1 / 34

10 ástæður fyrir mikilvægi þekkingar á Biblíunni

?. 1. 10 ástæður fyrir mikilvægi þekkingar á Biblíunni. Um mikilvægi guðfræðiþekkingar. Grunnþekking á Biblíunni er nauðsynleg hverri upplýstri manneskju. Er forsenda læsis á menningu okkar, sögu og tungumál. Hver er staða kristnifræðikennslu í grunnskólum?

locke
Download Presentation

10 ástæður fyrir mikilvægi þekkingar á Biblíunni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. ? 1

  2. 10 ástæður fyrir mikilvægi þekkingar á Biblíunni

  3. Um mikilvægi guðfræðiþekkingar • Grunnþekking á Biblíunni er nauðsynleg hverri upplýstri manneskju. • Er forsenda læsis á menningu okkar, sögu og tungumál. • Hver er staða kristnifræðikennslu í grunnskólum? • Er guðfræði er hvergi kennd á framhaldsskólastigi á Íslandi?

  4. Menningarlegar ástæður • Íslensk menning hefur frá upphafi landnáms verið undir kristnum áhrifum. • Írskt vinnufólk sem hingað var tekið var kristið • Völuspá og Gylfaginning eru full af kristnum áhrifum. • Íslendingasögur byggja á biblíustefjum. • Þjóðsöngur okkar er ortur útfrá 90. Davíðssálmi • Skjaldamerkið sækir fyrirmynd í guðspjallamenn.

  5. Menningarlegar ástæður • Listasaga Evrópu byggir að miklu leyti á arfi Biblíunnar. Og áhrif hennar birtast í: • Bókmenntum • Shakespeare, Dante, Milton, Tolstoy, Kazantakis, Laxness ofl. • Myndlist • Da Vinci, Salvadore Dali, • Högglist • Michelangelo, Thorvaldsen, Einar Jónsson • Tónlist • Mozart, Bach, • Kvikmyndium • Narnia, Matrix, Passion of the Christ, Kristnihald undir Jökli

  6. Sagnfræðilegar ástæður • Biblían er í senn merkileg sagnfræðileg heimild og mótandi afl í sögunni. • Gamla testamentið og hebreskar bókmenntir eru mikilvæg heimild um siðmenningar til forna. • Hebrea, Egypta, Persa, Assýringa, Babýlóníumanna, Grikkja ofl. • Nýja testamentið og önnur frumkristin rit eru mikilvægar heimildir um hugmyndir, þjóðfélagsskipan og atburði í Rómarveldi og þeim þjóðarbrotum sem því tilheyrði.

  7. Sagnfræðilegar ástæður • Fyrir siðbreytingu fóru samskipti Íslendinga við Evrópu fram eftir boðleiðum kirkjunnar. • Kirkjumunir og rit bárust hingað reglulega með prestum og við uppbyggingu kirkna. • Margar þjóðfélagsbreytingar á Íslandi verða einungis skildar til fulls í ljósi kirkjusögulegrar þróunar. • T.d. þjóðfélagsbreytingar í kjölfar siðbreytingar • almenn skólaganga barna, sem kemur til vegna áhrifa frá píetistum á Norðurlöndum • þróun heilbrigðiskerfis á Íslandi þar sem starf kaþólskra systra skipti sköpum.

  8. Bókmenntafræðilegar ástæður Læsi á bókmenntaarf Íslendinga er óhugsandi án þekkingar á ritum Biblíunnar og á það jafnt við um eldri bókmenntir og nútímabókmenntir. • Íslendingasögurnar • Stef og kristin minni. Njálssaga • Passíusálmar Hallgríms Péturssonar • Vídalínspostilla • Halldór Laxness

  9. Málsögulegar ástæður Biblíuþýðingar hafa víða haft afgerandi áhrif á þróun og varðveislu evrópumála. • Má þar nefna ensku King James Biblíuna sem er áhrifamesta ritverk enskrar tungu fyrr og síðar • Þýsku biblíuþýðingu Lúthers sem lagði grunninn að háþýsku. Óvíst er hvort íslenska hefði varðveist sem þjóðtunga okkar Íslendinga ef Biblíuþýðinga hefði ekki notið við. • Oddur Gottskálksson (Nýja testamenti Odds 1540) • Guðbrandur Þorklákssona (Guðbrandsbiblía 1584)

  10. Málsögulegar ástæður Íslenska Biblían hefur sett staðal fyrir tungumál okkar síðan og ekkert rit hefur haft eins mikil áhrif á íslenska tungu. Dæmi um íslenskt biblíumál: • Dansa í kringum Gullkálfinn (2M 32.4) • Salómonsdómur (1Kon 3.28) • Hafa taum á tungu sinni (OK 10.19) • Enginn er spámaður í eigin föðurlandi (Mt 13.57) • Hella úr skálum reiði sinnar (Op 15.7) Heimild: Rætur Málsins Jón G. Friðjónsson

  11. Bókmenntalegar ástæður • Mörg af fegurstu bókmenntaverkum mannkynssögunnar eru varðveit í Biblíunni. • Könnun sem gerð var árið 2000: Yfir 100 þekktir rithöfunda af 54 þjóðernum voru spurðir hvert væri stórbrotnasta bókmenntaverk mannkynssögunnar. • Í fyrsta sæti lenti Don Quixote eftir Cervates en á hæla hennar fylgdi Jobsbók, það margbrotna meistaraverk spekihefðarinnar.

  12. Bókmenntalegar ástæður • Í Biblíunni er að finna eitt fegursta ástarljóð sem ort hefur verið, Ljóðaljóðin, mögulega fyrir utan sonnetur Shakespeare en þar er hann m.a. að vinna með þau. • Orðskviðir Salómons (auk Síraksbókar og Speki Salómons) hafa leiðsinnt kynslóðum og þaðan eru mörg af spakmælum okkar og heilræðum komin. Auk þessa innihalda frásögur Biblíunnar: • spennusögur, morðgátur, stríðssögur, fjölskyldudrama, grín, ferðasögur, myndlíkingar og opinberanir svo eitthvað sé nefnt.

  13. Trúarbragðafræðilegar ástæður Biblían er útbreiddasta trúarbók veraldar og grundvöllur margra ólíkra trúarbragða. Gt. – Gyðingar (14 milljónir) Gt.+Nt. – Kristnir menn (2100 milljónir) Gt.+Nt.+Kóraninn – Múslimar (1300 milljónir) Gt.+Nt.+Mormónsbók – Mormónar (13 milljónir) Heimild:http://www.adherents.com/Religions_By_Adherents.html

  14. Trúarbragðafræðilegar ástæður • Læsi á textum Biblíunnar og ólíkur skilningur á þeim er forsenda umræðu um þau trúarbrögð og kirkjudeildir sem byggja á Biblíunni. • Margar nýtrúarhreyfingar hafa hugmyndir um persónu Jesú og Biblíuna. Dæmi um slíkar nýtrúarhreyfingar eru: • Spíristismi • Guðspekihreyfingin • Vestræn afbrigði af Búddisma og hindúisma (Jóga) • Japanskar nýtrúarhreyfingar (t.d. Soka Gakkai búddismi og MahiKari)

  15. Stjórnmálafræðilegar ástæður • Mótun stjórnmálaumræðu og stjórnskipulags á vesturlöndum hefur verið nátengd guðfræði. • Mótun nútímahugmynda um ríkisvaldið. • Á sér stað í kjölfar siðbótarinnar • John Locke • Kapítalismi (Auðvaldshyggja) • Max Weber tengdi upphaf kapítalisma mótmælendatrúnni. (The Protestant Ethic and the spirit of Capitalism) • Ósýnilega höndin (Guð?) í hugmyndum Adam Smith. • Kommúnismi / Sósíalismi • Höfundar kommúnismans höfnuðu guðdóminum og kirkjunni en lögðu áherslu á samhjálparáherslu nýja testamentisins. • Verður til í kjölfar deilna mótmælenda og kaþólikka í Þýskalandi (Karl Marx)

  16. Stjórnmálafræðilegar ástæður • Stjórnmálaumræða samtímans er ekki minna lituð af áhrifum trúarhefða. • Áhrif kristinna kirkna í bandarískum stjórnmálum • Þjóðernishreinsanir Serba í Kósóvó • Deilur Ísraela og Palestínumanna • Uppreisnin í Íran 1978 og klerkastjórnin þar • Uppgangur íslamsks Fasisma og sjálfsmorðs- hryðjuverka

  17. Fjölmenningarlegar ástæður • Aukin fjölmenning í íslensku samfélagi kallar á aukna þekkingu bæði um okkar trúarhefð og trúarhefðir fólks sem hingað flytur. • Kaþólikar: Pólverjar, Filipseyjingar ofl. • Búddistar: Tælendingar ofl. • Múslimar: Tyrkir, ofl. • Í nágrannalöndum okkar eru átök milli múslima og hinni vestrænu (kristnu) menningu daglegur veruleiki og víða vantar upp á skilning. • Gagnkvæm virðing er markmið trúarbragðafræðslu en forsenda slíkrar fræðslu er þekking á eigin trúarhefð.

  18. Siðfræðilegar ástæður • Siðferðisviðmið okkar eru svo nátengd trúararfinum að fæstir eru meðvitaðir um hversu víðtæk áhrif kristnar hugmyndir hafa haft á Vestrænt siðferði. • Franska byltingin: Hafnaði gildum kirkjunnar en hélt á lofti: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. • (Kjarnagildi í kristinni trú) • Mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna. • Byggir á hugmyndum hinna kristnu þjóða um mannhelgi. • Stjórnarskrá Evrópu (var hafnað 2005) • Nefna ekki hinn kristna arf sem sameiginlegt gildismat Evrópuþjóða, heldur menningarlega og húmaníska arfleifð Evrópu.

  19. Siðfræðilegar ástæður • Hugmyndir vestrænnar menningar um helgi lífsins, samábyrgð með náunganum og virðingu fyrir einstaklingnum eiga rætur sínar í kristinni trú þó að þær séu ekki alltaf settar í trúarlegt samhengi. • Þekking á Biblíunni og áhrifum hennar á menningu okkar gerir nemendur upplýstari um samhengi siðferðisviðmiða og hvar munurinn liggur við aðrar menningarhefðir. • Margt af því sem við teljum sjálfgefin sannindi eru mun bundnari við menningarlegt- og trúarlegt samhengi en við gerum okkur grein fyrir.

  20. Siðfræðilegar ástæður • Siðfræðileg álitaefni samtímans verða ekki rædd nema í samhengi trúarlegra viðhorfa. • Fóstureyðingar • Stofnfrumurannsóknir • Líknardráp • ofl.

  21. Samfélagslegar ástæður. • Fæst komumst við hjá því að mæta í kirkju! • Kirkjulegar athafnir og kirkjulíf eru áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi og læsi á táknmál og hugtakanotkun kirkjunnar er mikilvægt óháð trúarskoðuðum. • Kirkjulegar athafnir: Skírnir, fermingar, brúðkaup og jarðafarir. • Öll umgjörð kirkjunnar er hlaðin táknmáli, frá skrúða prestsins til lita kirkjuársins.

  22. Samfélagslegar ástæður • Dagatal okkar byggir á kristnum arfi. • Jól • Páskar • Hvítasunna • Öskudagur • Uppstigningardagur • Jafnvel hefðir sem berast okkur frá Ameríku eru kristnar: • Valentínusardagurinn • Hrekkjarvaka

  23. Trúarlegar ástæður • Virðing fyrir trú og menningu annara, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. • Líkt og það er markmið tónlistarkennara að veita nemendum innsýn inn í heillandi heim tónlistar og gera þau skynug á margbreytileika og fegurð hennar… • …er það markmið samfélagsfræði- og kristnifræðkennara að gera nemendur skynug á fegurð trúar- og trúariðkunnar.

  24. Trúarlegar ástæður • Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. • Án sanngjarnar framsetningu á þeirri staðreynd munu nemendur ekki fá rétta mynd af tilurð og túlkun Biblíunnar. • Leit mannsins að hinu guðlega er ekki hætt, eins og ógrynni nútíma sjálfshjálpar bókmennta gefa vísbendingu um. Þar er oft um biblíulegt efni að ræða sem er sett í nýjan búning. • Læsi á Biblíuna og kristin trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna.

  25. 10 ástæður fyrir mikilvægi guðfræðiþekkingar: • Menningarlegar • Sagnfræðilegar • Bókmenntafræðilegar • Málsögulegar • Bókmenntalegar • Trúarbragðafræðilegar • Stjórnmálafræðilegar • Fjölmenningarlegar • Siðfræðilegar • Samfélagslegar • Trúarlegar

  26. Grundvallarspurningar. • Hver er staða Biblíunnar í nútímanum? • Hjúpuð dulúð, hunsuð og lítið þekkt. • Hver er Biblía kristinna manna? • Hvaðan kemur hún, hvernig er hún samsett, hverskonar bækur tilheyra henni. • Hver var boðskapur Jesú frá Galíleu og hvers vegna hafði hann svona mikil áhrif? • Hvernig gat hugmyndafræði þessa minnihlutahóps orðið að ríkistrú í Róm á rúmum 300 árum?

  27. BIBLÍAN • Hebreska Biblían • TA - Torah (Lögmálið)Mósebækur I-V • NA - Nevi´him (Spámennirnir)Jósúabók, Dómarabók, Samúelsbækur, Konungabækur, Jesaja, Jeremía, Esekíel, 12 minni spámenn. • CH - Ketuvim (Ritin)Sálmar, Orðskviðir, Jobsbók, Ljóðaljóð, Rutarbók, Harmljóðin, Prédikarinn, Esterarbók, Daníelsbók, Esra-Nehemía, Kronikubækur.

  28. BIBLÍAN • LXX - Septuaginta • Grísk þýðing á hebresku Biblíunni (Gamla testamentinu) + apókrýfar bækur Gt. • Apókrýfar bækur Gamla testamentisins voru í íslenskum útgáfum Biblíunnar frá 1584 til 1859 (nema 1813), en síðan voru þær felldar niður, af því að Hið breska og erlenda biblíufélag styrkti ekki biblíuútgáfur þar sem Apókrýfu bækurnar voru birtar.

  29. BIBLÍAN • Apókrýfar bækur Biblíunnar • Tóbítsbók • Júdítarbók • Esterarbók hin gríska • Speki Salómons • Síraksbók • Barúksbók • Bréf Jeremía • Viðaukar við Daníelsbók • 1. & 2. Makkabeabók • Bæn Manasse 31

  30. Nýja testamentið

  31. Nýja testamentið • 27 bækur ritaðar á 1. og 2. öld sem saman mynda regluritasafn kristinna manna. • Allar bækur Nt. eru ritaðar á grísku. • Bækurnar eiga það eitt sameiginlegt að hafa að umfjöllunarefni, hver Jesús er.

  32. ? 34

More Related