1 / 18

RAMMASAMNINGUR RAFORKA FYRIR RÁÐUNEYTI, RÍKISSTOFNANIR OG RÍKISFYRIRTÆKI

RAMMASAMNINGUR RAFORKA FYRIR RÁÐUNEYTI, RÍKISSTOFNANIR OG RÍKISFYRIRTÆKI . Erindi flutt á Grand Hótel 15. febrúar 2011: Friðrik Alexan dersson - VERKÍS hf. Rammasamningur. Með nýjum raforkulögum var samkeppni innleidd á raforkumarkaðinn

aram
Download Presentation

RAMMASAMNINGUR RAFORKA FYRIR RÁÐUNEYTI, RÍKISSTOFNANIR OG RÍKISFYRIRTÆKI

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. RAMMASAMNINGURRAFORKA FYRIR RÁÐUNEYTI, RÍKISSTOFNANIR OG RÍKISFYRIRTÆKI Erindi flutt á Grand Hótel 15. febrúar 2011: Friðrik Alexandersson - VERKÍS hf

  2. Rammasamningur • Með nýjum raforkulögum var samkeppni innleidd á raforkumarkaðinn • Eðlilegt að líta svo á að kaup á raforku séu eins og hver önnur vörukaup sem hlíta lögmálum um framboð og eftirspurn á grundvelli samkeppni. • Verðmyndun og verðlagning á raforku þarf því að vera gagnsæ og auðskiljanleg fyrir kaupandann. • Það verður því að gera kröfu til að framsetning upplýsinga um verð á vörunni sé skýr og auðskilin fyrir kaupandann.

  3. Rammasamningur • Því þarf að leggja þær skyldur á raforkusalana að þeir vinni sínar upplýsingar og útreikninga með þeim hætti að:- kaupandinn hafi möguleika á að bera saman verð - ekki þurfi að vera vafi hjá honun hvenær hann er að kaup vöruna á hagstæðasta verði. • Meðal annars með þetta í huga voru raforkukaup ríkisins boðin út

  4. Rammasamningur • Fyrir liggur rammasamning um raforkukaup fyrir ráðuneyti, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtækiGerður haustið 2009 • Rammasamningurinn er við þrjá raforkuseljendur: Orkuveitu Reykjavíkur. Orkusöluna. HS- Orku. • Þetta eru í raun þrír samningar með sameiginlegum grunni en hver þeirra hefur að geyma upplýsingar sem varða hvert sölufyrirtæki fyrir sig svo sem einingaverð o.fl.

  5. Samantekt markmiða Markmið með þessum samningi var að ná fram: • Sparnaði í orkukaupum. • Hagræðing í vali á orku og afltöxtum. • Hagræðing í vali á dreifitöxtum. • Sameiningu eða fækkun orkumælinga á sömu veitu. • Stuðla að samkeppni um sölu á raforku til ríkisins. • Gera eftirlit virkara og auka yfirsýn á raforkukaupum ríkisins. • Sameina reikninga fyrir annars vegar orku og hins vegar dreifingu til hagræðingar • Auka skilning á eðli raforkuviðskipta. • Sinna lögbundinni útboðsskyldu.

  6. Rammasamningur • Kaupendur sem eru aðilar að þessum samningi þurfa ekki að ganga frá eða skrifa undir frekari samning til að njóta kjara rammasamningsins. • Það er á ábyrgð hvers sölufyrirtækis að þeir njóti þeirra kjara sem samningurinn kveður á um. • Á grundvelli þessa er gengið út frá að öll þrjú raforkusölufyrirtækin hafi leiðrétt orkuverð viðskipavina sinna sem eru aðilar að samningnum.

  7. Rammasamningur um raforku • Í forsendum útboðsgagnanna, gr. 1.1.2., segir að kaupendur geti óskað frekari tilboða með örútboði innan rammasamningsins • Megin forsendur fyrir slíku örútboði eru að kröfurnar séu í samræmi við valforsendur upphaflegra útboðsgagna. • Seljendum er því heimilt í slíku örútboði að bjóða öðru vísi en ákvæði samnings kveða á um, bæði varðandi verð og þjónustu.

  8. Rammasamningur um raforku • Mælt er með að kaupandinn setji sig í samband við alla raforkusalana með ósk um greiningu og verðútreikningi á sinni raforkunotkun. • Þetta getur verið í formi örútboðs eða einfaldrar skriflegrar fyrirspurnar. • Eindregið er mælt með að ef kaupandi leitar samanburða sé það gert með formlegum hætti og á þannig formi að auðvelt sé að bera saman niðurstöður frá mismunandi söluaðilum.

  9. Rammasamningur um raforku • Til að gera samanburð á útreikningum raforkusalanna mögulegan þarf að gæta vel að formi fyrirspurna. • Í fyrirspurn þarf í það minnsta að hafa eftirfarandi atriði í huga: • Nákvæmlega samhljóða spurning þarf að fara til allra. • Allir þurfa að fá nákvæmlega sömu forsendur og gögn til að greina og reikna eftir. Nauðsynlegt er t.d. að: - upplýsingar um mælistaði séu þær sömu- upplýsingar um viðmiðunartímabil sé það sama

  10. Samantekt / eftirfylgni • Ríkiskaup hafa leitað upplýsinga hjá seljendum • Seljendur hafa sent út kynningarbréf til fyrirtækja og stofnana • Stærstu stofnanir hafa verið heimsóttar og þeim kynntar sparnaðarleiðir • Hefur þú fengið heimsókn??

  11. Samantekt / eftirfylgni • Samkvæmt rammasamningi eiga seljendur að: Halda undirbúna fundi með stærstu kaupendum til að fara yfir aðgerðir til einföldunar og sparnaðar í orkukaupum. Fyrstu fundir eiga að vera ekki síðar en sex mánuðum eftir að samningur hefur verið undirritaður og síðan að jafnaði einu sinni á ári á samningstímanum. • Hefur þetta gengið eftir ?

  12. Samantekt / eftirfylgni • Samkvæmt samningnum eiga orku- og dreifikostnaður að vera í stöðugri endurskoðun og hagræðingu á samningstímanum. • Hefur verið farið í gegnum þessi atriði með kaupendum? • Orkusölufyrirtækin eiga að minnsta kosti árlega að láta fylgja söluskýrslum sýnum mat á hagkvæmni raforkukaupa ásamt ábendingum um hvar megi mögulega ná auknum árangri í sparnaði. • Hefur þetta gengið eftir ?

  13. Samantekt / eftirfylgni • Allir kaupendur eiga að hafa fengið yfirferð á sínum raforku innkaupum innan eins árs frá undirritun samnings • Hver er staðan á þessu ?.

  14. Nokkur góð ráð • Gerðu lauslega greiningu á notkunarmynstri raforkunotkunar hjá þínu fyrirtæki/stofnun. • Hve margir kaupendur hafa gert þetta ? • Fáðu raforkusalann þinn til að greina notkunina hjá þér. • Hve margir kaupendur hafa óskað eftir þessu ?

  15. Nokkur góð ráð • Fáðu raforkusalann þinn til að gera samanburð á orku og afltöxtum sem þú ert með og því sem þeir bjóða best. • Hve margir kaupendur hafa óskað eftir þessu ? • Fáðu raforkusalann þinn til að gera samanburð á dreifitöxtum sem þú ert með og því sem þeir telja að henti betur þinni notkun. • Hve margir kaupendur hafa óskað eftir þessu ?

  16. Nokkur góð ráð • Skoðaðu raforkukaupakostnað vel og reglulega. • Fáðu reglulega samanburð á verði raforkunnar • Leitaðu reglulega eftir bestun á taxtavali fyrir orkukaup og dreifingu. • Leitaðu aðstoðar við að hafa eftirlit með samningnum.

  17. Nokkur góð ráð • Vertu ófeimin(n) við að leita ráðgjafar hjá öðrum en seljendum. • Seljendaráðgjöf getur verið góð ráðgjöf EN • Seljendaráðgjöf er aldreióháð ráðgjöf

  18. Samantekt • Skoðaðu kostnað við raforkukaup reglulega. • Leitaðu sífellt leiða til lækkunar á raforkukaupum. • Fáðu reglulegan samanburð og bestun á - taxtavali fyrir orkukaup og - taxtavali fyrir dreifingu. • Leitaðu aðstoðar hjá Ríkiskaupum og/eða öðrum óhaðum ráðgjöfum.

More Related