110 likes | 273 Views
Rammaáætlun – Leið að framtíðarsátt orkunýtingar og náttúruverndar. Stefán Gíslason Environice, Borgarnesi formaður verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar. stefan@environice.is http ://www. rammaaaetlun .is /. Umfjöllunarefni dagsins. Bakgrunnur Verkefnisstjórn
E N D
Rammaáætlun – Leiðaðframtíðarsáttorkunýtingarognáttúruverndar Stefán Gíslason Environice, Borgarnesi formaður verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar stefan@environice.is http://www.rammaaaetlun.is/
Umfjöllunarefni dagsins • Bakgrunnur • Verkefnisstjórn • Viðfangsefnið • Staða mála • Vinnan framundan • Örstutt um aðferðafræðina
Bakgrunnur • 1999-2003 = 1. áfangi • 2004-2012 = 2. áfangi • 2011: Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (16. maí). (Hér eftir nefnd „Lögin“) • 2013: Þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (samþykkt 14. janúar)(= núgildandi „Rammaáætlun“) • 2013-2017 = 3. áfangi
Verkefnisstjórn 2013-2017 • Skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra skv. 8. gr. Laganna • Tveir tilnefndir af þeim ráðherra sem fer með orkumál • Einn tilnefndur af þeim ráðherra sem fer með málefni menningarminja • Einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga • Tveir án tilnefningar og skal annar þeirra skipaður formaður • Skipunartími 4 ár
Verkefnisstjórn 2013-2017 • Helga Barðadóttir(Guðni A. Jóhannesson) • Ólafur Örn Haraldsson(Sigrún Helgadóttir) • Hildur Jónsdóttir(Hilmar J. Malmquist) • Elín R. Líndal(Guðjón Bragason) • Þóra Ellen Þórhallsdóttir(Jón Gunnar Ottósson) • Stefán Gíslason, formaður(Ásdís Hlökk Theodórsdóttir) ANR Fors Samband Án = UAR (Nöfn varamanna í svigum) • Starfsmaður: Herdís Helga Schopka, UAR
Viðfangsefnið • Skipunarbréf, dags. 25. mars 2013: • Ráðherra til ráðgjafar við undirbúning tillagna fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun • Fjallar um virkjunarhugmyndir og landsvæði skv. beiðnum þar um • Skipar faghópa sérfræðingum á viðkomandi sviðum • Vinnur drög að tillögum að fengnum niðurstöðumfaghópa(flokkar í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk) • Leggur til grundvallar m.a. sjálfbærni orkuvinnslunnar og áhrif á grunnvatn, loftmengun, lýðheilsu og jarðskjálftavirkni • Metur einnig hagsmuni annarrar nýtingar en til orkuframleiðslu • Fjallar um gildi landsvæða frá hagsmunum náttúruverndar, ferðaþjónustu og útivistar • Tekur tillit til landslagsheilda, samlegðaráhrifa virkjana og flutningskerfa, jarðminja og samfélagslegra áhrifa
Viðfangsefnið (frh.) • Viðauki við skipunarbréf, dags. 12. júlí 2013: • Hvammsvirkjun • Holtavirkjun • Urriðafossvirkjun Þjórsá Færðar úr nýtingarflokki í biðflokk eftir umsagnarferli 2012 • Skrokkalda • Hágöngur I • Hágöngur II • Hagavatn • Hólmsá við Atley Fengu ekki fullnægjandi mat í 2. áfanga
Staða mála 8. nóv. 2013 • Verkefnisstjórn hefur haldið 13 fundi • Skipun faghópa enn í vinnslu • Aðaláhersla í virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár • Færðir í biðflokk (jan. 2013) vegna varúðarsjónarmiða. (Nýjar upplýsingar komu fram í umsagnarferli um „möguleg áhrif framkvæmdarinnar á laxfiska í ánni, m.a. um seiðaveitur“) • Skýrsla Skúla Skúlasonar og Haraldar Rafns Ingvasonar • Fjögurra manna faghópur um laxfiska í Þjórsá • Gagnaöflun lokið, beðið umsagna frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Ferðamálastofu • Stefnt að kynningu tillögu um flokkun virkjunarkostanna og opnu 12 vikna samráðs- og kynningarferli (fyrir lok nóv.)
Hinir 5 virkjunarkostirnir • Í öllum tilvikum fleiri en einn óvissuþáttur óafgreiddur • Nærsvæði þjóðgarðs • Landslag og víðerni • Samlegðaráhrifa virkjana og flutningskerfa • Áhrif á sandfok • O.fl. • => Ekki mögulegt að ljúka umfjöllun á skömmum tíma og án aðkomu þverfaglegra faghópa
Vinnan framundan • Orkustofnun hefur auglýst eftir beiðnum frá lögaðilum um að tilteknir virkjunarkostir verði teknir til meðferðar hjá verkefnisstjórn (í samræmi við 9. grein Laganna) • Á einnig við um „þá kosti sem þegar hefur verið fjallað um [...] óháð því í hvaða flokk þeir voru settir við lok annars áfanga áætlunarinnar, að því undanskildu að komið hafi til friðlýsingar í samræmi við 50. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999 og ekki sé tiltekið í friðlýsingarskilmálum að virkjunarframkvæmdir séu heimilar“ • Frestur til 1. desember 2013 • Eftir 1. desember mun því liggja fyrir nýtt „mengi“ virkjunarkosta sem taka þarf til meðferðar
Aðferðafræðin • Aðferðafræði faghópa byggir á röðun virkjunarkosta, þar sem hver einstakur kostur er borinn saman við hvern hinna kostanna um sig m.t.t. allmargra mismunandi þátta (AHP-aðferð), (þ.e. innbyrðis röðun en ekki einkunnagjöf á ákveðnum kvarða) • Verkefnisstjórn byggir tillögu sína á þeirri röðun sem þannig fæst • => Erfitt eða útilokaðað flokka virkjunarkosti(í nýtingu, bið og vernd)nema fengist sé viðnokkra kosti samtímis