1 / 22

Rannsóknarskýrsla: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns „Gullkista við enda regnbogans“

Geta jákvæð viðhorf dregið úr hegðunarvanda? Rannsókn á hegðunarvandamálum í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005-2006 Erindi flutt á 8. málþingi FÍUM 18. apríl 2007. Rannsóknarskýrsla: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns „Gullkista við enda regnbogans“ Rannsókn á hegðunarvanda

steffi
Download Presentation

Rannsóknarskýrsla: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns „Gullkista við enda regnbogans“

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Geta jákvæð viðhorf dregið úr hegðunarvanda?Rannsókn á hegðunarvandamálum í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið2005-2006Erindi flutt á 8. málþingi FÍUM 18. apríl2007

  2. Rannsóknarskýrsla: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns „Gullkista við enda regnbogans“ Rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005–2006 Skólinn okkarer gullkistavið enda regnbogansVið vinnum samanmeð bros á vörþá blómstrar vináttan(Úr skólasöng Víkurskóla) http://starfsfolk.khi.is/ingvar/agi/Skyrsla_Hegdun_Lokagerd.pdf

  3. Efni – eftir því sem tíminn leyfir • Um rannsóknina (gögn, aðferðir, rannsóknar-spurningar, fyrirvarar) • Nokkrar meginniðurstöður • Umfang vandans – munur eftir skólum • Ólík viðhorf til hegðunarvanda • Einkenni skóla þar sem agavandi er lítill • Olnbogabörnin • Til umhugsunar

  4. Yfirlit um þau gögn sem aflað var • Fjörutíu viðtöl við rýnihópa starfsfólks í 35 skólum skólaárið 2005–2006 (alls 233 viðmælendur: Stjórnendur, kennarar, annað starfsfólk) • Spurningalisti (208 svör) • Margvísleg önnur gögn • Spurt var um ...

  5. Efni viðtalanna • Hegðun og framkoma nemenda? • Eru hegðunarvandkvæði í skólanum og hvernig lýsa þau sér? Hversu þungt brenna þau á ykkur? • Hversu margir nemendur koma við sögu? • Orsakir hegðunarvanda? • Hvernig er tekið á hegðunarvanda? Hvaða aðferðum hefur helst verið beitt? Hvernig hafa þær gefist? • Samstarf við foreldra? • Ráðgjöf og stuðningur? • Hvað vantar? Hugmyndir til úrbóta?

  6. Fyrirvarar • Viðtöl – spurningalistar • Fáar vettvangsathuganir • Hvorki var rætt við nemendur né foreldra • Skólastjórar völdu viðmælendur og annar aðalstjórnenda var viðstaddur flest viðtöl • Hvenær á barn (hópur) í hegðunarvanda? • Hegðunarvandi sem vandi starfsmanns?

  7. Nokkrar meginniðurstöður • Mikill meirihluti nemenda (89%) á yfirleitt góð samskipti við félaga og starfsfólk • Mikill munur á umfangi mála eftir skólum, kynjum, aldursstigum (?) • Meirihluti viðmælenda telur að agavandi sé vaxandi!? • Erfiðustu málin eru að sliga starfsfólk ... úrræðaleysi ... árekstrar við önnur kerfi

  8. Umfang hegðunarvandans Er meðaltalið merkingarlaust?

  9. Skólunum má gróflega skipta í þrjá meginflokka (?) • Lítil eða engin vandamál (sjö skólar) • Nokkur vandi, en starfsfólk telur sig almennt hafa tök á málum (21 skóli) • Mörg erfið mál sem hvíla þungt á starfsfólki (sjö skólar)

  10. Mér finnst ekki nein sérstök hegðunarvandamál. Mér finnst þetta ganga mjög vel. Kannski hávaði í matsalnum – það eina sem er þreytandi ... Samband kennara og nemenda er einstaklega gott ... nemendur flykkjast að manni í frímínútum til að spjalla ... Fara ekki að fyrirmælum … hleypa upp … taka alla einbeitingu kennarans … þessi áreiti jafnt og þétt… ógna öðrum nemendum … … leiðinlegar athugasemdir … hnoð og pot … svo er það líka skemmdarverk … reyna að eyðileggja … frammíköll ef kennarinn er að tala … almenn ókurteisi … dagleg vandamál … alla daga … í hverri kennslu-stund. Dæmi um ólíkt ástand

  11. Fyrst fleiri dæmi um vanda … eilíf truflun, áhugaleysi, viljaleysi … andfélagslegt atferli … virðingaleysi, hroki, kjaftbrúk … Það eru nemendur sem eru mjög ókurteisir við kennara og ókurteisir við alla. Þeir æða um hér ... þeir sparka hikstalaust í þá sem fyrir eru og þá skiptir engu máli hvort það er fullorðinn maður eða ekki. Þannig að .. fullorðið fólk sem vinnur hérna getur orðið fyrir barsmíðum.

  12. Lítill eða enginn vandi: Jákvæð viðhorf

  13. Jákvæð viðhorf: Lítill eða enginn vandi: Þetta byggist á viðhorfum ... Fyrir hvern er skólinn? Hann er fyrir nemendurna ... Við eigum að sníða okkur að þeirra þörfum. Það er ekki þannig að ef þau passa ekki „boxin“ að þau eigi að vera annars staðar. Það er bara ekki þannig ... Þeim er strokið réttsælis og sagt að þau séu frábær. Ekki endalaust verið að pikka í þau fyrir það sem þau geta ekki ... Það geta allir blómstrað einhvers staðar ... Hér er ríkjandi það viðhorf að velferð barnsins sé til grundvallar. Það er það viðhorf sem gerir þennan skóla að því sem hann er.

  14. Jákvæð viðhorf • Það er ... bara gagnkvæm virðing. Við virðum þau og þau virða okkur ...þetta helgast af því að þau finni það að okkur þykir vænt um þau ... berum virðingu fyrir þeim ... Þannig að það er auðveldara að stýra þeim fyrir vikið • Við sendum skýr skilaboð og reynum að vera fyrirmyndir. Áhersla á samvinnu og traust. Að þau finni sig örugg í skólanum. Við erum vinir þeirra. Við erum hérna til að vinna með þeim.

  15. Jákvæð viðhorf ... og ... • Nemendalýðræði, hlustað eftir röddum nemenda • Nemendasamtöl (sbr. starfsmannasamtöl), bekkjarfundir, matsfundir • Nemendum falin ábyrgð • Ábyrgðarstörf • Unglingar aðstoða við gæslu eða kenna leiki (frímínútnavinir) • Jafningjakennsla, „meistarakerfi“ • Hlýlegt og fallegt umhverfi

  16. Jákvæð viðhorf ... og ... • Vinaverkefni (vinabekkir, leynivinaverkefni, vinavikur ...) • Viðburðir í skólalífinu: Samverustundir, samkomur, uppákomur • Útikennsla, útivist, íþróttir, leikir, hreyfing • Söngur • Uppeldisstarf: Markviss lífsleiknikennsla – námsefni um samskipti • Blöndun innan árgangs eða milli aldurshópa • Foreldrasamstarf • Samstaða kennara

  17. Olnbogabörnin Þetta eru einstaklingar sem að jafnvel halda bekkjarfélögum og jafnvel heilu árgöngunum í gíslingu. Og skólinn hefur afskaplega takmörkuð úrræði til að taka á þessum málum. Það er búið að loka sérdeildunum og sérskólarnir eru yfirfullir og ásetnir. Það er nánast ekki hægt að vísa nemendum úr skóla. Það er ekkert sem tekur við. Þannig að þessi litli hópur að hann veldur gríðarlegu álagi ekki bara á kennara heldur á samnemendur sína líka þar sem að fólk situr uppi með tvo, þrjá í árgangi alla sína skólatíð, í tíu ár. Allir skíthræddir við þá og þeir eru eins og þeir hertaki bekkinn.

  18. Þreyta og bið ... vonleysi … allar greiningar og annað eða beiðnir um greiningar fara í gegnum nemendaverndarráðið. Og þar er mættur sálfræðingur skólans sem … tekur við greiningunum og svo fer ákveðinn tími í að fjalla um börnin … það pirraði mig svolítið í fyrra … að þetta bar engan árangur. Við vorum alltaf að tala um sömu börnin … og í einhverju ergelsi mínu því ég er fundaritari taldi ég hve oft ákveðin tvö börn hefðu verið nefnd þennan veturinn á nemendverndararáðsfundi. Þá var annað fimmtán sinnum og hitt sautján sinnum … þetta eru vikulegir fundir … og allir að tala um sömu hlutina vegna þess að það gerðist ekkert. Við erum að kalla á hjálp – við öskrum á hjálp. Og það eru einn og tveir og alveg upp í þrír aðilar frá … [þjónustumiðstöðinni] á fundi hjá okkur. Og það gerðist ekki neitt.

  19. Glíman við erfiðu börnin skerðir þjónustu við önnur börn!? … fyrsta skrefið er að það þarf að mæta þörfum þeirra einstaklinga sem eru veikir í dag. Þeir einstaklingar eiga ekkert heima í skólanum. Þeir einstaklingar eru að taka upp mikið í skólanum af þeim starfskröftum og því afli sem þar er sem gæti nýst heildinni mun betur. Starfsmaður sem er með barn í gjörgæslu gerir ekkert annað, það er bara klárt. Þú nýtir ekkert þann starfskraft. Og þá má alveg velta fyrir sér hvernig skipulag er orðið í skólanum að öðru leyti því að þessir starfsmenn voru ekki hugsaðir í þetta í upphafi. Það hefur orðið ofboðsleg tilhliðrun.

  20. Skortur á skilningi Nú erum við búin að vera inn á Barna- og unglingageðdeild á fundum og þá eru það þeir sem setja kröfurnar … barnalæknarnir. Barnið á að vera með manninn með sér og sérmenntaða manneskju allan daginn … Við fáum þetta með honum … og hann á helst að vera einn í stofu. Þetta er alveg ótrúlegt hvað við fáum með nemandanum, hvað við eigum að gera. Og það er náttúrulega bæði plássleysi, peningaleysi og þú tekur ekkert upp sérmenntaðan starfsmann bara allt í einu í október eða nóvember. Þarna er … brotalöm.

  21. Viðhorf til barna með hegðunarraskanir Það er eins og það er með þessa ofvirku nemendur. Þeir skemma alltaf út frá sér. Það er eins og það er með þessa krakka í hjólastólum. Maður kemst ekkert áfram með þá!!!

  22. Til umhugsunar • Jákvæð viðhorf – trú á nemendum og virðing draga langt – svo langt að við hljótum að undrast það! • Lausnir á erfiðustu málunum verða að hafa forgang

More Related