140 likes | 393 Views
Siðferði í barnabókum. Byggt á grein Silju Aðalsteinsdóttur ,,Trú og siðferði “. Hvað er siðferði?. Tilhneigingar einstaklings eða hóps til að gera það sem er rangt eða rétt.
E N D
Siðferði í barnabókum Byggt á grein Silju Aðalsteinsdóttur ,,Trú og siðferði“
Hvað er siðferði? • Tilhneigingar einstaklings eða hóps til að gera það sem er rangt eða rétt. • Siðfræði: mannleg breytni skýrð. Skoðanir ákveðins samfélagshóps um það hvað er rangt og rétt, gott og slæmt = siðareglur samfélagsins. (Íslensk orðabók) Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Boð og bönn • Fyrstu íslensku barnabækurnar einkennast flestar af siðferðislegri fræðslu. • Boð og bönn – Rétt og rangt • Rétt hegðun var ávísun á hamingju en röng á óhamingju. Hamingjan var ekki fengin á ný nema með fyrirgefningunni. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Boð og bönn • Allir sem skrifa fyrir börn hafa ákveðinn siðaboðskap í bókum sínum. • Boðskapurinn er þó oftast í einfaldasta lagi: vertu góður og heiðarlegur annars fer illa fyrir þér. • Hefur siðaboðskapur barnabóka breyst eða þróast í gegnum tíðina? Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Siðferðisstig Piaget • Barnasálfræðingurinn Piaget skiptir siðferðislegum þroska barna í 3 stig: • 1. stig – Framandræði. Barni finnst eðlilegt að foreldrar eða aðrir ráði yfir því. Sanngjarnt það sem aðrir ákveða. • Bækur fyrir minnstu börnin skrifaðar með þetta í huga – einnig unglingareyfarar sem halda börnum á þessu lága stigi siðferðisþroska. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
2. stig - Samvinnu- og jafnaðarstig • Barnið trúir að aðrir eigi að ráða, en það vill fullkominn jöfnuð. Allir eiga að fá eins mikið sama hvernig aðstæður eru. • Bækur skrifaðar til að toga börnin upp á þetta stig eða fyrir börn á þessu stigi. Þær kenna jöfnuð og það að deila með öðrum. T.d. Páll Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
3. stig - Sjálfræði • Sjálfræði í stað framandræðis. • Barnið er að verða þroskuð manneskja sem íhugar hvert einstakt tilvik og fellir sjálfstæða dóma um rétt og rangt. • T.d. persónur Stefáns Jónssonar – þær leita jafnvægis og íhuga reynslu sína. Þær læra að hugsa hvað á ég að gera? Í stað hvað verður gert við mig? Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Trú og siðferði • Í greininni Trú og siðferði skoðar Silja fimm verðlaunabækur og athugar m.a. á hvaða siðferðisstigi Piagets sögupersónurnar eru. • Veltið þessu fyrir ykkur þegar þið lesið ykkar bók – hvaða einkenni persónanna láta siðferðisstig þeirra í ljós? Taka persónur sjálfstæðar ákvarðanir? • Tökum söguna Benjamín dúfa til dæmis. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Benjamín dúfa (Friðrik Erlingsson) • Ein af verðlaunabókunum sem Silja skoðar í sambandi við trú og siðferði. • Helgi svarti drepur Bólu-Hjálmar (kött Guðlaugar gömlu) og strákarnir stofna riddarareglu Rauða drekans, gegn ranglæti, með réttlæti, til að hefna kattarins. • Andrés er flæmdur úr reglunni og stofnar sína eigin reglu ásamt ódámnum Þór og fleirum, regluna Svörtu fjöðrina. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Benjamín dúfa (Friðrik Erlingsson) • Í sögulok mætir Rauði drekinn Svörtu fjöðrinni með hræðilegum afleiðingum. Baldur, yngsti meðlimur Rauða drekans, er tekinn til fanga af Svörtu fjöðrinni en kemst ekki lífs af úr þeirri fangavist. • Við sögulok er Helgi svarti orðinn góður, enda hafði hann þá bjargað Guðlaugu gömlu út úr brennandi húsi hennar og þar með náði Helgi að sanna að hann væri ekki alslæmur óþokki. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Persónurnar í sögunni • Andrés: er á mörkum 1. og 2. stigs, hann vill vera jafnari en aðrir, bestur og mestur, en er um leið sjúklega reglufastur og fylgir miðstigi. Stríðsmaðurinn, kappsamur og sjálfselskur. • Benjamín: framandræði einkennir hans hegðun. Hann getur ekki gert neitt af sjálfsdáðum, hann er ,,bara barn“. Persóna hans lagar sig að aðstæðum. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Persónurnar í sögunni • Baldur: hefur ríka réttlætiskennd og meiri sjálfstjórn en hinir, en er þó mesta barnið. • Róland: er kominn á efsta stig siðferðisþroskans. Tekur á sig ábyrgð eins og fullorðinn maður, talar við fullorðna eins og jafningja. Lítur á heiminn eins og verkefni til að vinna úr, bæta og breyta. • Hann er af gamalli skoskri aðalsætt, fæddist gamall, ber uppruna sinn með sér. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir
Tímaverkefni • Þið ætlið að skrifa barna- eða unglingabók sem inniheldur siðferðislegan boðskap af einhverju tagi – jafnvel af ýmsu tagi. • Ræðið nú saman og búið til grind fyrir söguna. Lýsið umhverfi, helstu persónum, söguþræði og síðast en ekki síst þeim siðferðislega boðskap sem á að felast í sögunni og hvernig honum verður komið á framfæri. Ísl 633 - Eyrún Huld Haraldsdóttir