1 / 26

Ásgeir Jónsson Hagfræðistofnun

Hagræn stefnumótun fyrir Húnaþing Vestra Málþing á Hvammstanga 13. mars 2004. Ásgeir Jónsson Hagfræðistofnun. HV liggur miðju vegu á milli tveggja stærstu þéttbýlissvæða landsins fyrir norða og austan.

moshe
Download Presentation

Ásgeir Jónsson Hagfræðistofnun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hagræn stefnumótun fyrir Húnaþing VestraMálþing á Hvammstanga13. mars 2004 Ásgeir Jónsson Hagfræðistofnun

  2. HV liggur miðju vegu á milli tveggja stærstu þéttbýlissvæða landsins fyrir norða og austan. Náttúrulegur áningastaður fyrir ferðmenn og þjóðvegur 1 færir mikinn markaðsmassa inn í héraðið. Hvamstangi er óskoraður þjónustukjarni fyrir svæðið þrátt fyrir að vera tiltölulega smár. Þar er að finna mun fjölbreyttari þjónustu, atvinnu og félagslíf en búast mætti við fyrir byggðakjarna af þessari stærð. Fjarlægðin skapar ákveðið skjól fyrir margs konar þjónustu en þrengir einnig möguleika í atvinnustarfsemi. Einnig tækifæri fyrir ákveðnar greinar sem þurfa mikið landrými og eru síður háðar kostnaði við aðdrætti. Sundabraut gæti skapað ný tækifæri! Jaðarsvæði í þjóðbraut

  3. HV er stærsta gróðurþekja landsins, vel gróin en hvergi sjást merki um ofbeit. Svæðið er opið fyrir norðanáttum og meðalhiti 2 stigum lægri en í Reykjavík og sumrin eru mun kaldari en á Akureyri. HV er eitt besta beitarland landsins sökum landrými og beitarþols, en þéttni búskapar og byggðar er minni en í þeim héruðum er hafa meiri jarðarfrjósemi á hvern hektara. Minni efniviður í þéttbýli á sínum tíma en í flestum öðrum héruðum og Hvammstangi er minni fyrir bragðið. Enn þann dag í dag er héraðið verulega dreifbýlt og miklar vegalengdir á milli fólks. Tíminn vinnur með íbúunum því betri samgöngur og lægri flutningskostnaður hefur þétt búsetunet svæðisins. Vel gróin en ekki gróðursæl

  4. Fjórir þéttbýlisvísar í HV með þjónustuhlutverk sem hefðu getað safnað um sig fólki og húsum. Staðarskáli og Víðihlíð, gegna sérhæfðu þjónustuhlutverki við ferðamenn á hringveginum. Reykjar í Hrútafirði, hlaut blessun með uppbyggingu héraðsskóla um 1930 og Byggðasafns um 1967. Laugarbakki er við hringveginn en er aðallega þjónustmiðstöð við nærumhverf sitt. Hvammstanga skortir aðgang að hringveginum, framhaldsskóla og safn. Mikilvæg samlegðaráhrif hefðu skapast ef Hvammstanga hefði verið lagt þetta þrennt til og bærinn væri stærri og öflugri en hann er í dag. Sögulegar tilviljanir

  5. Rannsókn Stefáns Ólafssonar (1997) á orsökum búferlaflutninga: „Aðdráttarafl Höfuðborgarsvæðisins er að stærstum hluta bundið við þær forsendur sem þar er að finna fyrir nútímalegum lífsháttum.” Samkvæmt skoðanakönnun Stefáns eru litlir þéttbýlisstaðir með frá 200 til 1.000 íbúa verstu búsetusvæði landsins. Slæm búsetuskilyrði fremur skortur á atvinnu reka áfram búferlaflutninga til Reykjavíkur. Meðallaun eru hærri á Vestfjörðum en Reykjavík en samt flytur fólk þaðan! Félagslegur grunnur

  6. Heimamönnum í HV finnst landfræðilega lega og félagsleg grunngerð héraðsins vera kostur, en framboð af störfum og húsnæði takmarki fyrir búsetu. Hafa allir óánægðir flutt burt? Atvinnutekjur eru þær lægstu á landinu á Norðurlandi vestra. Fólk er tilbúið að fórna tekjum til þess að búa í Húnaþingi vestra, sem bendir til þess að aðstæður í atvinnulífi fremur en félagslífi sé helsti orsakavaldurinn að baki búferlaflutningum. Húnaþing vestra er „nútímalegur” búsetukostur. Villandi að bera saman meðallaun líkt og Stefán gerir. Ein grein, fiskveiðar, með mjög takmarkað framboð af störfum hækkar meðaltalið en laun í öðrum geirum mun lægri úti á landi en Reykjavík. „Nútímalegur búsetukostur”

  7. Hvammstangi er fyrst og fremst þjónustu- og úrvinnslukjarni fyrir svæðið. Sjávarútvegur hefur einnig verið til staðar en hann hefur verið í meira aukahlutverki en í flestum öðrum byggðalögum. Síðustu 20 árin hefur átt sér stað almennur samdráttur í landbúnaði, einkum sauðfjárrækt og bakland Hvammstanga hefur skroppið saman. Á sama tíma hefur átt sér stað mikill þrýstingur á hagræðingu og samþjöppun í úrvinnslugreinum. Mjólkurbúið var lagt niður 2002 og blikur eru á lofti hvað varðar slátrun. Byggðalagið hefur orðið leiksoppur sömu breytinga er hafa gengið nærri flestum ef ekki öllum byggðalögum út á landi. Atvinnuhættir

  8. Það sem aðgreinir HV frá öðrum bæjum af sömu stærð er mikill fjöldi smárra fyrirtækja sem njóta fjarlægðarverndar. Einnig má vel merkja áhrif hringvegarins og bílumferðar en á Hvammstanga eru tvö bílaverkstæði, bílasprautun og bílasala sem þjónar Norðurlandi vestra. Ennfremur eru smíðaðar hestakerrur á staðnum. Hægt er að nefna þetta sem dæmi um kjarnamyndun, þ.e. hvernig að ákveðin tegund atvinnustarfsemi safnast saman á einum stað. Tilvist margra smáfyrirtækja er kostur í atvinnulegu tilliti þar sem eggjunum er dreift í margar körfur. Áhersla á þjónustu og þekkingu er einnig ein helsta forsenda þess að svæðið eigi sér framtíð í þeirri umbyltingu sem nú er að eiga sér stað í atvinnuháttum landsins þar sem iðnaður og frumvinnsla er að minnka að umfangi. Margt smátt gerir...

  9. Samlegðaráhrif á milli greina. Mörkun sérstöðu. Hagnýting landfræðilegrar stöðu Myndun kjarna. Stækkun markaðsmassa Að fleyta sér með straumum og stefnum á landsvísu. Jákvæð byggðastefna með ábata fyrir alla! Þeir sem eru smáir þurfa að vera snöggir, forsjálir og hugleiða vel hvernig þeir beita styrk sínum. Markmið tillagna

  10. Tvæþætt stefnumörkun í ferðaþjónustu: Annars vegar miða að þeim sem eru á hraðferð og hins vegar að þeim sem dvelja lengur. Auðvelda byggingu sumarhúsa og annarrar tegundar búsetu sem ekki telst hefðbundin. Nú þegar eru skipulögð 222 frístundahús á vegum einkaaðila og 35 eru byggð. Að reyna að með öllum ráðum að ná samningum við fyrirtæki eða stéttarfélög um að reisa orlofshúsabyggð á einum ákveðnum stað í sýslunni. Ferðamennska og aukin dulin búseta er eina leiðin til þess að auka búsetu og markaðsmassa og viðhalda háu stigi í verslu og þjónustu, og nýta betur fjármuni og innviði. T1. Dulin búseta

  11. Fjarlægðin á milli Hvammstanga og Laugarbakki er svipuð eins og milli hverfa í Reykjavík. Báðir staðir þurfa að byggjast upp og þjóna sitthvorum hópi ferðamanna til þess að njóta styrkleika hvors annars. Laugarbakki er hlið Hvammstanga að hringveginum og umferðungum. Hvammstangi er þjónustumiðstöð fyrir dvalarfólk Vöxtur þessa þéttbýlisöxuls skiptir höfuðmáli fyrir viðgang nærliggjandi sveita því sveitastörf og bæjarvinna eru óðum að renna saman. Framtíð margra fjölskyldubúa í sauðfjárrækt mun velta á framboði starfa í nálægu þéttbýli! T2. Efla þéttbýlisöxul HV

  12. Koma Grettistaki í gagnið sem hliðstæðu við Njálusetur á Suðurlandi. Skipuleggja orlofshúsabyggð á Laugarbakka með samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir og þannig reyna að byggja upp orlofskjarna er getur hlaðið utan á sig fólki. Með sama hætti er hægt að gefa gaum að tjaldstæðum og gistingu í Laugarbakkaskóla. Leggja úti í ýmsar smærri úrbætur er gera svæðið aðlaðandi fyrir ferðamenna, s.s. lagfæring aðkeyrslunnar, plöntun trjágróðurs etc.. Ennfremur gefur heitt vatn á staðnum marga möguleika, m.a. á gróðrarskála í líkingu við Eden í Hveragerði eða Vín í Eyjafirði. T2. Efling Laugarbakka

  13. Styrkja miðbæ Hvammstanga og gera að fókus punkti fyrir alla uppbyggingu sem snýr að þjónustu við ferðamenn og lykill að því að fá fólk til þess að stoppa og stíga út úr bílunum og m.a. versla í kaupfélaginu. Í miðbænum eru gömul hús sem vantar hlutverk. Koma á fót selasafni á Hvammstanga til að auka aðdráttarafl staðarins og tengja við selaskoðun á Vatnsnesi. Saga og náttúra samtvinnuð í fókus punkti í miðbænum. Gera miðbæ Hvammstanga að handverksmiðstöð. Þar er nú þegar ein besta hannyrðaverslun landsins, Gallerí Bardúsa og sala á prjónavörum, auk kaupfélagsins. T2 Efling Hvammstanga

  14. Samræmd atvinnustefna hlýtur að á byggja innri vexti og taka aðkomu nýrra fyrirtækja, s.s. einhverrar tegundar stóriðju, sem bónus. Sú hætta liggur í leyni að ef hugað er um of að utanaðkomandi kraftaverkum, að ræktun eigin garðs gleymist. Í stað þess að spyrja hvað utanhéraðsmenn geta gert fyrir okkur, ættu Vestur-Húnvetningar að velta fyrir sér hvað þeir geti gert fyrir utanhéraðsmenn. Í stað þess að huga sífellt að því hvernig hægt er að koma í kring innrás fyrirtækja að utan, ættu heimamenn einnig að hugsa hvort þeir eigi möguleika á útrás. Allir atvinnuþróunarstyrkir virðast sífellt beina mönnum til þess að finna upp hjólið fremur en víkka út það sem fyrir er! T3. Útrás fyrirtækja...

  15. Mótun útrásarstefnu fyrir atvinnulíf í HV í samvinnu við iðnaðaráðuneytið, Byggðastofnun eða aðra aðila er málið varðar. Með útrás er átt við atvinnusköpun með aukningu umsvifa heimafyrirtækja vegna markaðsetningar og súlu annars staðar. Mótun frumkvöðlastefnu.Þetta gæti falist í svo ólíkum hlutum sem fræðslu í skólum eða aðstoð við heimamenn til þess að sækja um styrki til ýmis konar nýsköpunar. Húsnæði mjólkurstöðvarinnar í gagnið! Mjólkurvinnsla var lögð niður á Hvammstanga 2002 og fyrirtaks húsnæði er laust fyrir matvælavinnslu… T3. Skammtíma og langtíma

  16. Íslenskur landbúnaður hefur framtíð og HV er einn helsti framtíðarstaður hans sökum landkosta og landfræðilegrar legu. Þessari staðreynd verður að koma á framfæri við almenning og stjórnvöld og fá viðurkenningu á sérstöðu og yfirburðum héraðsins. Þessi staðreynd verður jafnframt að móta áætlanir og gjörðir Húnvetninga sjálfra. Í þessi efni er um engar skyndilausnir að ræða en það er mikilvægt að gleyma ekki uppruna sínum og sérstöðu þrátt fyrir mótlæti. Mótun framtíðarstefnu og framtíðarímyndar fyrir landbúnað og vinnslu landbúnaðarafurða í Húnþingi vestra T4. Landbúnaður er styrkur

  17. Húnaþingi vestra vantar samhæfingu og samræmingu í markaðssetningu og ímyndarsköpun. Þrátt fyrir að héraðið sé í alfaraleið virðast margt vera á huldu fyrir utanaðkomandi aðilum, Íslendingum sem útlendingum, hvað þar er að finna. Þetta er nokkuð skaði því héraðið hefur upp á marga hluti – raunar ótrúlega marga hluti – upp á að bjóða fyrir utanaðkomandi aðila. Þar má nefna Fjöruhlaðborð á Jónsmessu, á miðju sumri Unglistahátíð, þýska daga og Grettishátíð, en sviðamessu að hausti. Það er því dálítið í húfi að geta hnýtt saman í einn pakka þessa viðburði og annað sem svæðið hefur upp á bjóða og markaðssetja. T5. Markaðssetning

  18. Stofnun sérstakrar vefsíðu fyrir Húnaþing Vestra. Síðan yrði gátt að öllu því sem héraðið hefði upp á bjóða, auk þess að þjóna héraðsbúum með fréttum og smáauglýsingum. Samhæfingarátak í kynningarmálum. Nauðsyn er að fá alla ferðaþjónustuaðila til mun nánari samvinnu í kynningarmálum undir forystu sveitarfélagsins til að eyða mögulegum laumufarþegavandamálum. Samræmingarátak í kynningarmálum.Hvaða sérstöðu vill heimamenn marka sér? i) Landbúnaðarsvæði, ii) ósnortnar víðáttur og fiskveiði, iii) selaskoðun og vatnsneshringurinn, iv) handverk og miðbær Hvammstanga, v) æskustöðvar Grettis Ásmundssonar og vi) þægileg búsetuskilyrði. T5. Markaðssetning…

  19. Ein helsta auðlind Húnaþings vestra eru land og náttúra. Önnur landnýting er að taka við þar sem frístundaiðkun og ferðmennska verður í aðalhlutverki. Einkaaðilar utan héraðs hafa í auknum mæli fest kaup á jarðnæði í sýslunni sem skapar bæði tækifæri og ógnanir. Vandinn getur aftur á móti skapast ef kaupin eiga sér stað og engin nýting kemur í kjölfarið. Til að mynda er nær allur vestari bakki Víðidalsár komin á hendur utanaðkomandi aðila með engin augljós áform um nýtingu í huga. Annað vandamál getur einnig skapast ef einkaaðilar eignar helstu náttúruperlur héraðsins og standa í vegi fyrir nýtingu þeirra. Sveitarfélagið á vitaskuld erfitt um vik að hafa hér áhrif, enda er réttur landeigenda sterkur og fjárráðin takmörkuð. T6. Landnýting

  20. Nýtingaráætlun fyrir Vatnsnes. Vatnesshringurinn mun verða burðarásinn í uppbyggingu ferðaþjónustu í HV, bæði vegna einstakrar náttúru svæðisins og stöðu Hvammstanga sem hliðgátt að svæðinu. Nýtingaráætlun fyrir Arnarvatns- og Víðidalstunguheiði. Þörfin hefur minnkað fyrir afréttarlönd og þessar heiðar eru stærstu ósnortnu vatnasvæði landsins með gífurlegum möguleikum til útivistar og náttúruskoðunar, sem eru nálægt ekkert nýttir. Nýtingaráætlanir geta vonandi sætt ólíka hagsmuni, á milli ólíkrar tegundar af landnýtingu, s.s. hvað varðar selinn, en vonandi einnig skapað samræmi á milli almannahagsmuna og eignarréttar. T6. Nýtingaráætlanir

  21. Í Húnaþingi Vestra eru margir hluti í lagi sem önnur sveitarfélög eru í brasi með. Tekið er sem gefið að lögð sé áhersla á menntun og mannauðsmyndun... Styrk fjármálastjórn fyrir sveitarsjóð... Félagsleg grunngerð svæðisins sterk og samheldin og sameining sveitarfélaga muni skila miklum ábata… Gefin er mikil virkni í mannlífi og frumkvöðlahugsun í atvinnulífi, og að heimamenn líti ekki á sig sem fórnarlömb og bíði bónbjarga. Tíminn vinnur með Húnaþing vestra en ekki á móti! Tekið sem gefið..

  22. Staðsetning lágverðsverslana á Íslandi og akstursvegalengd.

  23. Hlutdeild einstakra sýslna í sauðfjárrækt árið 2000

  24. Breytingar á hlutdeild sýslna í sauðfjárrækt 1977-2000

  25. Skipulag fyrirV-Húnaþing

  26. Eignarhald á landi íV-Húnaþingi

More Related