1 / 21

21. Kafli: þvagkerfið

21. Kafli: þvagkerfið. Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir. Líffæri þvagkerfisins. Nýru (renes) Þvagpípur / þvagleiðarar (ureter) Þvagblaðra (vesica urinaria) Þvagrás (urethra). Hlutverk þvagkerfis. Stjórna ýmsum þáttum blóðs svo sem: Jónastyrk

hija
Download Presentation

21. Kafli: þvagkerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 21. Kafli: þvagkerfið Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir

  2. Líffæri þvagkerfisins • Nýru (renes) • Þvagpípur / þvagleiðarar (ureter) • Þvagblaðra (vesica urinaria) • Þvagrás (urethra)

  3. Hlutverk þvagkerfis • Stjórna ýmsum þáttum blóðs svo sem: • Jónastyrk • Na+, K+, Ca2+, Cl-, HPO4-2 • Blóðmagni • Blóðþrýstingi (með því að mynda renín) • Sýrustigi (með því að seyta H+ og halda í HCO3-) • Mynda hormón • calcitriol (sem er virkt form D-vítamíns) • erythropoietin (sem eykur myndun rauðra blóðkorna) • Skilja út úrgangsefni og framandi efni

  4. Staðsetning og ytri gerð nýrna • Liggja ofan við mitti upp við posterior kviðvegg, aftan við lífhimnu (nýru eru retroperitoneal) • Eru í hæð við T12-L3 • vernduð að hluta af 11. og 12. rifjapari • Hægra nýra aðeins neðar en það vinstra • Skorðuð í fituvef • Hvort nýra er klætt trefjahýði (capsula renalis) sem verndar og viðheldur lögun • Hilum renale (nýrnahlið) er á medial concave hlið, þar tengjast æðar, taugar og þvagpípa

  5. Innri gerð nýrna • Nýrun eru lagskipt: • Nýrnabörkur (cortex renalis) er innan við trefjahýðið • Nýrnamergur (medulla renalis) innst • Pyramides renalis (nýrnastrýtur) eru í nýrnamerg (8-18 stk.), þær enda í papillae renalis (strýtutotum) • Strýtutotur tæma þvag í calyces minores (nýrnabikara minni) sem tæmast í calyces majores (nýrnabikar stærri) sem tæmast í pelvis renalis (nýrnaskjóðu)

  6. Blóðflæði til nýrna • Um 20-25% af útfalli hjarta fer til nýrna eftir nýrnaslagæðum • um 1800 lítrar blóðs á sólarhring! • Nýrnaslagæðar greinast í smærri og smærri æðar sem mynda að lokum aðfærsluslagæðling (afferent arteriole) • Einn aðfærsluslagæðlingur fer til hvers nýrungs og greinist þar í háræðahnoðra (glomerulus) • hér fer fram síun á blóði • Háræðar hnoðrans sameinast og mynda fráfærsluslagæðling (efferent arteriole) sem kvíslast og myndar utanpípluháræðar (peritubular capillary) • utanpípluháræðar endursoga efni úr frumþvaginu • Utanpípluháræðar sameinast og mynda að lokum nýrnabláæð sem flytur blóð frá nýrungi

  7. Bygging nýrungs • Nýrungar (nephrones) eru starfseiningar nýrna • Í hvoru nýra er um ein milljón nýrunga • Nýrungur samanstendur af: • Nýrnahylki (renal corpuscle): • Æðahnoðri (glomerulus) • Hnoðrahýði (glomerular capsule) • Nýrnapíplum • Bugapípla nær (proximal convoluted tubule) • Henles lykkja (descending hluti og ascending hluti) • Bugapípla fjær (distal convoluted tubule) • Safnpípla (collecting duct) • Efnasamsetning þvagsins breytist þegar það streymir um nýrnapíplurnar

  8. Starfsemi nýrungs • Þvagmyndun í nýrungi er þríþætt 1. Síun í nýrnahylki (glomerular filtration) 2. Pípluendursog (tubular reabsorption) 3. Pípluseyti (tubular secretion)

  9. 1. Síun (glomerular filtration) • Fráfærsluslagæðlingur er örlítið grennri en aðfærsluslagæðlingur. Við það myndast þrýstingur í æðahnoðra sem veldur því að vatn og smáar uppleystar agnir blóðs síast úr æðahnoðranum yfir í hnoðrahýðið • Blóðkorn og prótein síast venjulega ekki úr blóði • Vökvinn sem síast kallast frumþvag (filtrate) • U.þ.b.180 lítrar af frumþvagi myndast á sólarhring • U.þ.b 99% frumþvagsins er endursogað í nýrnapíplum

  10. Síunarhraði (GFR) • GFR (glomerular filtration ratie) = frumþvagsmyndun/mín • GFR er um 125ml/mín (180lítrar/sólarhring) • Mikilvægt fyrir homeostasis að viðhalda stöðugum GFR • Ef þvagið fer of hratt í gegnum píplurnar er ekki tími til að endursoga nauðsynleg efni úr frumþvagi og þau skiljast úr • Hormónið ANP eykur síunarhraða og þar með losun á salti og vatni • Ef þvagið fer of hægt í gegn endursogast of mikið af efnum (þ.á.m. úrgangsefni) • Í hvíld er sympatísk taugavirkni lítil • Þá eru aðfærslu- og fráfærsluslagæðlingar slakir, blóðstreymi um æðahnoðra er mikið og mikið frumþvag myndast (GFR hátt) • Við áreynslu og blóðmissi eykst sympatísk virkni • Aðfærsluslagæðlingur dregst meira saman en fráfærsluslagæðlingur, við það minnkar blóðflæði til æðahnoðra og GFR minnkar. Þetta hjálpar til að halda vökva í líkamanum, viðhalda blóðþrýstingi og beina blóði til annarra líffæra

  11. 2. Endursog í nýrnapíplum • Um 99% frumþvagsins er endursogað í nýrnapíplum • Efni sem einkum eru endursoguð: • Vatn, glúkósi, amínósýrur, mjólkursýra og jónir (Na+, K+, Ca2+, Mg2+, HCO3-, HPO42-.) • Í bugapíplu nær er mest allt vatnið endursogað (osmósa) ásamt Na+ og öðrum uppleystum efnum • Hversu mikið vatn endursogast síðan í bugapíplu fjær og í safnpíplu ákvarðast af ADH (þvagstillivaka frá afturhluta heiladinguls) • ADH eykur gegndræpi safnpíplu fyrir vatni, meira vatn er endursogað og þvagmagn minnkar

  12. 3. Pípluseyti • Þekjufrumur nýrnapíplna og safnpíplu vinna á virkan hátt ýmis efni úr blóði og seyta þeim út í nýrnapíplurnar • Með pípluseyti skilja nýrun út ýmis ónauðsynleg efni og úrgangsefni svo sem jónir (H+, K+), ammóníak (NH3), creatínín, hormón og lyf • Pípluseyti er sérlega mikilvægt við að • viðhalda réttu pH gildi blóðs (H+ jónum er seytt á virkan hátt úr blóði yfir í nýrnapíplur og þess vegna er þvag svolítið súrt) • viðhalda réttum styrk kalíum (K+) í blóði • Skoðið töflu 21.1 sem sýnir hvað verður um hin ýmsu efni í þríþættu ferli þvagmyndunar

  13. Starfsemi í mismunandi hlutum nýrungs

  14. Starfsemi nýrna stjórnast af hormónum • Nýrun viðhalda jafnvægi í vökva-saltbúskap fyrir tilstilli hormóna: • Renín-angíótensín-aldósterón kerfið • ANP (atrial natriuretic peptide) saltræsihormón • ADH (antidiuretic hormone) þvagstillivaki

  15. Renín-angíótensín-aldósterón kerfið • Vökvaskortur, Na+ skortur eða blóðtap orsakar minnkað blóðmagn og þar með lækkun á blóðþrýstingi. Við það fer renín-angiótensín-aldósterón kerfið í gang (fig 13.14): • Nýrun seyta ensíminu renín  myndun á angíótensíni I  umbreyting þess í angíótensín II • Angíótensín II hefur síðan tvíþætt áhrif: •  samdráttur slagæðlinga  blóðþrýstingur hækkar aftur •  losun á aldósteróni úr nýrnahettuberki  aukið endursog á Na+ og Cl- úr nýrnapíplum og aukinn útskilnaður á K+  aukið endursog á vatni vegna osmósu  blóðþrýstingur hækkar aftur

  16. ANP (atrial natriuretic peptide) • Ef blóðmagn eykst og blóðþrýstingur hækkar, eykst þrýstingur í hjarta • Hjartagáttir gefa þá frá sér hormónið ANP (saltræsihormón gátta) sem eykur útskilnað á Na+ og vatni með því að auka GFR þvagmagn eykst, blóðmagn minnkar og blóðþrýstingur lækkar aftur

  17. ADH (þvagstillivaki) • ADH er hormónið stjórnar mestu um hversu mikið vatn er endursogað í nýrnapíplum • Losun á hormóninu stjórnast af sjálfletjandi afturvirkni (neg. feedback) (fig.21.9): • Vatnsskortur í blóði (hár saltstyrkur)  boð frá efnanemum til undirstúku  boð til afturhluta heiladinguls sem losar ADH  aukið endursog á vatni í safnpíplum nýrunga  minna þvagmagn og því eykst vatn í blóði  ADH • Ef líkaminn myndar ekki ADH getur þvagmagn farið upp í 20 lítra á dag (þetta kallast flóðmiga) • Þess má geta að alkóhól virkar vatnslosandi (diuretic) með því að hemja virkni ADH

  18. Þvag • Greining á þvagi getur gefið miklar upplýsingar um líkamsástand • magn, litur, gegnsæi, lykt, pH, eðlisþyngd, efnainnihald • Þvagmagn er 1-2 lítrar á sólarhring • stjórnast af blóðþrýstingi, styrk uppleystra efna í blóði, líkamshita, þvagræsandi efnum, sálarástandi • pH 4.6 - 8 • háð mataræði • Efnasamsetning • um 95% vatn og 5% uppleyst efni (creatinin, þvagefni, þvagsýra og jónir)

  19. Flutningur og geymsla á þvagi • Þvagpípur (ureter) liggja aftan við lífhimnu (eru retroperitoneal) • Þvagpípur flytja þvag frá nýrnaskjóðu (pelvis renalis) niður í þvagblöðru (vesica urinaria) • Flutningurinn er að mestu vegna peristalsis • Þvagblaðra (vesica urinaria) er aftan við symphysis pubica. Hún geymir þvag • Slíma blöðrunnar er úr skaraðri teningsþekju sem er sérstaklega teygjanleg • Þvagblöðruveggurinn er úr þreföldu vöðvalagi

  20. Þvaglosun • Parasympatísk taugaboð valda þvaglosunarviðbragði: • Samdráttur í þvagblöðruvegg • Slökun á innri þvagrásarþrengi (sléttur vöðvi) • Slökun á ytri þvagrásarþrengi (rákóttur vöðvi) • Þvagrás (urethra) liggur frá þvagblöðru og opnast út í þvagrásaropi

  21. Eðliseinkenni þvags • Þvagmagn er 1-2 lítrar á sólarhring • stjórnast af blóðþrýstingi, styrk uppleystra efna í blóði, líkamshita, þvagræsandi efnum, sálarástandi • pH 4.6 - 8 • háð mataræði • Efnasamsetning • um 95% vatn og 5% uppleyst efni (creatinin, þvagefni, þvagsýra og jónir) • Önnur eðliseinkenni: • Litur, gegnsæi, lykt, eðlisþyngd

More Related