1 / 24

Eru til aðstoðarkennarar?

Eru til aðstoðarkennarar?. Innleg á málstofu KFR í Háteigsskóla miðvikudaginn 18. október 2006 Ágúst Ólason kennari í Norðlingaskóla. Bakgrunnur minn. Kom inn í skóla sem stuðningsfulltrúi Kynntist innviðum skólastarfs á þeim forsendum

rudolpho
Download Presentation

Eru til aðstoðarkennarar?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Eru til aðstoðarkennarar? Innleg á málstofu KFR í Háteigsskóla miðvikudaginn 18. október 2006 Ágúst Ólason kennari í Norðlingaskóla

  2. Bakgrunnur minn • Kom inn í skóla sem stuðningsfulltrúi • Kynntist innviðum skólastarfs á þeim forsendum • Er fyrrum formaður Félags stuðningsfulltrúa í grunnskólum • Fór í nám fyrir stuðningsfulltrúa í Borgarholtsskóla 2001 • Í framhaldi í kennaranám í KHÍ 2002 • Starfandi grunnskólakennari frá 2005

  3. Lokaverkefni til B. Ed prófs • KHÍ vor 2005 • Rannsókn á starfi stuðningsfulltrúa • Sjónarhóllinn þeirra • 6 hópviðtöl • 23 stuðningsfulltrúar • 5 landsvæði • Eigindleg aðferðafræði • Raddir stuðningsfulltrúa óma • Byggi innleggið á þessari rannsókn

  4. Hvað er stuðningsfulltrúi? • Er hluti af stuðningskerfi skóla sem ætlað er að mæta þörfum nemenda með frávik og sérþarfir • Hann gegnir mikilvægu hlutverki í skólastarfi og stuðlar beinlínis að því að hugmyndin um skóla án aðgreiningar sé hrint í framkvæmd. • Stuðningsfulltrúinn er til aðstoðar við að sinna einum nemanda eða fleirum og felst starf hans fyrst og fremst í því að auka færni og sjálfstæði skjólstæðinga sinna, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

  5. Hvað er stuðningsfulltrúi? • Í fyrstu voru viðfangsefnin ýmiss konar pappírsvinna til aðstoðar kennurum en þróaðist fljótt í beina aðstoð við fatlaða nemendur og síðan í kennslu og þjálfun fatlaðra undir stjórn kennara. • Það er til starfslýsing fyrir stuðningsfulltrúa. Hverjir vita það? Hverjir hafa kynnt sér hana?

  6. Nám stuðningsfulltrúa • Árið 1998 hófst undirbúningur og 1999 hófst nám fyrir stuðningsfulltrúa í Borgarholtsskóla. Var þetta 182 stunda nám. Markmið þess var að stuðningsfulltrúar öðluðust færni í að aðstoða grunnskólanemendur við daglegar athafnir og virkja þá til þátttöku í skólastarfinu, hjálpa þeim að fylgja settum reglum, aðstoða þá í félagslegum samskiptum, stuðla að því að þeir næðu settu marki og veita fyrstu hjálp ef á þyrfti að halda.

  7. Nám stuðningsfulltrúa • Í boði voru námsáfangar sem fjölluðu meðal annars um hlutverk og ábyrgð stuðningsfulltrúa í grunnskólum og tengsl við aðra starfsmenn. • Farið var yfir leiðir til að skapa örvandi og öruggt umhverfi í kennslustofunni, fjallað um undirbúning kennslustunda, kenndar helstu aðferðir við að aðstoða nemendur og hvernig unnt er að beina athygli þeirra að námi og leik. • Þá var farið í árangursríkar aðferðir við að kanna og skrá hegðun og námsástundun nemenda og kenndar aðferðir atferlisvísinda til að styrkja jákvæða hegðun.

  8. Nám stuðningsfulltrúa • Fjallað var um samskipti stuðningsfulltrúa við nemendur, kennara, foreldra og aðra innan og utan skólans. Þá fengu stuðningsfulltrúar kennslu um fatlaða nemendur, nemendur með sértæka námserfiðleika, svo og kennslu í skyndihjálp • Námið var metið til 13 eininga á framhalds-skólastigi. Skólar voru á þessum tíma virkir í að senda starfandi stuðningsfulltrúa í þetta nám. Er áætlað að um 300 stuðningsfulltrúar hafi lokið þessu námi. Það hefur nú verið þróað enn frekar.

  9. Nám stuðningsfulltrúa • Námið er nú í námskrá menntamálaráðu-neytisins fyrir framhaldsskóla og ber brautin heitið Nám fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum. • Er nám á þeirri braut alls 73 einingar og ætlað starfandi stuðningsfulltrúum. Skiptist það þannig að almennt bóklegt nám eru 23 einingar, sérgreinar eru 41 eining og 9 einingar eru starfsþjálfun. • Borgarholtsskóli í Reykjavík býður upp á þetta námi sem og Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskóli Suðurnesja

  10. Samanburður við USA • Í USA varð starfið varð fyrst til á sjötta áratugnum og hefur því þróast með breytilegu skólastarfi í yfir fjörutíu ár. • Við rannsókn á færnikröfum hér á landi 1998 voru þessi störf borin saman og leiddi rannsóknin í ljós að störfin eru í mörgum atriðum sambærileg. • Stuðningsfulltrúar í USA taka meiri þátt í kennslunni sjálfri og aðstoða kennara á fleiri sviðum, til dæmis við viðvistarskráningu og yfirferð á heimaverkefnum.

  11. Samanburður við USA • Á vef National research center for paraprofessionals kemur fram að nú til dags er mun nánari samvinna á milli kennara og stuðningsfulltrúa en áður var. Þar er nú gengið út frá því að til að kennurum takist að framfylgja meginviðfangs-efnum kennslu á skilvirkan hátt, mæta þörfum nemenda í skóla og finna út hvernig best er að ná þeim markmiðum sem sett eru þurfi þeir að hafa stuðningsfulltrúa sér við hlið.

  12. Samanburður við USA • Nú er hlutverk stuðningsfulltrúa í USA að nálgast einstaka nemendur eða smærri hópa þeirra og framfylgja þeim fyrirmælum sem kennari hefur sett fyrir, að sjá til þess að hegðun og atferli nemenda sé eftir þeim reglum sem settar eru, að aðstoða kennara við að framfylgja því námsmati sem gengið er út frá hverju sinni, að undirbúa og aðstoða við gerð einstaklings-námskrár, að aðstoða kennara við að framfylgja þeim markmiðum sem sett hafa verið einstaka nemendum sem og öllum hópnum

  13. Stefnumörkun • Í stefnu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í sérkennslumálum sem gefin var út í janúar 2002 er skýrt kveðið á um mikilvægi stuðningsfulltrúa. • Þeir eru kennurum til aðstoðar í bekkjarstofu, sérgreinastofu og á safni. Þeir auðvelda kennurum að ná markmiðum kennslunnar. Þannig er litið á stuðningsfulltrúa sem aðstoðarmann kennara í bekk vegna nemenda með miklar sérkennsluþarfir. Þar kemur einnig fram að mikilvægt sé að kennarinn geti stundum sinnt fatlaða nemandanum og að á meðan sinni stuðningsfulltrúinn öðrum.

  14. Niðurstöður • Viðfangsefni stuðningsfulltrúa eru ólík. Þeim er ætlað að veita nemendum með frávik í þroska og félagslegri færni stuðning, til dæmis nemendum sem eru líkamlega fatlaðir og háðir hjólastól. Í mörgum slíkum tilvikum sinna þeir öllum þörfum nemenda. • Þeir starfa í sérdeildum skólanna og í hinum almennu bekkjardeildum. Þeir vinna ýmist með einn nemanda eða fleiri og oft í nokkrum bekkjardeildum.

  15. Niðurstöður • Móttaka stuðningsfulltrúa sem ráðnir eru til starfa í skólum er misgóð. Sumstaðar er hún til fyrirmyndar og eftirbreytni. En víða er henni verulega ábótavant. Það er einnig svo um hvernig að starfinu er búið. • Stundum er óljóst hverjir það eru sem eiga að stýra stuðningsfulltrúum, upplýsa þá um starfið, hafa eftirlit með því og leiðbeina þeim. Þannig eru stuðningsfulltrúar oft í byrjun eins og eyland í skólastofunni og eiga það til að einangrast með þeim nemendum sem þeir veita stuðning.

  16. Niðurstöður • Við þetta bætist að kennarar eru í mörgum tilvikum án allrar vitneskju og leiðsagnar um hvernig nýta skuli stuðningsfulltrúa og hafa litla sem enga hugmynd um hvert hlutverk þeirra er í skólastofunni. • Einnig kemur í ljós að þeir stuðningsfulltrúar sem lokið hafa námi fyrir starf sitt hafa fengið meiri uppfræðslu um þroska- og félagsleg frávik en þeir kennarar sem þeir starfa með.

  17. Niðurstöður • Því vill það gerast í of ríkum mæli að ábyrgð á námi nemenda sem njóta stuðnings sé velt yfir á stuðningsfulltrúann. Þetta hefur þær afleiðingar að nemandinn, sem á rétt á kennslu og stuðningi, lendir á milli. • Auðvelt er að færa rök að því að þetta hljóti að teljast ófagleg vinnubrögð og á engan hátt samboðin góðu skólastarfi. Þessu ástandi veldur skortur á liðsinni við bæði kennara og stuðnings-fulltrúa og ónógur undirbúningur af hendi skólastjórnenda.

  18. Niðurstöður • Á starfsdögum er tímanum svo ekki varið í að vinna að undirbúningi og skipulagningu með umsjónarkennara eða árgangakennurum eins og vert væri. • Öðru nær, þessa daga eru stuðningsfulltrúar settir í alls ótengda vinnu, svo sem að setja plast utan um bækur, taka til, vinna í lengdri viðveru og svo framvegis.

  19. Niðurstöður • Starf stuðningsfulltrúa í grunnskólum hefur á undanförnum árum fest sig í sessi. Það er mikilvægur liður í þeirri viðleitni skólakerfisins að byggja upp skóla án aðgreiningar eða skóla fyrir alla. • Ýmsar spurningar vakna óneitanlega í því ljósi eins og hvers vegna ekki er betur að verki staðið við faglega samþættingu starfsins. Bilið á milli stuðningsfulltrúa og kennara vekja sannarlega til umhugsunar. Varla getur það verið nemendum til hagsbóta að þessir aðilar læri ekki að vinna náið saman og að þeim skuli ekki auðveldað það af skólastjórnendum.

  20. Niðurstöður • Það liggur í augum uppi að gott samstarf kennara og stuðningsfulltrúa getur breytt tilveru nemenda sem á þurfa að halda. Þá þurfa kennarar að sjálfsögðu leiðsögn um það hvað stuðningsfulltrúi er og í hverju starf hans er fólgið. • Í þriggja ára kennaranámi undirritaðs var aðeins þrisvar sinnum rætt um starf stuðningsfulltrúa. Engin viðleitni virðist vera sýnd til að fræða kennaraefni um í hverju starfið felst, hvers megi vænta af því og hvernig samvinna þessara aðila innan kennslustofunnar eigi að vera.

  21. Niðurstöður • Því blasir við að þegar nýútskrifaðir kennarar hefja störf í skólum landsins hafa þeir litla sem enga hugmynd um hvað stuðningsfulltrúinn er að gera í kennslustofunni hjá þeim. • Í ljósi þessa er það jafnframt umhugsunarefni hvort kennaramenntastofnanir eigi ekki að mennta stuðningsfulltrúa. • Með því er ekki aðeins fengið nám á háskólastigi sem gerir stéttina faglegri og hæfari heldur og að menntunin verði í nánara samhengi við kennara-menntun en nú er.

  22. Spurningar sem vakna • Sú spurning vaknar hvort ekki sé kominn tími til að huga að því að starfið þróist í nánari tengslum við kennarastarfið og stuðnings-fulltrúinn þurfi því að breytast í aðstoðarmann kennara. • Þá má einnig spyrja hvort ekki sé eðlilegt að stefna að því að stuðningsfulltrúar fái aðild að Kennarasambandi Íslands. • Með því færast þeir upp að hlið kennarans í faglegu, menntunarlegu, stéttarlegu og kjaralegu tilliti.

  23. Viðhorf – allt snýst um þau • Faglegt sveigjanlegt skólastarf í örri þróun án aðstoðarfólks? Varla gerlegt • Skóli fyrir alla án stuðningsfulltrúa? Óhugsandi • Vil ég kenna án stuðningsfulltrúa? Nei • Kennari, stuðningsfulltrúi, þroskaþjálfi - Teymi • Sé ég aðrar fagstéttir sem ógn við mitt eigið starf? Nei • Ég fagna samstarfi margbreytilegs og hæfileikaríks samstarfsfólks - sama hvaða nafni það nefnist

  24. Lokaorð • Heiti rannsóknarinnar: Ómissandi hlekkur í keðjunni http://www.simnet.is/agust.o/omissandi-hlekkur.pdf Takk fyrir

More Related