1 / 23

Menning, spenning - fyrir hvern?

Menning, spenning - fyrir hvern?. Njörður Sigurjónsson. Efni. Menning Vandamál varðandi stefnumörkun menningarmálum og styrki Spenning Fjárfesting í menningu ætti að hámarka gróða Fyrir hvern? Hugmyndir um “gróða” hvernig græða má á menningu. Menning Íslensk orðabók - Edda 2002.

odina
Download Presentation

Menning, spenning - fyrir hvern?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Menning, spenning- fyrir hvern? Njörður Sigurjónsson

  2. Efni • Menning • Vandamál varðandi stefnumörkun menningarmálum og styrki • Spenning • Fjárfesting í menningu ætti að hámarka gróða • Fyrir hvern? • Hugmyndir um “gróða” hvernig græða má á menningu

  3. MenningÍslensk orðabók - Edda 2002 • þroski mannlegra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) • rótgróinn háttur, siður • manndómur • mannafli, mannskapur • það að koma einhverjum til manns

  4. Eða... • Hlutir • Frægt fólk • Staðir • Stofnanir • Fín afþreying

  5. Stefnumótun í menningarmálum á Vesturlandi 2002 (bls.4): • “Með stefnumótun er átt við hvernig móta eigi framtíðarsýn og stefnu. Hvernig megi setja langtímamarkmið og hvaða leið skuli valin til að ná þeim markmiðum við breytilegar aðstæður. Stefnumótun auðveldar stjórnendum að sjá lengra fram í tímann. Stefna er valin og framkvæmd hennar mótuð til að ná tilætluðum árangri eða settum markmiðum. Stefnumótun er forsenda farsælla framkvæmda og því forsenda eflingar menningarstarfs til lengri tíma.”

  6. Stefnumótun í menningarmálum á Vesturlandi 2002 (bls. 5): • “Eins og sjá má er ógerningur að gera tæmandi lista yfir það hvað telst menning og erum við þá komin aftur á byrjunarreit, að í hugtakinu geti falist nánast öll viðleitni mannsins til að hafa ofan af fyrir sér. Mikilvægt er því að stefnumörkunin hafi víða skírskotun að þessu leyti og miði að því fyrst og fremst að auka verðmætasköpun í landsfjórðungnum og um leið að gera hann eftirsóknarverðari til búsetu jafnt sem tímabundinnar dvalar.”

  7. Stefnumótun í menningarmálum á Vesturlandi 2002 (bls. 4): • “Í þessari stefnumótunarvinnu sveitarfélaganna á Vesturlandi er ekki farið út í nána útfærslu á málaflokkum og verkefnum. Hugmyndin er sú að Menningarráð Vesturlands, fái svigrúm til að móta þá stefnu sem hér er lögð nánar, í samvinnu við sveitarfélögin, fagfólk á sviði menningarmála og m.t.t. þeirra verkefna sem sækja um stuðning til Menningarsjóðs hverju sinni.”

  8. MenningMenntamálaráðuneytið - september 2006 • “Menning er vandmeðfarið hugtak, m.a. að því leyti að skilgreining þess er óljós og mjög misjafnlega víðtæk.” • “Menntamálaráðuneytið leggur áherslu á sjálfstæði menningarstofnana ríkisins.”

  9. MenningMenntamálaráðuneytið - september 2006 • “Meginhluti þess menningarstarfs sem unnið er í landinu er í höndum einstaklinga eða samtaka þeirra, án opinberrar íhlutunar um inntak og tilhögun starfseminnar.” • “... 8,3 milljörðum króna varið til menningarmála eða um 20% af heildarfjárveitingu til menntamálaráðuneytis.” • Að frádregnum tekjum “... þá eru framlög til menningarmála rúmlega 5,8 milljarðar eða um 14% af heildarfjárveitingu til menntamálaráðuneytisins.”

  10. SpenningÍslensk orðabók - Edda 2002 1. það að spenna 2. strenging, stríkkun 3. þembing, uppþemba 4. andleg spenna, það að vera spenntur, eftirvænting 5. erfiði, áreynsla 6. eyðsla, sóun, sólundun (leggjast í spenning – sóast eyðast) 7. óheilbrigð (sam)keppni

  11. Spenning • Uppþembing og vandræðagangur með menningarhugtakið leiðir til stefnuleysis • Ómarkviss úthlutun er sóun á almannafé • Fólk og hugsun festist í kerfinu • Hermihegðun • Atvinnutryggingakerfi • Ójafnræði • Erfitt að gagnrýna kerfið

  12. Gróði – styrkir • Í raun ætti ein spurning að stýra allri ákvarðanatöku í úthlutun styrkja og það er : “hvernig getum við hámarkað ávinninginn af notkun þessara peninga?” Rétt eins og fjárfestingarsjóður tekur ákvörðun um fjárfestingar á þeim grunni að hámarka ágóða – ættu fjárfestingar í menningarverkefnum að vera teknar á þeim grunni – að hámarka gróðann

  13. Gróði sem menningarauðmagn Pierre Bourdieu • Börn erfa menningarlegt auðmagn • Getur bara verið spurning um að kunna að beita tungumálinu, vera vel máli farin, og kunna að haga sér við ýmsar aðstæður • Þannig er stéttaskipting í ekki endilega ákvörðuð af því hversu ríkt fólk er eða að það erfi embætti, heldur þeim möguleikum sem fólk hefur til þess að bæta stöðu sína vegna viðkenningar við það sem talið er til helstu verðmæta í þekkingar- og hugmyndahagkerfinu

  14. Gróði sem vöxtur John Dewey • Tilgangur lífs er vöxtur (growth), þroski einstaklings í samfélagi • Jákvæð, eflandi upplifun (reynsla) “vekur forvitni, eflir frumkvæði, vekur langanir” (er heildstæð og samspil innri og ytri þátta) • List hefur verið tekin úr samhengi við daglegt líf • Menningarverðmæti ætti að nota til þess að auka hæfni til þess að takast á við lífið, þroska mannlega eiginleika hugar og handar, kunnáttu, þekkingu og skilning • Tenging á menningu og menntun

  15. MenningÍslensk orðabók - Edda 2002 • þroski mannlegra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) • rótgróinn háttur, siður • manndómur • mannafli, mannskapur • það að koma einhverjum til manns

  16. List er upplifun • Gamla stigveldið: • listamaður > listaverk > áhorfandi • List og menningarverðmæti sem ferli upplifunar gestur, áheyrandi, listamaður, leikari, listaverk, umhverfi stofnunar

  17. Fagurfræði Deweys • Heildstæð upplifun • Allir hlutar upplifunarinnar skipta máli • Samhengi menningararfs og hins hversdagslega • Stofnanir ættu að finna leiðir til þess að tengja • Þátttaka “gesta” í ferlinu “list” • Túlkun með tilfinningu og öllum skilningarvitum • Víð skilgreining á tilgangi eða notagildi • Frekar en “gott í sjálfu sér” eða “til þess að afla fjár” kemur “mannbætandi” í víðum skilningi

  18. Til hvers menning? • Samskipti • Samkennd • Samfélagsþroski • Sjálfsmynd • Sköpunargáfa • Sjálfstæði • Sjálfsöryggi

  19. Hvað að gera? • Framsetning byggð á bakgrunni og reynsluheimi þátttakenda • Fjölhyggja og umburðarlyndi • Lýðræði sem viðhorf til stofnana • Samtímamenning sem vekur áhuga þeirra sem þar eru • Tryggja þátttöku þeirra sem standa fyrir utan • Virk þátttaka – ekki einstefnumiðlun

  20. Arðbær verkefni • Hafa upplifun þátttakenda í forgrunni • Brjóta niður múra • Auka möguleika þeirra sem taka þátt • Auka aðgengi að stofnunum • Virkja þátttakendur til áframhaldandi sköpunar

  21. Verkefnavinna • Velja þá sem verkefnið á að ná til • Safna upplýsingum um þennan hóp • Skapa áhugavert verkefni • Setja skýr markmið • Vinna með fólki • Vanda framkvæmd • Halda sambandinu • Meta árangur

  22. Hvernig tekst til? • Mælikvarðar hjálpa til við að sjá hvort við erum að ná árangri • Umsagnir aðstandenda • Vilji til til að endurtaka • Fjöldi þeirra sem taka þátt • Tími sem þátttakendur eru á staðnum • Aldur þeirra sem taka þátt • Athuga hvernig breytingar á skilyrðum reynslunnar bjóða uppá aukna möguleika

  23. Guðmundur Finnbogason Lýðmenntun, bls. 66 • “Aldrei má gleyma því að öll þekking á að auka færni vora og leikni, og að eini áreiðanlegi mælikvarðinn fyrir því hvað vér vitum er það hvað vér getum. Sú þekking sem ekki gerir oss í neinu færari en vér áður vorum, er lítils virði. Þess vegna ber að haga öllu námi svo að nemandinn fái sem mest tilefni til að hagnýta sér hverja nýja þekkingu, nota hana sem undirstöðu nýrrar þekkingar eða sem leiðarljós ytri athafna. Þegar þekkingin er notuð, skýrist hún, vex og festist í minni og verður æ handhægara og betra verkfæri. „Sjá smiðsaugu,“ segir máltækið, en að smiðurinn ber gleggra skyn á smíðisgripinn en aðrir, kemur til af því að hann hefur fengið hugmyndina um hann svo að segja inn í hverja taug. Hugmyndin stýrir smiðshöndinni, og því leiknari sem höndin verður, því fullkomnari verður þekkingin. Þar styður hvað annað.”

More Related