220 likes | 1.66k Views
Myndmál Bein mynd. Dregnar eru upp einfaldar og auðskildar myndir úr veruleikanum eins og hann er, þ.e. myndir sem hægt er að sjá fyrir sér. Dæmi: Náttfall: „ dögg sem fellur að næturlagi “ Ástkona: „ ástmær kvænts manns, frilla “ Bifreið: „ vélknúið ökutæki “
E N D
MyndmálBein mynd Dregnar eru upp einfaldar og auðskildar myndir úr veruleikanum eins og hann er, þ.e. myndir sem hægt er að sjá fyrir sér. Dæmi: • Náttfall:„dögg sem fellur að næturlagi“ • Ástkona:„ástmær kvænts manns, frilla“ • Bifreið: „vélknúið ökutæki “ (Sbr. Orðabók Menningarsjóðs) Verkefni:Finndu beina mynd í eftirfarandi ljóðum í Ljóðspeglum: Vopnaður friður (bls. 171), Með dökka síða hárið (bls. 13), Vor (bls. 74), Sumarnótt (bls. 70), Fákar (bls. 61-62). Málbjörg / SKS
MyndmálViðlíking Viðlíking er ein tegund líkinga. Hún þekkist á hjálparorðunum eins og, sem, líkt og o.fl. Lesanda er sagt í hverju viðlíkingin er fólgin. Dæmi:Hann er svartur sem sót. Augun þín eru eins og undirskálar. Þegar líking er skoðuð þarf að hafa í huga: • Hverju er verið að lýsa? • Við hvað er því líkt? • Hvert er líkingin sótt? Verkefni: Skoðaðu viðlíkingar eftirtöldum ljóðunum í Ljóðspeglum: Vorið góða bls. 72, Tíminn og vatnið bls. 86, Borgarnóttin bls. 79. Málbjörg / SKS
Myndmál Dæmi um ljóð með viðlíkingu Úr firði milli fjalla X Haustkaldur himinn hvelfist yfir landið litirnir bregða á leik eins og lítil börn hlaupa um hlíðarnar hvítir rauðir og brúnir uns þeir þreytast og þagna hrímgrá þögn leggst yfir landið liggur til vors Njörður P. Njarðvík Málbjörg / SKS
MyndmálMyndhverfing Myndhverfing er ein tegund líkinga. Hún felst í samanburði tveggja ólíkra hluta án þess að nota hjálparorðin sem, eins og, líkt o.fl. Myndhverfing er algeng í daglegu tali. Hún getur verið eitt orð eða heil setning. Dæmi: Fjallsöxl, borðfótur, kattþrifinn, bragðarefur. Þú ert sólin í lífi mínu. Augu þín eru stjörnur í andliti. Verkefni: Skoðaðu myndhverfingar í eftirtöldum ljóðum í Ljóðspeglum: Sólbað (bls. 86) og Halló litli villikötturinn minn (bls. 102). Málbjörg / SKS
Myndmál Dæmi um ljóð með myndhverfingu Ásthildur hárið stormsveipur öræfanna augun stjörnuhrap vetrarins nefið fjall sjóndeildarhringsins varirnar mánasigð sólarlagsins brosið sólskin jökulheimsins hendurnar jafndægri haustins mjaðmirnar hvel heimskautsins fæturnir veðrátta árstíðanna Jónas E. Svafár Málbjörg / SKS
MyndmálPersónugerving Persónugerving er ein tegund líkingar. Ýmis fyrirbæri náttúrunnar, hugmyndir og dauðir hlutir eru persónugerðir og fá mannlega eiginleika. Dæmi: • blóm lúta höfði • ljósastaurar hanga aðgerðalausir • skógargreinar eru kvíðnar • sólin brosir • lækurinn er þyrstur • dagarnir hlaupa Málbjörg / SKS
Myndmál Dæmi um ljóð með persónugervingu Dagarnir Dagarnir koma sem blíðlynd börn með blóm við hjarta. Ljúfir og fagnandi lyfta þeir höndunum mót ljósinu bjarta. Og verði þeir þreyttir með liti og ljós að leika og sveima, við móðurbarm hinnar brosmildu nætur er blítt að dreyma. Þá lægist hver stormur, stundin deyr og stjörnurnar skína. Og jörðin sefur og hefur ei hugboð um hamingju sína. Tómas Guðmundsson Málbjörg / SKS
MyndmálPersónugerving Verkefni: Skoðaðu persónugervingar í eftirtöldum ljóðum í bókinni Ljóðspeglar: • Bls. 22 Þrítugasti maí eftir Anton Helga Jónsson • Bls. 77 Haust eftir Birgi Svan Símonarson • Bls. 82 Úr sjö 1970, 1971 d eftir Pétur Gunnarsson • Bls. 85 Næturregn eftir Davíð Stefánsson • Bls. 88 Nóttin eftir Jón Dan • Bls. 137 Dans stöðumælanna á regnvotu strætinu eftir Einar Ólafsson • Bls. 90 Lækjarspjall eftir Þorgeir Sveinbjarnarson • Bls. 90 Við þvottasnúru eftir Þóru Jónsdóttur Málbjörg / SKS
MyndmálTákn Tákn er orð eða hlutur sem táknar annað en sjálft sig. Lesandinn skilur táknið vegna samhengis í textanum eða vegna almennrar þekkingar. • Hefðbundin tákn sem hafa ákveðna merkingu t.d. kross fyrir kristna trú, rauður litur fyrir ást, fjallkonan fyrir Ísland, þjóðfánar og skjaldarmerki. • Náttúruleg tákn þar sem ýmiss fyrirbæri náttúrunnar eiga sér samsvörun í mannlífinu t.d. haustið sem tákn fyrir seinni hluti æviskeiðsins, hjartað sem tákn fyrir ástina og tilfinningar, hafið tákn fyrir eilífðina, heilinn tákn fyrir skynsemina o.fl. • Tákn sem skáldið sjálft skapar í einu ljóði og er einstakt fyrir það. • Táknsaga (gr. allegoria) er frásögn þar sem táknmálinu er haldið frá upphafi til enda. Málbjörg / SKS
MyndmálHugblær Hugblær ljóðs tengist þeim tilfinningum sem ljóðið vekur hjá lesandanum. Nokkrar leiðir til að finna hugblæ ljóðs: • Hvaða tilfinningu vekur ljóðið? • Hvað er það í ljóðinu sem vekur tilfinninguna; umfjöllunarefnið, orðavalið, einstök orð, útlit ljóðsins, hrynjandin, myndmálið eða eitthvað annað? • Hvaða orð eða orðasambönd í ljóðinu styrkja þessa tilfinningu? • Hvaða spurningar vakna við lestur ljóðsins? • Hvaða erindi á skáldið við lesandann? • Með hvernig raddblæ ætti að lesa ljóðið? Málbjörg / SKS
MyndmálVísun Skírskotað er til einhvers utan verksins, t.d. Íslendingasagna, þjóðsagna og Biblíunnar. Til að skilja textann til fulls þurfa lesendur að þekkja til þeirra atriða sem vísað er til. Dæmi: • Ég skal gæta hennar sem sjáaldurs auga míns (sbr. V.Mós.10). • Hér gildir ekki annað en auga fyrir auga, tönn fyrir tönn (sbr. II.Mós. 23-25). • „ . . . en nú falla vötn öll til Dýrafjarðar“ (sbr. Gísla saga Súrssonar 1985:52). • „Þeim var ég verst er ég unni mest“ (sbr. Laxdæla 1995:113). Málbjörg / SKS
Þulur • Þulur eru ævafornar og má rekja þær aftur til heiðni. • Þulur hafa varðveist í handritum og munnmælum. Höfundar eru oftast óþekktir. • Þula er ljóð í frjálsu formi án erindaskila. Ljóðlínur eru oft mislangar, allt frá fjórum línum að tvö hundruð línum. • Efni þulna er venjulega einfalt og frásögnin blátt áfram. Stundum eru nafnaraðir uppistaðan, t.d. tröllanöfn, kúanöfn, jólasveinar, mannanöfn o.fl. Oft er ort um umhverfið, sveitina, eldhúsið, vinnuna, bænir og fræðslu. • Tvær íslenskar skáldkonur eru þekktar fyrir að hafa ort þulur, þ.e. Hulda og Theódóra Thoroddsen. Verkefni: Lestu þulur í Ljóðsporum bls. 24, 43 og 148 og Ljóðspeglum bls. 138. Málbjörg / SKS