220 likes | 433 Views
HUGMYNDASAGA Einkenni og áherslur. Forsögulegir tímar Elstu hugmyndir mannkyns. Hvað er hugmyndasaga?. Hugmyndasaga er óhjákvæmilega nátengd almennri mannkynssögu þar sem hugmyndir manna spretta ætíð upp úr umhverfi og aðstæðum þeirra
E N D
HUGMYNDASAGA Einkenni og áherslur Forsögulegir tímarElstu hugmyndir mannkyns
Hvað er hugmyndasaga? • Hugmyndasaga er óhjákvæmilega nátengd almennri mannkynssögu þar sem hugmyndir manna spretta ætíð upp úr umhverfi og aðstæðum þeirra • Hugmyndasagan sker sig þó frá almennu mannkynssögunni í því að leggja lítið upp úr atburðum og aðgerðum einstaklinga og þjóða Valdimar Stefánsson 2008
Hvað er hugmyndasaga? • Í hugmyndasögu er leitast við að skilja sögulega framvindu út frá hugmyndum manna um tilveru sína, á hverjum tíma • Hugmyndasagan er einnig ákaflega tengd menningarsögu og í raun erfitt að greina þarna skýrt á milli • Hvað er menning svo sem annað en hugmyndir manna um tilveru sína? Valdimar Stefánsson 2008
Hvað er hugmyndasaga? • Hugmyndasagan hefur þó þrengra sjónarhorn en menningarsagan • Hún einbeitir sér helst að hvers kyns fræða- og vísindastarfi (í víðum skilningi) og leitast við að finna því grundvöll í þeim jarðvegi sem það sprettur upp úr Valdimar Stefánsson 2008
Sjónarhorn hugmyndasögu • Í hugmyndasögu er ekki felldur dómur um hvað kann að reynast „rétt“ eða „rangt“ í hugmyndum horfinna kynslóða út frá sjónarmiðum nútíma manna • Heldur er leitast við að lýsa hugmyndum fortíðar og skýra þær, út frá þekktum forsendum á hverjum tíma Valdimar Stefánsson 2008
Sjónarhorn hugmyndasögu • Hugmyndasaga mannkynsins er of víðfeðm til að hægt væri að gera henni nokkur sanngjörn skil og varla á færi nokkurs einstaklings að ætla sér slíkt • Þess vegna verður hér (eins og jafnan áður) einblínt á vestræna hugmyndasögu enda er það sú saga sem snertir samfélag okkar mest Valdimar Stefánsson 2008
Helstu áherslur hugmyndasögunnar • Heimspekisaga: einkum þekkingarfræði, rökfræði, siðfræði og stjórnmálafræði • Grísk-rómversk goðafræði: einkum áhrif hennar á upphaf heimspekinnar • Kristin trúfræði: frá upphafi kristninnar og fram að siðaskiptum • Saga raunvísinda: frá því að mönnum nægði ekki goðsögulegar skýringar Valdimar Stefánsson 2008
Þröngsýni hugmyndasögunnar • Hugmyndasagan er gjarnan gagnrýnd fyrir að einblína um of á sögulegan tíma, rétt eins og engar hugmyndir hafi komið fram fyrr en með ritmáli • Þótt vissulega megi færa rök fyrir því að flestar grundvallarhugmyndir mannkyns hafi komið fram á forsögulegum tíma er erfitt að festa á þeim hendur fyrr en með komu ritmálsins Valdimar Stefánsson 2008
Forsögulegar hugmyndir • Verkfæra- og vopnanotkun er dæmi um einhverja elstu hugmyndir mannkyns sem orðið hafa að veruleika • Beislun eldsins og ýmis notkun hans er öllu yngri hugmynd en ef til vill enn áhrifameiri • Hugmyndir um dauðann og hverfula tilvist einstaklingsins má rekja meira en 40 þúsund ár aftur í tímann Valdimar Stefánsson 2008
Forsögulegar hugmyndir:Hellamálverk • Frá tímum fornsteinaldar (um 40.000 – 10.000 f. Kr.) hafa fundist fjöldi hellamálverka víða um heim • Myndefnið er að miklu leyti villidýr en einnig ýmis ókennileg tákn sem ekki hefur tekist að ráða í • Fræðimenn hafa alla tíð deilt um það hver tilgangur þessarar listsköpunar var Valdimar Stefánsson 2008
Hellamálverk (Chauvet: um 30.000 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008
Fyrstu trúarhugmyndir • Líklegt má telja að fyrstu hugmyndir manna um að ekki væri allt sem sýndist hafi orðið upphafið að síðari trúarhugmyndum • Til þessa mætti rekja hugmyndir um goðamögn náttúrunnar sem einkenna öll veiðimanna- og safnarasamfélög nútímans • Helgisiðir, galdur og fórnir virðast hafa verið mikilvægustu þættir hinna fyrstu trúariðkanna Valdimar Stefánsson 2008
Hlutverk helgisiða • Helgisiðir fyrstu trúarbragða gegndu því hlutverki að leiða þátttakendur og áhorfendur inn í handanheim goðmagna • Þetta hefur svo sem ekki mikið breyst síðan • Helgisiðirnir gátu framkallað „leiðslu“ þar sem viðkomandi var í raun kominn inn í handanheiminn og gat þar öðlast ofurmannlegan mátt Valdimar Stefánsson 2008
Galdur og fórnir • Galdur og fórnir gegndu í raun svipuðu hlutverki og helgisiðirnir en að auki áttu þeir að stýra á afgerandi hátt útkomu tiltekinna mála eða knýja fram tiltekna niðurstöðu sem ekki var á mannlegu valdi að ná fram • Raunar má líta á fórnina sem ákveðna gerð galdurs Valdimar Stefánsson 2008
Fórnin • Menn virðast lengi hafa gert sér grein fyrir því að líf og dauði væri samantengt • eins dauði er annars brauð • Fórnin var leið til að endurnýja þá krafta sem héldu veröldinni gangandi • Þannig varð það að viðtekinni venju víða um heim að hefja nýjar framkvæmdir á fórn Valdimar Stefánsson 2008
Mannfórnir • Mannfórnir hafa líklega þekkst meðal flestra þjóðflokka jarðar á tilteknu skeiði þeirra • Þeim sem fórnað var voru gjarnan hinir sigruðu eftir herför en einnig þekktist að fórna frumburði sínum • Sbr. þegar Abraham skyldi fórna Ísak Valdimar Stefánsson 2008
Elstu trúarbrögð? • Ýmislegt bendir til þess að á fornsteinöld hafi ríkt eins konar móðurtrúarbrögð og sjást þess helst merki í allmörgum Venusarstyttum sem fundist hafa víðsvegar um jörðina • Þær eru allar af mjaðma- og brjóstamiklum kvenverum en ekkert er vitað um tilgang þeirra eða tengsl við trúarbrögð Valdimar Stefánsson 2008
Fjölgyðistrú • Gera má ráð fyrir að náttúrumögn hafi þróast yfir í persónuleg goð og gyðjur fljótlega eftir að akuryrkjusamfélagið verður til • Feminískir fræðimenn hafa á síðustu áratugum lagt áherslu á að gyðjur hafi í upphafi verið dýrkaðar meira en goðin en litlar heimildir finnast þó um slíkt Valdimar Stefánsson 2008
Fjölgyðistrú • Við upphaf sögulegs tíma eru karlar orðnir ráðandi í samfélaginu og þá einnig trúarlífinu, bæði í Mesópótamíu og Egyptalandi • Fjölgyðistrú er þá allsráðandi þar og eru karlguðir meira áberandi en gyðjur • Lítið fer fyrir siðaboðskap og eru goðin ekki síður breysk en mennirnir • Á öndverðu öðru árþúsundinu f. Kr. fer hugmyndin um að jarðlífið sé e. k. prófsteinn fyrir handanlífið að verða æ vinsælli Valdimar Stefánsson 2008