1 / 18

Samtök atvinnurekenda á Akureyri

Efst á baugi í skattamálum. Samtök atvinnurekenda á Akureyri. Hádegisverðarfundur 6. febrúar 2014. Erindið í dag. Nýlegar breytingar á lögum og reglum um skattamál Helstu álitamálin í skattframkvæmdinni í dag Réttaröryggi í samskiptum við skattyfirvöld. Nýlegar breytingar.

heath
Download Presentation

Samtök atvinnurekenda á Akureyri

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Efst á baugi í skattamálum Samtök atvinnurekenda á Akureyri Hádegisverðarfundur 6. febrúar 2014

  2. Erindið í dag • Nýlegar breytingar á lögum og reglum um skattamál • Helstu álitamálin í skattframkvæmdinni í dag • Réttaröryggi í samskiptum við skattyfirvöld

  3. Nýlegar breytingar • Afnám 20/50 reglu vegna arðgreiðslna • Umtalsverð hækkun á reiknuðu endurgjaldi • Tekjuskattur einstaklinga - lækkun • Skattlagning hagnaðar af afleiðusamningum • Tekjuskattur fyrirtækja • Milliverðlagsreglur (transfer pricing) • Samruni yfir landamæri (millilandasamruni) • Tryggingagjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa - lækkun • Stimpilgjald – ný lög og verulegt afnám gjalda • Skattar á fjármálafyrirtæki • Gjaldskrárbreytingar; nefskattar og krónutölugjöld

  4. Afnám 20/50 reglu • 20/50 regla í gildi frá árinu 2010, en í henni fólst að ef heimil arðsúthlutun úr hlutafélagi eða einkahlutafélagi fór samtals yfir 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags taldist það sem umfram var til helminga laun (50%) og arður (50%). • Gilti um þá sem bar að reikna sér laun sem starfandi hluthafar. • Reglan sætti mikilli gagnrýni: • flókin; starfandi hluthafar, mismunandi eignarhlutir etc. • stuðlaði að því að menn skiptu um rekstrarform (samlagsfélög – slf.) • úthlutun arðs hætt í þeim eina tilgangi að komast hjá því að falla undir regluna • breytingar á reglunni til skýringa 2011 • fyrst þokkalega ljós í ákvarðandi bréfi sumarið 2013! => Tekin ákvörðun um að fella regluna á brott, en samhliða farið í endurskoðun á reglum um reiknað endurgjald

  5. reiknað endurgjald – veruleg hækkun • Reglur um reiknað endurgjald – Auglýsing nr. 1180/2012 • Hækkun um tugi prósenta • Lögmenn kveinka sér – úr fréttablaði Lögmannafélagsins sem kom út í gær:

  6. Tekjuskattur einstaklinga - lækkun • Skatthlutfall ríkisins í skattþrepi 2 var lækkað um 0,5 prósentustig, eða úr 25,8% í 25,3% • Neðri tekjuviðmiðunarmörk skattþreps 2 voru hækkuð sérstaklega í 290 þús.kr. á mánuði. • Þá lækkaði hlutfall ríkisins í skattþrepi 1 um 0,04 prósentustig um leið og hámarksútsvar sveitarfélaga hækkaði um 0,04 prósentustig. • Aftur á móti hækkar meðalútsvar í staðgreiðslu einungis um 0,02 prósentustig sem þýðir að svigrúm sveitarfélaga til hækkunar var ekki nýtt að fullu.

  7. Tekjuskattur einstaklinga - lækkun • Helstu viðmiðunarstærðir tekjuskatts fyrir árið 2014 samanborið við árið 2013.

  8. Skattlagning hagnaðar af afleiðusamningum • Tekjur af afleiðusamningum nú skattlagðar sem söluhagnaður/tap eigna í stað vaxtatekna/gjalda áður. • Skiptir ekki máli fyrir fyrirtækin – en gríðarmiklu máli fyrir einstaklinga.

  9. Tekjuskattur fyrirtækja - breytingar • Milliverðlagning (transfer pricing) • Settar reglur um verðlagningu í viðskiptum milli tengdra aðila; vísað til milliverðlagsreglna OECD.Vísireglan að skattyfirvöldum er heimilt að gera leiðréttingar á skattskilum tengdra aðila þegar verðlagning og/eða skilmálar í viðskiptum eða fjárhagslegar ráðstafanir þeirra eru frábrugðnar því sem ætla mætti að hefði verið í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. • Tengdir aðilar skilgreindir. • Skjölunarskylda vegna verðlagningar milli tengdra aðila þegar um er að ræða stór fyrirtæki (með árlega veltu eða heildareignir yfir 1 milljarði króna). • Samruni yfir landamæri – millilandasamruni • Við samruna hlutafélags yfir landamæri, við hlutafélög í öðru aðildarríki á EES, EB eða í Færeyjum, verði lagður tekjuskattur á óinnleystan hagnað sem til hefur orðið hér á landi eins og verið hefur, en veittur allt að fimm ára greiðslufrestur á skattinum sé þess óskað. • Með lagabreytingunni er komið til móts við dóm EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp þann 2. desember 2013, þar sem niðurstaðan var sú að íslenskar reglur um skattlagningu við samruna félaga brytu í bága við EES-samninginn.

  10. Tryggingagjald og gjald í ábyrgðasjóð launa lækkun • Í heild lækka gjöldin um 0,1 prósentustig á árinu 2014, um 0,1% prósentustig til viðbótar á árinu 2015 og 0,14 prósentustig á árinu 2016, eða samtals um 0,34 prósentustig. • Með þessum breytingum er ætlunin að létta allt að 4 milljörðum króna af íslensku atvinnulífi. • Þróun einstakra gjaldhlutfalla:

  11. stimpilgjald • Ný lög nr. 138/2013 - tóku gildi 1. janúar 2014 • Viðamiklar breytingar á núverandi gjaldtöku • Afnám stimpilgjalds af lánsskjölum (skuldabréf, o.fl.), hlutabréfum, skilríkja fyrir eignarhlut í félögum og félagssamninga, vátryggingarskjala, aðfarargerða, leigusamninga um jarðir og lóðir, heimildarskjala um veiðiréttindi, o.fl.   • Hækkun stimpilgjalds á skjölum er varða eigendaskipti á fasteign eða skipum yfir ákveðnum stærðarmörkum (5 brúttótonn) – nema eigendaskipti vegna arfs og búskipta hjóna. Hækkunin úr 0,4% í 0,8% hjá einstaklingum og úr 0,4% í 1,6% hjá lögaðilum. Þó er heimilt að veita einstaklingum helmingsafslátt af stimpilgjaldi þegar þeir kaupa sér í fyrsta sinn íbúðarhúsnæði til eigin nota.

  12. Skattar á fjármálafyrirtæki • Fjársýsluskattur • Lækkun á á þeim fjársýsluskatti sem lagður er á laun, úr 6,75% í 5,5%. • Sá þáttur fjársýsluskattsins sem leggst á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð helst óbreyttur. • Fjársýsluskatturinn leggst einnig á tryggingafélög. • Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki – „bankaskattur“ • Hækkun úr 0,041% í 0,376% af heildarskuldum þeirra í árslok. • Skattstofninn breikkaður þannig að nú tekur hann líka til lögaðila í slitameðferð. • Frískuldamark bankaskattsins er 50 ma.kr., svo sem frægt er orðið

  13. Gjaldskrárbreytingar; nefskattar og krónutölugjöld3% hækkun

  14. Helstu álitamál í framkvæmdinni í dag • Öfugir, lóðréttir samrunar – skuldsettar yfirtökur • Toyota (Hæstaréttardómur í máli nr. 555/2012) o.fl. • Hvað með; • Flóknari og samsettari samruna (fleiri rekstrarfélög etc.) • Endurfjármögnun félaga í kjölfar slíks samruna; hlutafjáraukningu, eftirgjöf lána etc. • Fjölmörg mál í farvatninu • Skipting félaga samhliða sölu rekstrareigna • Ólögmætar úttektir úr félögum (duldar arðgreiðslur, lán) • Nýjir dómar Hæstaréttar um ábyrgð stjórnarmanna;12. desember 2013, í málinu nr. 354/2013 og 23. janúar 2014, í málinu nr. 388/2013.

  15. Réttaröryggi í samskiptum við skattyfirvöld • Ný skýrsla nefndar; fjármála- og efnahagsráðuneyti • fyrsti liður í að kortleggja starfsemi stofnana skattkerfisins m.t.t. réttaröryggis, skilvirknis og jafnræðis • hvort gildandi réttur skapi hættu á tvíverknaði, óhagkvæmni, misjöfnum niðurstöðum í samskonar málum og óþarflega löngum málsmeðferðartíma. • Niðurstöður • Skýra mörk skatteftirlits og skattrannsókna • Koma í veg fyrir endurtekna rannsókn sömu mála • Tvöföld refsing – ne bis in idem • Stytta þarf málsmeðferðartíma hjá yfirskattanefnd • Birta þarf úrskurði yfirskattanefndar • Tryggja/stykja eftirlit ráðuneytis með stofnunum og stjórnun þeirra

  16. Spurningar ?

  17. Þakkar fyrir sig

More Related