150 likes | 385 Views
HJÁLPARBLAÐ GREINING Í BÓKMENNTUM BLS 140 – 141 Í ORÐAGALDUR UNDIRBÚNINGUR FYRIR RITGERÐARVINNU. Um höfund og söguna. Hver er höfundurinn? Stutt æviágrip höfundar? Önnur verk hans? Hægt að afla upplýsinga á netinu. Flétta. Segðu frá efni sögunnar, stutt og markvisst
E N D
HJÁLPARBLAÐGREINING Í BÓKMENNTUMBLS 140 – 141 Í ORÐAGALDURUNDIRBÚNINGUR FYRIR RITGERÐARVINNU
Um höfund og söguna • Hver er höfundurinn? • Stutt æviágrip höfundar? • Önnur verk hans? • Hægt að afla upplýsinga á netinu
Flétta • Segðu frá efni sögunnar, stutt og markvisst • Hafðu í huga þríeindina = kynningu, flækju (t.d. togstreitu, spennu) og lausn þegar þú athugar hvernig sagan er byggð • hvernig er kynningu háttað? • Hvenær byrjar flækjan eða ris sögunnar? • Hvernig greiðist svo úr flækjunni í lok sögunnar?
Sjónarhorn höfundar • Hvaða frásagnaraðferð velur höfundur sér • 1. eða 3. persónu frásögn • Er hann alvitur eða takmarkar hann vitneskju sína? • Alvitur = er alls staðar, veit allt sem gerist, sér í hug allra eða flestra persóna. • Takmörkun vitneskjun = heldur sig við eina eða fáar persónur alla söguna út í gegn. Hann sér einungis í hug einnar eða fárra og lesandi verður að giska á og draga sínar eigin ályktanir af því sem sagt er í sögunni. • Fyrstu persónu frásögn = er persóna í sögunni og segir söguna í fyrstu persónu. Nú veit sögumaður aðeins það sem gerist næst honum og sér ekki í hug neinnar persónu, verður sjálfur að draga ályktanir af því sem hann sér og heyrir.
Persónusköpun og persónulýsingar • Hverjar eru aðalpersónur, hverjar eru aukapersónur? • Hvernig er þeim lýst, þ.e. hvernig eru þær látnar lýsa sér með tali, hugsunum, framkomu og gerðum og hvernig skynja aðrir þær? • Hvernig er sambandi þeirra háttað við aðrar persónur?
Minni • Hver eru meginviðfangsefni sögunnar? • Hvaða dæmigerðu aðstæður í mannlegum samskiptum má finna í sögunni? • Minni nær til aðstæðna sögupersóna í mannlegum samskiptum og félagslegu umhverfi. • Mörg minni eru síendurtekin í sögum og ævintýrum í gegnum tíðina • Vonda stjúpan, ástarþríhyrningur, sorg, einelti, vinátta, þrjár þrautir eða tilraunir, hetja á tvo kosti að velja og báða slæma, anstæðurnar gott og illt, týndi sonurinn o.fl.
Tími • Sögutimi = Hvenær er sagan skrifuð eða útgefin? • Innri tími = Hvað líður langur tími innan sögunnar? • Ytri tími = Hvenær á sagan að gerast? • Hvað er það sem gefur lesandanum vísbendingar um ytri tíma sögunnar?
Umhverfi • Hvar gerist sagan? • Gerist hún t.d. í þorpi, borg eða sveit? • Gerist hún mikið utan dyra, og þá hvar? • Eða innan dyra, og þá hvar? • Eru umhverfislýsingar, t.d. á húsi og húsmunum, náttúru? • Ef svo er komdu þá með dæmi • Hvernig er félagslegu umhverfi persónanna háttað? • Eru þær fátækar eða efnaðar • Eiga þær vini eða eru einmana?
Form • Hversu löng er sagan? • Er eitthvað sem brýtur form hennar upp eins og ljóð eða samtöl? • Er hún kaflaskipt?
Stíll • Er sagan skrifuð á auðlesnu máli? • Eru málsgreinar stuttar eða langar? • Er skrúðmælgi eða er textinn hnitmiðaður? • Eru stílbrögð í sögunni? • Viðlíkingar, myndhverfingar, persónugervingar, hlutgervingar (bls. 118 í Orðagaldri) • Sýndu dæmi ef eru? • Hvernig er hugblær sögunnar, þín skynjun og tilfinningar, er hann kærulaus, kaldhæðinn, mikið slangur og slettur, hátíðleiki, sorgleg o.s.frv.?
Að túlka • Hver er boðskapur sögunnar eða hvað er það sem höfundur vill koma á framfæri með sögu sinni?
Að meta • Hvert er mat þitt á sögunni? • Höfðaði sagan til þín? • Er eitthvað sem þú vildir hafa örðuvísi í sögunni? • Mundu að rökstyðja skoðanir þínar