880 likes | 1.27k Views
Garðar Gíslason. Simennt.is. Hvað eru viðmið?. Viðmið eru sérstakar skráðar og óskráðar reglur sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður. Viðmið. Viðmið eru breytileg eftir samfélögum og tíma. Viðmið og gildi.
E N D
Garðar Gíslason Simennt.is
Hvað eru viðmið? • Viðmið eru sérstakar skráðar og óskráðar reglur sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður. Garðar Gíslason - Simennt.is
Viðmið • Viðmið eru breytileg eftir samfélögum og tíma. Garðar Gíslason - Simennt.is
Viðmið og gildi • Þegar talað er um gildi er átt við hugmyndir um hvað sé gott, rétt og æskilegt. Garðar Gíslason - Simennt.is
Viðmið og gildi • Er munur á gildum karla og kvenna? Garðar Gíslason - Simennt.is
Viðmið og gildi • Mörg skemmtileg dæmi eru til um hvernig viðmið ólíkra samfélaga stýra hegðun fólks. Garðar Gíslason - Simennt.is
Viðmið brotin • Án viðmiða hefðum við engar reglur að fara eftir og gætum heldur ekki skilið eða séð fyrir hegðun annarra sem búa við svipaða menningu og við. Garðar Gíslason - Simennt.is
Skráðar og óskráðar reglur Skráðar reglur kallast formleg viðmið. Garðar Gíslason - Simennt.is
Formleg og óformleg viðmið Óformleg viðmið: Reglur sem eru óskráðar og oft ósýnilegar þótt flestir þekki þær. Garðar Gíslason - Simennt.is
Verkefni - fyrir næsta tíma • Brjóttu einhver viðmið (óskráðar reglur – ekki skráðar) og skrifaðu niður á blað hvað þú gerðir og hver viðbrögð urðu (bæði þín og ,,fórnarlambanna”). Garðar Gíslason - Simennt.is
Félagslegt taumhald • Í hverju einasta samfélagi eru til reglur sem eiga að tryggja að fólk hegði sér á viðunandi hátt. Aðferðin kallast félagslegt taumhald Garðar Gíslason - Simennt.is
Óformlegt og dulið félagslegt taumhald • Þú setur þér sjálf(ur) reglur. • Fólk beitir hvert annað félagslegu taumhaldi og t.d. þegar það býður hvort öðru góðan dag. Garðar Gíslason - Simennt.is
Félagslegt taumhald Garðar Gíslason - Simennt.is
Frávik • Allir telja sig vita hvað frávik eru – en hvað eru frávik? • Hvernig myndir þú skilgreina frávik? Garðar Gíslason - Simennt.is
Frávik • Þeir sem fara ekki eftir settum reglum í samfélaginu eru álitnir skrítnir eða óheilbrigðir. Garðar Gíslason - Simennt.is
Frávik Fólk brýtur af sér vegna: • Vankunnáttu • Það er ósammála viðmiðunum. Garðar Gíslason - Simennt.is
Frávik • Fólk af ólíkum uppruna skilgreinir frávik á ólíkan hátt. Garðar Gíslason - Simennt.is
Afbrot • Alvarlegustu frávikin kallast afbrot, en með þeim er átt við hegðun sem er hættuleg samfélaginu. Garðar Gíslason - Simennt.is
Frávik og afbrot • Útilokað er að stýra hegðun fólks í smáatriðum og því verður samfélagið alltaf að sætta sig við einstaka gerðir frávika. Garðar Gíslason - Simennt.is
Menningarlegt arfgengi frávika • Öll hegðun er lærð – og hún lærist í samskiptum við aðra. Garðar Gíslason - Simennt.is
Nokkrar aðstæður • Nokkrar stelpur leigja íbúð saman. Ein stelpan tekur föt sem tilheyra samleigjenda hennar og notar þau. • Giftur maður sem er á ráðstefnu erlendis heldur fram hjá konunni sinni. Garðar Gíslason - Simennt.is
Stimplunarkenningin • Frávik eða hlýðni við viðurkennd viðmið samfélagsins fara ekki svo mikið eftir því hvað fólk gerir, heldur hvernig aðrir bregðast við verknaðinum. Garðar Gíslason - Simennt.is
Fyrsta og annars stigs frávik • Mörg frávik s.s. skróp úr vinnu (þú hringir inn og tilkynnir þig veika(nn) án þess að vera það) vekja lítil viðbrögð annarra og virðast hafa lítil áhrif á sjálfsmat þess sem brýtur af sér. Garðar Gíslason - Simennt.is
Annars stigs frávik • Þróun annars stigs frávikshegðunar er skilgreind með svokallaðri Thomasarkenningu. Garðar Gíslason - Simennt.is
Stimplun • Þeir sem hafa verið stimplaðir haga sér í samræmi við stimplunina. • Ef þú færð stimpilinn frekjudolla ferðu að haga þér í samræmi við þann titil og aðrir fara að umgangast þig slíka. Garðar Gíslason - Simennt.is
Stimplun • Þegar við stimplum aðra erum við að setja okkur í dómarasæti, við segjum að þeir sem eru afbrigðilegir séu bæði óeðlilegir og ekki eins góðir og við hin. Garðar Gíslason - Simennt.is
Staða og hlutverk • Innan allra samfélaga er fólki raðað niður og það flokkað eftir þeirri stöðu sem hver og einn hefur. Garðar Gíslason - Simennt.is
Áskipaðar stöður • Þú fæðist inn í stöðuna og getur yfirleitt ekki breytt henni. • Dæmi: Aldur, kyn, kynþáttur. Garðar Gíslason - Simennt.is
Áunnar stöður • Þú hefur möguleika til að velja þér stöðu út frá eigin verðleikum. • Getur t.d. aldur eða kyn haft áhrif á stöðumöguleika þína? Garðar Gíslason - Simennt.is
Hlutverkaspenna • Þegar þú reynir að leika tvö eða fleiri ólík hlutverk í einu getur myndast spenna milli hlutverkanna. Garðar Gíslason - Simennt.is
Dæmi um hlutverkaspennu • Verkstjóri þarf að vera í góðum tengslum við bæði stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn. • Stjórnendur vænta þess að hann framfylgi fyrirmælum þeirra og sjái til þess að vinnan sé vel unnin. Garðar Gíslason - Simennt.is
Dæmi um hlutverkaspennu • Starfsmenn vænta þess að verkstjórinn fylgi þeirra málum eftir gagnvart stjórnendum. • Oft erfitt að leysa slíka spennu. Garðar Gíslason - Simennt.is
Hlutverkapenna • Getur þú fundið fleiri dæmi um hlutverkaspennu? Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhlutverk Tvö nýfædd börn lágu við hlið hvors annars á fæðingardeildinni. Hæ hvíslaði annað. Ertu strákur eða stelpa? Ég veit það ekki svaraði hitt. Hvað ert þú? Ég er strákur, svaraði það fyrra, snúðu þér við og ég skal sýna þér það. Hann lyfti upp sænginni til að sýna hvað væri þar undir. Sjáðu þarna niðri, sagði hann, ég er í bláum sokkum. Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhlutverk • Allar væntingar sem gerðar eru til einstaklings og byggja á kynferði kallast kynhlutverk Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhlutverk • Kynhlutverk og atvinnuskipting eru aðeins að litlu leyti ákvörðuð út frá líffræðilegum mun kynjanna. Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhlutverk • Hvernig lærum við að verða að körlum og konum? Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhlutverk • Allt frá fæðingu eru kynin meðhöndluð ólíkt. • Meðvitað eða ómeðvitað fá strákar yfirleitt strákaleikföng en stelpurnar stelpuleikföng. Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhlutverk og fjölmiðlar • Karlkyns aðalleikarar yfirleitt helmingi fleiri en kvenkyns aðalleikarar. • Karlar oftar í mun hærri stöðum en konur. • Konur oftar en ekki sýndar sem ósjálfstæðar, óákveðnar og hjálparþurfi. Garðar Gíslason - Simennt.is
Starfsval • Áhrif kynhlutverka sjást greinilega af starfsvali. • Vinnumarkaði oft skipt upp í hefðbundin karla – og kvennastörf. Garðar Gíslason - Simennt.is
Feðraveldi • Samfélagslegt skipulag þar sem karlar ráða yfir konum. • Mörg afbrigði um hvernig forréttindum er skipt á milli kynja. Garðar Gíslason - Simennt.is
Feðraveldi Stig feðraveldis út er oft greint út frá: • Launavinnu • Heimilishaldi Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhyggja • Ein af meginstoðum feðraveldis er kynhyggja. • Með henni er átt við þá útbreiddu trú að annað kynið sé frá Náttúrunnar hendi æðra hinu. Garðar Gíslason - Simennt.is
Kynhyggja • Kynhyggja á mörg sameiginleg einkenni með kynþáttafordómum. • Hugmyndafræði beggja viðhorfa styðja félagslega drottnun eða yfirráð ákveðinna hópa yfir öðrum. Garðar Gíslason - Simennt.is
Feðraveldi og vinnustaðurinn • Fyrri mælikvarðinn á stig feðraveldis er hlutfall kvenna á vinnumarkaði. • Í iðnvæddum löndum er litið á útivinnandi konur frekar sem reglu en undantekningu. Garðar Gíslason - Simennt.is
Feðraveldi og vinnustaðurinn • Við getum líka skoðað stig feðraveldis út frá launamun milli kynja. Garðar Gíslason - Simennt.is
Launamunur • Árið 1997 höfðu konur tæplega 57% af heildarlaunum karla. • Árið 2002 hafa konur um 70% af heildarlaunum karla.(Jafnréttisstofa) Garðar Gíslason - Simennt.is
Heimilisstörf • Seinni mælikvarðinn á stig feðraveldis er umfang heimilisstarfa, það er hvernig heimilisstörf skiptast niður á fjölskyldumeðlimi. Garðar Gíslason - Simennt.is
Heimilisstörf • Þótt flest hjón eða sambýlisfólk í okkar menningu taki bæði þátt í uppeldi barna og fjáröflun heimilisins þá er kynbundin skipting heimilisstarfa nokkuð augljós. Garðar Gíslason - Simennt.is
Heimilisstörf • Konur eyða að meðaltali 19. klst á viku til heimilisstarfa • Karlar eyða að meðaltali 6. klst á viku til heimilisstarfa Garðar Gíslason - Simennt.is