420 likes | 693 Views
Námskeið í tilboðsgerð. Þýðingar á ESB-löggjöf 7. febrúar 2011. Um Ríkiskaup. Um Ríkiskaup. 22 starfsmenn Ráðgjafarsvið : verkefnastjórar sinna útboðum og ráðgjöf Viðskiptaþróunarsvið: heldur utan um rammasamningakerfið, sinnir þróunarverkefnum ásamt kynningar og fræðslumálum
E N D
Námskeið í tilboðsgerð Þýðingar á ESB-löggjöf 7. febrúar 2011
Um Ríkiskaup • 22 starfsmenn • Ráðgjafarsvið: verkefnastjórar sinna útboðum og ráðgjöf • Viðskiptaþróunarsvið: heldur utan um rammasamningakerfið, sinnir þróunarverkefnum ásamt kynningar og fræðslumálum • Lögfræðisvið: hefur umsjón með sölu og leigu eigna og jarða ríkisins, kærumál og lögfræðiráðgjöf. • Rekstrarsvið: hefur umsjón með rekstri og fjármálum Ríkiskaupa
Þýðingar á ESB löggjöf • Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið að leggja inn tilboð í þýðingarnar. • Bjóðandi skal bjóða verð í þýðingu á einu orði miðað við eina til þrjátíu (1-30) OJ-síður. Sé um stærri verk að ræða áskilur Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins (ÞM) sér rétt til að óska eftir lægra verði frá samningshafa í þýðingu fyrir hvert orð í verki. Tilboðsverð stendur þó ávallt fyrir verk sem eru ein til þrjátíu (1-30) OJ-síður eins og áður segir. • Bjóðandi skal með tilboði skila inn ferilskrá fyrir sig og sína starfsmenn sé um fyrirtæki að ræða. Á grundvelli ferilskrár og tilboða ákveður ÞM hverjir fá að þreyta hæfnispróf en forsenda samnings er að standast slíkt. • Stefnt er að því að semja við a.m.k. 25 þeirra aðila, einstaklinga og fyrirtæki, sem standast hæfnispróf. • Þeir, sem samið verður við, skulu sækja námskeið um verklag við þýðingarnar hjá ÞM sem er án endurgjalds fyrir þátttakendur. • ÞM velur þýðendur úr hópi samningshafa á grundvelli hæfnisprófs og veitir þeim aðgang að tilteknum skjölum til þýðingar, að jafnaði 30 OJ-síður í senn. Frumskjöl til þýðingar svo og öll skjöl í vinnslu verða vistuð í miðlægu gagnasafni ÞM. • Miðað er við að verksali þýði að jafnaði eina OJ-síðu á dag og taka áætluð verklok mið af því. Þýðingu skal skila í einu lagi að verki loknu. Dragist skil fram yfir áætluð verklok áskilur ÞM sér rétt til að taka verkið af þýðanda án greiðslu og afhenda það öðrum. • Þegar verki hefur verið skilað fer fram gæðamat. Niðurstaða úr því ræður hvort verksali fær fleiri verk. • Sé um fyrirtæki að ræða áskilur ÞM sér rétt til að hafna vinnu einstakra starfsmanna, jafnvel þótt þeir hafi staðist próf, ef gæðin eru ekki viðunandi. • Ekki er gert ráð fyrir að bætt verði við verksölum á samningstíma á grundvelli þessa útboðs. Verði hins vegar starfsmannabreytingar hjá samningshafa skal hann tilkynna ÞM um það og óska eftir að nýir starfsmenn fái að þreyta hæfnispróf. Ekki er heimilt að láta þá sem ekki hafa staðist hæfnispróf ÞM þýða textana.
Hvernig vinnur maður tilboð? • Lesa gögnin mjög vel – læra á gögnin • Ef spurningar – athugasemdir – villur • =>Senda inn fyrirspurn strax • Athuga vel fyrirspurnar- og svarfrest • Vönduð vinnubrögð – fylgja gögnunum • Lægsta verð – en ógilt! • =>Ógild tilboð eru súr! • Hafa einn ábyrgðaraðila
Útboðsgögn http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/14860
Fyrirspurnir og svör • Svör við fyrirspurnum verða ekki send bjóðendum í þessu útboði. • Svör við fyrirspurnum og/eða viðbætur/leiðréttingar vegna útboðs verða eingöngu birt á vefsíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is • Bjóðendur eru hvattir til þess að senda inn fyrirspurnir á tilboðstíma óski þeir nánari skýringa á eða hafi athugasemdir við útboðsgögn á: utbod@rikiskaup.is
Hvað þýðir “SKAL” og “ÞARF” í útboðslýsingu?
Hvað þýðir “SKAL” og “ÞARF” í útboðslýsingu? • SKAL Í útboðslýsingu þessari merkir að tiltekið atriði eða krafa er ófrávíkjanleg, þ.e. bjóðandi verður í tilboði sínu að uppfylla slíkt atriði eða kröfu. Að öðrum kosti verður tilboði hans vísað frá. • ÞARF í útboðslýsingu þessari merkir að tiltekið atriði eða kröfu er bjóðanda heimilt að uppfylla í mismiklum mæli með tilboði sínu. Hægt er að taka slíkt atriði eða kröfu inn í matslíkan útboðslýsingar og meta tilsvarandi tilboðsþátt bjóðanda til stiga eða einkunnar.
Framsetning gagna • Fylgja útboðsgögnum • Raða þeim rétt upp (skv. kafla 1.1.9) • Merkja vel gögn á CD diski
T I L B O Ð S B L A Ð 1 af 2
T I L B O Ð S B L A Ð 2 af 2
S K I L G R E I N I N G A R
F R Á G A N G U R
F Y L G I G Ö G N
MIKILVÆGT ! • Lögð er rík áhersla á að bjóðendur skili inn með tilboðum sínum, tilskildum gögnum. Geri þeir það ekki, munu Ríkiskaup vísa tilboðum þeirra frá. • Ríkiskaup munu vísa frá tilboðum aðila sem eru í vanskilum með opinber gjöld og/eða lögboðin iðgjöld í lífeyrissjóðum. • Farið verður með allar upplýsingar frá þátttakendum sem trúnaðarmál.
Á síðari stigum Ríkiskaup áskilja sér rétt til að óska eftirfarandi upplýsinga • Endurskoðuðum og árituðum ársreikningum síðustu þriggja ára hafi fyrirtækið verið starfandi á þeim tíma. • Yfirlýsingu frá aðalviðskiptabanka um skilvísi í viðskiptum. • Aðrar upplýsingar sem málið varða að mati Ríkiskaupa. • Efndir samninga sl. tvö (2) ár. Farið verður með allar framlagðar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Val á samningsaðila – mikilvægur kafli • Háskólapróf: Gerð er lágmarkskrafa um háskólamenntun og/eða löggildingu í skjalaþýðingum. Taka skal fram hvaða gráðu bjóðandi hefur og í hvaða grein. • Reynsla: Því meiri reynslu sem bjóðandi hefur í þýðingum og/eða textagerð, því betra. Reynsla getur falist til dæmis í íslensku- og/eða enskukennslu, samanburðarlestri milli tungumála, ritstörfum, textavinnu, orðabókar- eða orðalistavinnu, málfarsráðgjöf og fleiru. Hafi bjóðandi reynslu af þýðingum skal hann taka fram hvers konar þýðingar er um að ræða, til að mynda nytjaþýðingar, bókmenntaþýðingar eða sjónvarpsþýðingar og hversu mikla og langa reynslu bjóðandi hefur í slíkum þýðingum. • Einnig verður tekið tillit til þess ef bjóðandi hefur sérþekkingu á tilteknu fagsviði sem nýtist við þýðingarnar. • Sé um stærri verk að ræða áskilur ÞM sér rétt til að óska eftir lægra verði frá samningshafa í þýðingu fyrir hvert orð í verki. Tilboðsverð stendur þó ávallt fyrir verk sem eru ein til þrjátíu (1-30) OJ-síður eins og áður segir. • Bjóðandi og starfsmenn hans skulu tala og skrifa gott íslenskt mál.
Eftir að tilboð hefur verið samþykkt • a. Að standast hæfnispróf hjá ÞM. • b. Að hafa gott internet-samband og að öðru leyti nauðsynlegar aðstæður til að vinna verkið. • c. Að ljúka námskeiði á vegum ÞM
Verð og verðbreytingar • Tilboð skulu innihalda allan kostnað og gjöld, sem falla til vegna verksins, hverju nafni sem þau nefnast. Samningsfjárhæðir eru með virðisaukaskatti og skulu fylgja launavísitölu. Verðtilboð skal miða við launavísitölu nóvember 2010 eða 382,4 og vera í íslenskum krónum. Verðbreytingar skulu einnig miðast við launavísitölu. Um framkvæmd verðbreytinga gildir almennt að ósk frá verksala skal koma fyrir 10. hvers mánaðar og taka gildi 15. hvers mánaðar. Launavísitalan þarf að hafa breyst um +/- 5% til þess að heimilt sé að óska eftir verðbreytingum. • Verð skal miðast við afhendingu til verkkaupa í samræmi við kafla 1.2.10. • Tilboðsverð skal vera fast út samningstíma, þó með fyrirvara um ákvæði fyrstu málsgreinar þessa kafla. • Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á gjöldum, sem verkefnið varða, sem hafa áhrif á verð þess skal verð breytast í samræmi við þau áhrif sem gjaldabreyting hefur á kostnað verksala.
Kafli 2 • Kynning frá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins
Hæfnispróf • Val í prófið : Á grundvelli ferilskrár og tilboðs ákveður ÞM hverjir fá að þreyta hæfnispróf. • Háskólapróf: Gerð er lágmarkskrafa um háskólamenntun og/eða löggilding í skjalaþýðingum • Íslensku- og/eða enskukennsla, samanburðarlestri milli tungumála, ritstörfum, textavinnu, orðabókar- eða orðalistavinnu, málfarsráðgjöf, reynsla af þýðingum, t.d. nytjaþýðingar, bókmenntaþýðingar, sjónvarpsþýðingar • Reynsla: Því meiri reynslu sem bjóðandi hefur í þýðingum og/eða textagerð, því betra • sérþekking á tilteknu fagsviði • Gott vald á íslensku máli (tala og skrifa gott íslenskt mál)
Í hverju felst prófið? • Prófið verður þýðing á dæmigerðum texta ESB-gerðar • Prófin verða metin m.t.t. til viðmiðana um gæðamat
Gæðamat • Réttur skilningur á frumtexta • Nákvæm þýðing • Samræmi við eldri þýdda texta ESB-gerða • Innra samræmi hugtaka í skjali • Hugtakasafn ÞM/Multi Term sé notað með réttum lausnum • Vísað rétt til titla gerða • Þýtt málsgrein fyrir málsgrein • Rétt málfræði í markmáli (þ.m.t. greinarmerkjasetning) • Rétt stafsetning – villluleit sé notuð • Rétt setningaruppbygging • Gátun lokaafurðar sem skilað er
Námskeiðið • Kynning á ESB-löggjöfinni, • Uppbygging gerðanna, textatengsl þeirra • Kynning á innri vinnuferlum við ESB-þýðingar • Kynning á tengslaneti í Þýðingamiðstöð • Þjálfun í vinnuaðferðum og vinnuferlum, t.d. þýðing texta, íðorðavinna
Tækniumhverfi verktaka Örugg tenging við ÞM, með VPN RemoteAPP TradosStudio 2009 Gott er fyrir verktaka að Hafa aðgang að snara.is Hafa góðan villupúka til yfirlestrar á skjölum Kynna sér EurLex (http://eur-lex.europa.eu/) Kynna sér Hugtakasafn ÞM (http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is)
Tækniumhverfi verktaka • Örugg tenging við ÞM, með VPN • RemoteAPP • TradosStudio 2009 • Gott er fyrir verktaka að • Hafa aðgang að snara.is • Hafa góðan villupúka til yfirlestrar á skjölum • Kynna sér EurLex (http://eur-lex.europa.eu/) • Kynna sér Hugtakasafn ÞM (http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is)
Upplýsingar um glærur Allar glærurnar munu verða aðgengilegar á netinu fyrir þá sem ekki komust í dag og fyrir þá sem eru á landsbyggðinni á: http://www.rikiskaup.is/fraedsla/