100 likes | 206 Views
Spenntur upp í 7 Um helgina er ég í Strandbæ. Í gær sagði fullorðna fólkið að við ætluðum á ströndina í dag ef veðrið yrði gott. Sólin skín svo ég held að við förum bráðum. Næsta. Glaður upp í 7 Í morgunmatnum sagði fullorðna fólkið að við færum á ströndina og mættum fara í sjóinn. Næsta.
E N D
Spenntur upp í 7 • Um helgina er ég í Strandbæ. Í gær sagði fullorðna fólkið að við ætluðum á ströndina í dag ef veðrið yrði gott. Sólin skín svo ég held að við förum bráðum. Næsta
Glaður upp í 7 • Í morgunmatnum sagði fullorðna fólkið að við færum á ströndina og mættum fara í sjóinn. Næsta
Svekktur upp í 9 • . Þegar við komum á ströndina var bláa flaggið ekki uppi. Það var sterkur vindur og háar öldur. Næsta
Leiður upp í 4 og reiður upp í 5 • Ég varð órólegur og pirraður og vildi fara heim í tölvuna. • Þau fullorðnu sögðu að við gætum byggt kastala og farið í boltaleik á ströndinni. Næsta
Reiður upp í 8 • Þessu nennti ég ekki. Ég varð reiður og sparkaði í sandinn svo hann fór á alla hina. Næsta
Hissa upp í 5, glaður upp í 5 • Þau fullorðnu sögðu ekkert um sandinn. Þau kölluðu á okkur öll og sögðu að það væri kominn hádegismatur. Þau höfðu fundið stað þar sem var skjól. Allir krakkarnir fengu matarpakka þegar þeir voru sestir niður. Næsta
Glaður upp í 8 • Þau fullorðnu höfðu útbúið uppáhalds matinn minn. Allir sátu og borðuðu, hver á sínu handklæði. Allir fengu uppáhalds matinn sinn og gos. Skapið batnaði. Næsta
Glaður upp í 8 • Eftir matinn henti einn hinna fullorðnu bolta á ströndina. Ég er góður í fótbolta. Ég var fyrstur til að ná boltanum. Við spiluðum. Næsta
Fúll upp í 9 • Klukkan 2 sögðu þau fullorðnu að við færum heim. Ég varð mjög fúll. Ég vildi vera lengur á ströndinni. Næsta
Ánægður upp í 7 • Á leiðinni heim fékk ég að sitja hjá bílstjóranum. Það finnst mér gaman. Þá get ég náð í geislaspilarann og ákveðið hvað við hlustum á. Búið