæmdavaldsins og er ætlað að skipa ráðherra, ákveða fjölda þeirra og skipta með þeim störfum. • Vegna þingræðisreglunnar verður enginn ráðherra nema hann hafi stuðning (eða hlutleysi) meirihluta þingmanna. • Í raun eru það því ríkisstjórnarflokkarnir hverju sinni sem ákveða skiptinguna. Steinn Jóhannsson
Forsetinn. • Forseti er annar aðalhandhafi löggjafarvaldsins ásamt Alþingi. Hann verður að staðfesta lög með undirskrift sinni svo að þau fái fullt gildi. • Ef forseti neitar að undirrita lög (fjölmiðlalögin og IceSave 2x) taka þau samt gildi en þá verður strax að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. • Eftir kosningar ræður forseti hvaða stjórnmálaforingja hann veitir umboð til að mynda ríkisstjórn. Steinn Jóhannsson
Forsetinn. • Hann er ekki bundinn af neinum reglum varðandi þetta hlutverk. Þó er hefð fyrir því að forsetinn gefi ,,sigurvegara” kosninganna fyrst umboð til að reyna að mynda ríkisstjórn. • Forsetinn hefur vald til að skipa utanþingsstjórn ef hann telur að stjórnmálaflokkarnir geti ekki myndað starfhæfa ríkisstjórn. • Forsetinn er sameiningartákn þjóðarinar og geta áhrif hans því verið veruleg. Steinn Jóhannsson
Forsetar landsins. • Sveinn Björnsson 1944-1952. • Ásgeir Ásgeirsson 1952-1968. • Kristján Eldjárn 1968-1980. • Vigdís Finnbogadóttir 1980-1996. • Ólafur Ragnar Grímsson 1996-? Steinn Jóhannsson
Alþingi – löggjafarvald. • Alþingi er þjóðkjörin stofnun og fer með æðstu völd í þjóðfélaginu. • Fundir Alþingis eru opnir almenningi og öllum er heimill aðgangur að þingpöllum. • Kjörtímabil þingmanna eru 4 ár og þá eru haldnar nýjar kosningar nema þing hafi verið rofið áður. Þingrof þýðir að kjör þingmanna er gert ógilt og boðað er til nýrra kosninga. Forsætisráðherra tekur venjulega ákvörðun um þingrof en hann þarf að fá staðfestingu forsetans til að það sé gilt. Steinn Jóhannsson
Alþingi • Alþingi kemur saman til fundar 1. október ár hvert og starfar fram í maí. • Fyrsta verk á hausti er að kjósa forseta Alþingis (og 6 varaforseta). Hlutverk hans er að sjá um að ákvæði stjórnarskrárinnar um Alþingi séu haldin, sem og reglur um skipulag og vinnubrögð þingsins. • Forseti Alþingis er einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forsetans. Hinir tveir handhafarnir eru forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. Steinn Jóhannsson
Forseti Alþingis. • Þingforseti stjórnar fundum Alþingis. • Hann hefur rétt til að taka þátt í umræðum líkt og aðrir þingmenn og gegnir þá einhver varaforsetanna fundarstjórninni á meðan. • Forseti Alþingis hefur atkvæðisrétt í þingsalnum. • Þingflokkarnir hafa vanalega komið sér saman um val varaforsetanna fyrir fram. Steinn Jóhannsson
Helstu verkefni og störf Alþingis • Setja ný lög og fella úr gildi gömul. • Setja fjárlög, þ.e. að ákveða tekjur og útgjöld ríkisins. • Hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu, þ.e. ríkisstjórn og stjórnsýslu. • Leggja fram þingsályktanir. (Viljayfirlýsing þingsins í ákveðnum málum sem framkvæmdavaldinu ber að fylgja eftir.) • Á Alþingi eiga 63 þjóðkjörnir þingmenn sæti. Steinn Jóhannsson
Stjórnir, nefndir og ráð kosin af Alþingi Þingnefndir Alþingis Steinn Jóhannsson
Kjósendur og kjörsæti Steinn Jóhannsson
Vægi atkvæða er misjafnt Steinn Jóhannsson
Kosningaþátttaka • 83,6% árið 2007 og 87,7% í alþingiskosn. Árið 2003 og 85,1% árið 2009 • 82% í sveitastjórnarkosn. 2002 – greidd atkvæði voru 168.913 (216 þús. á kjörskrá 2006) • Til samanburðar greiddu 134.374 í forsetakosn. 2004 • Kosn. 2009 227.843 kjósendur á kjörskrá til alþ.kosn. Steinn Jóhannsson
Úrslit alþingiskosninga 2009 Steinn Jóhannsson
Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis • Ríkisendurskoðun heyrir nú undir Alþingi en var áður undir fjármálaráðuneytinu. Hennar hlutverk er að fylgjast með því hvort opinberu fé sé skynsamlega varið og í samræmi við samþykktir og forsendur Alþingis. • Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Einstaklingar sem telja að stjórnvöld hafi brotið á sér geta lagt fram kvörtun til embættisins. Umboðsmaður ákveður hvort málið verði tekið til meðferðar. Steinn Jóhannsson
Ríkisstjórn - framkvæmdavald • Formlega er forseti Íslands æðsti handhafi framkvæmdavaldsins en skv. íslenskri stjórnskipan fara ráðherrar með framkvæmdavaldið. Þeir bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. • Ríkisstjórnin er verkstjóri stjórnsýslunnar, stýrir öllum opinberum framkvæmdum og hefur eftirlit með lægra settum stjórnvöldum. • Ríkisstjórnin gegnir leiðtogahlutverki í stjórnmálum og hefur mikil áhrif á það hvaða mál eru tekin fyrir á Alþingi. Steinn Jóhannsson
Ríkisstjórnir Íslands Steinn Jóhannsson
Forsætisráðherra • Forsætisráðherra er forsvarsmaður ríkisstjórnar og talsmaður hennar út á við. Hann hefur úrslitavald í öllum mikilvægum málum og ber ábyrgð á athöfnum hennar. • Ef forsætisráðherra segir af sér verður öll ríkisstjórnin að gera það líka. • Engin ákvæði eru í stjórnarskrá landsins um hversu margir ráðherrarnir eigi að vera. Þeir skipta með sér málaflokkum og stundum fer sami ráðherrann með fleiri en eitt ráðuneyti. Steinn Jóhannsson
Ráðuneyti og ráðherrar • Forsætisráðuneyti – Jóhanna Sigurðardóttir (S) • Fjármálaráðuneyti – Steingrímur J. Sigfússon(VG) • Velferðarráðherra – Guðbjartur Hannesson(S) • Iðnaðarráðuneyti – Katrín Júlíusdóttir(S) • Efnahags- og viðskiptaráðuneyti – Árni Páll Árnason (S) Steinn Jóhannsson
Ráðuneyti og ráðherrar • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti – Jón Bjarnason (VG) • Menntamála- og menningamálaráðuneyti – Katrín Jakobsdóttir (VG) • Innanríkisráðuneyti – Ögmundur Jónasson(VG) • Umhverfisráðuneyti – Svandís Svarvarsdóttir(VG) • Utanríkisráðuneyti – Össur Skarphéðinsson (S) Steinn Jóhannsson
Stjórnmálaflokkar • Sjálfstæðisflokkurinn – Bjarni Benediktsson • Framsóknarflokkurinn – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson • Samfylkingin – Jóhanna Sigurðardóttir • Vinstri-Grænir – Steingrímur J. Sigfússon • Frjálslyndi flokkurinn – Sigurjón Þórðarson • Hreyfingin Steinn Jóhannsson
Kjördæmaskipting • Árið 1999 staðfesti Alþingi breytingar á stjórnarskránni sem fela m.a. í sér breytingar á kjördæmaskipan landsins. • Síðustu 40 árin hefur landinu verið skipt í 8 kjördæmi en í nýju kosningalögunum eru 6 kjördæmi. • Þau eru: Reykjavík norður, Rvk. suður, Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Steinn Jóhannsson
Íslensk sveitafélög • Voru 229 árið 1950 en voru 76 árið 2010 • Kosningar í sveitarfélögum; tvær aðferðir: • Bundin hlutfallskosning. Fer fram í sveitarfélögum með yfir 300 íbúa. Flokkar eða kosningabandalög bjóða fram. • Óbundin hlutfallskosning. Fer fram þar sem íbúar sveitarfélaga eru færri en 300. Allir íbúar (sem ekki eru undanþegnir kjöri) eru í framboði. Steinn Jóhannsson
Mannréttindi stjórnarskrár (helstu ákvæðin). • Almenn jafnræðisregla gildir fyrir alla þegna þjóðfélagsins. • Bannað er að svipta mann ríkisborgararétt nema hann hafi öðlast ríkisfang í öðru ríki. • Óheimilt er að svipta menn ferðafrelsi. • Sá sem sviptur er frelsi á rétt á að vita strax um ástæður þess. • Sá sem er handtekinn skal tafarlaust leiddur fyrir dómara sem úrskurðar hvort beita þurfi gæsluvarðhaldi. Steinn Jóhannsson
Mannréttindi (frh.) • Bannað er að beita pyntingum eða annarri ómannúðlegri refsingu. • Dauðadómur er bannaður. • Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu er mikilvæg. • Ákvæði eru um tjáningarfrelsi sem einungis má takmarka til að tryggja öryggi ríkisins og almannaheill. • Félagafrelsi ríkir, þ.e. réttur manna til að standa utan félaga. Steinn Jóhannsson
Mannréttindi (frh.) • Atvinnufrelsi er tryggt, þ.e. réttur manna til að semja um ýmis réttindi tengd vinnu, eins og starfskjör. • Félagsleg réttindi eru tryggð, þ.e. réttur til aðstoðar vegna örorku, sjúkleika, atvinnuleysis, elli og örbirgðar. • Einnig er talað um réttinn til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. • Enga skatta má leggja á fólk nema þá sem mælt er fyrir um í lögum. Steinn Jóhannsson
Heimildir • Garðar Gíslason 2001. Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag. Reykjavík: Mál og menning. • Jóhannes Nordal og Valdimar Kristinsson (ritstj.) 1996. Iceland: The Republic. Seðlabanki Íslands. • Jón Ólafur Ísberg og Ólafur Gränz (ritstj.) 2000. Ísland: The New Millennium Series. Reykjavík: Carol Nord ehf. Steinn Jóhannsson
Vefheimildir • http://www.althingi.is/ • http://www.haestirettur.is/ • http://www.stjr.is/ Steinn Jóhannsson